
Bætt aðgengi að starfsnámi
Með þetta að leiðarljósi er allsherjar- og menntamálanefnd nú að ljúka vinnu við frumvarp menntamálaráðherra um vinnustaðanámssjóði. Vonir standa til að málið verði að lögum í vor en með því er stigið stórt skref til eflingar starfsnáms í skólakerfi okkar sem er eitt mikilvægasta markmið íslenskra menntamála í dag. Stórt skref í þá átt er áður nefnd rammalöggjöf um vinnustaðanámsjóð.
Tilkoma sjóðsins mun auðvelda iðn- og starfsnámsnemum verulega að komast í vinnustaðanám, í mörgum tilfellum á samning hjá meistara. Það hefur á stundum reynst nemum örðugt að komast að í vinnustaðanámi eða á samning hjá meistara. Nauðsyn þess að skapa fjárhagslegan hvata til að mæta kostnaði af náminu hefur lengi legið fyrir ásamt þörfinni á því að auka möguleika nemenda á að ljúka starfsnámi sínu á eðlilegum tíma. Því mun tilkoma sjóðsins efla og styrkja verk- og tæknimenntun í íslenskum skólum svo um munar.
Á stundum hefur það komið í veg fyrir að námsmaður ljúki sínu námi að ekki tekst að komast að hjá meistara í faginu eða í verklega þjálfun af öðru tagi. Vandkvæðum er háð að tryggja það alveg með því að skylda fyrirtæki til þess að taka nema í vinnustaðanám. Vinnustaðanámssjóður kemur hins vegar til móts við kostnaðinn sem af því hlýst fyrir viðkomandi fyrirtæki eða stofnun. Þá er með tilkomu sjóðsins gert ráð fyrir að gerðar verði meiri og skýrari kröfur um gæði náms, skipulag þess og framkvæmd en verið hefur.
Samkvæmt eðli máls fer starfsnám á framhaldsskólastigi fram hvorutveggja í skóla og á vinnustað. Fram að þessu hafa ekki verið tök á að mæta kostnaði fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms en með tilkomu sjóðsins skapast tækifæri til þess ásamt því að bæta verulega aðgengi nemenda að þessum hluta iðn- og starfsnáms.
Vinnustaðanámssjóðurinn tekur til allra löggiltra iðngreina auk starfsnáms í greinum á borð við skólaliða, félagsliða og allar slíkar greinar í heilbrigðisfræðum. Með sjóðnum komum við á því heppilega fyrirkomulagi í verklegu námi að allir nemendur gangi frá skuldbindandi samningi á milli sín og þess sem tekur vinnustaðanámið að sér með aðkomu skólans. Sérstaklega þarf að skoða við lagasetninguna hvort ekki sé rétt að skólinn verði formlegur aðili að slíkum samningi. Þetta fyrirkomulag gerir margt í senn; auðveldar nemanda að komast í starfsþjálfun og tryggir gæði og samfellu í náminu, auk þess að auðvelda fyrirtækjum og stofnunum að taka til sín námsmenn í þjálfun.
Því treysti ég því að Alþingi sjái út úr kófi átaka og málþófs og geri umrætt frumvarp um vinnustaðanámssjóð að lögum áður en þingi lýkur í sumarbyrjun.
Skoðun

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar