Nýr tíðarandi, næsti forseti Gunnar Hersveinn skrifar 1. júní 2012 06:00 Næsti forseti Íslands þarf nauðsynlega að tilheyra þeim tíðaranda sem nú blæs um landið. Næsti forseti má alls ekki tilheyra tíðaranda hrokans þar sem útvaldir Íslendingar áttu að njóta aðdáunar annarra með því að fara um heiminn líkt og uppdiktaðir víkingar í útrás. Íslendingar hafa þegar valið sér önnur gildi en þau sem ríktu á tímum gangstera, ráðstera og bankstera. Heiðarleiki er þjóðgildið sem valið var af visku þjóðar á tveimur þýðingarmiklum þjóðfundum. Ástæðan fyrir kröfunni um heiðarleika voru óbærileg einkenni tíðarandans fyrir hrun: spilling, blekking, ábyrgðar- og skeytingarleysi, ágirnd, græðgi, yfirstétt, ofríki og dramb. Heiðarlegt samfélag byggir á virðingu, jöfnuði og mannúð. Þetta samfélag vex þó ekki upp úr jarðveginum af eigin mætti. Þeir sem drottnuðu 2007 hafa t.a.m. lítinn áhuga á að vökva sprotana og reyna fremur með plastblóm í hnappagati að telja fólki trú um að aðeins þeir séu færir til að spinna upp framtíðarlandið. Forseti sem virðir gildin sem þjóðin valdi á þjóðfundunum 2009 og 2010 yrði góður áfangasigur fyrir nýjan tíðaranda – og lýðræði, hófsemd og samkennd myndu eflast í landinu. Skapa þarf endurnýjað traust og hvetja til ábyrgðar þar sem samhljómur er á milli hugsjóna og aðgerða. Hentistefna og klækjabrögð gamla valdsins þurfa því nauðsynlega að líða undir lok. Komandi forsetakosningar bjóða upp á nýtt andlit, nýja kynslóð og önnur gildi en þau sem nú hopa á fæti. Kosningarnar skipta máli! Niðurstaðan mun hafa áhrif á stöðu tíðarandans og hversu kraftmikill hann verður. Það er alls ekki farsælt að rödd gamla tímans blási áfram í sprungnar blöðrur – heldur þarf þjóðin nýja og bjarta rödd. Sú rödd má ekki vera hjáróma eða ámátleg, heldur traust og heiðarleg. Átök og deilur verða ekki lengur efst á baugi, heldur samtal og sameining. Já, greina má andblæ betri tíðar. Þeir sem á hinn bóginn geta ekki rétt hjálparhönd ættu a.m.k. að sýna þá sjálfsögðu kurteisi að standa ekki í veginum fyrir breyttum tímum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Sjá meira
Næsti forseti Íslands þarf nauðsynlega að tilheyra þeim tíðaranda sem nú blæs um landið. Næsti forseti má alls ekki tilheyra tíðaranda hrokans þar sem útvaldir Íslendingar áttu að njóta aðdáunar annarra með því að fara um heiminn líkt og uppdiktaðir víkingar í útrás. Íslendingar hafa þegar valið sér önnur gildi en þau sem ríktu á tímum gangstera, ráðstera og bankstera. Heiðarleiki er þjóðgildið sem valið var af visku þjóðar á tveimur þýðingarmiklum þjóðfundum. Ástæðan fyrir kröfunni um heiðarleika voru óbærileg einkenni tíðarandans fyrir hrun: spilling, blekking, ábyrgðar- og skeytingarleysi, ágirnd, græðgi, yfirstétt, ofríki og dramb. Heiðarlegt samfélag byggir á virðingu, jöfnuði og mannúð. Þetta samfélag vex þó ekki upp úr jarðveginum af eigin mætti. Þeir sem drottnuðu 2007 hafa t.a.m. lítinn áhuga á að vökva sprotana og reyna fremur með plastblóm í hnappagati að telja fólki trú um að aðeins þeir séu færir til að spinna upp framtíðarlandið. Forseti sem virðir gildin sem þjóðin valdi á þjóðfundunum 2009 og 2010 yrði góður áfangasigur fyrir nýjan tíðaranda – og lýðræði, hófsemd og samkennd myndu eflast í landinu. Skapa þarf endurnýjað traust og hvetja til ábyrgðar þar sem samhljómur er á milli hugsjóna og aðgerða. Hentistefna og klækjabrögð gamla valdsins þurfa því nauðsynlega að líða undir lok. Komandi forsetakosningar bjóða upp á nýtt andlit, nýja kynslóð og önnur gildi en þau sem nú hopa á fæti. Kosningarnar skipta máli! Niðurstaðan mun hafa áhrif á stöðu tíðarandans og hversu kraftmikill hann verður. Það er alls ekki farsælt að rödd gamla tímans blási áfram í sprungnar blöðrur – heldur þarf þjóðin nýja og bjarta rödd. Sú rödd má ekki vera hjáróma eða ámátleg, heldur traust og heiðarleg. Átök og deilur verða ekki lengur efst á baugi, heldur samtal og sameining. Já, greina má andblæ betri tíðar. Þeir sem á hinn bóginn geta ekki rétt hjálparhönd ættu a.m.k. að sýna þá sjálfsögðu kurteisi að standa ekki í veginum fyrir breyttum tímum.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun