Allt rangt hjá Þorsteini Kristinn H. Gunnarsson skrifar 31. maí 2012 06:00 Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, setur fram staðhæfingar um jákvæð áhrif af framsali kvóta. Opinber gögn sýna hins vegar að fullyrðingar Þorsteins eru rangar. Núverandi löggjöf um stjórn fiskveiða hefur yfirskuldsett sjávarútveginn, fært fáum gífurleg auðævi og komið í veg fyrir hagræðingu og framfarir sem ætíð verða í eðlilegu samkeppnisumhverfi. Óvíða í heiminum hefur einkavæðing almannaverðmæta gengið svo langt sem hér á landi undanfarna tvo áratugi. Allir vita, segir Þorsteinn, að skuldir útgerða eiga fyrst og fremst rætur í fjárfestingum í nýjum skipum og tækjum og viðbótaraflaheimildum. Staðreyndin er önnur. Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) segir í skýrslu frá maí 2010 að fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum hafi frá 2003 ekki hækkað skuldir í sjávarútvegi. RHA telur að 40-50% af nærri 400 milljarða króna skuldaaukningu frá 1997 til 2008 sé vegna fjárfestinga í rekstri ótengdum sjávarútvegi og vegna gjaldeyris- og afleiðuviðskipta. Rúmur helmingur skuldaaukningarinnar er vegna kaupa á aflaheimildum á uppsprengdu verði. Verð á þorskkvóta fimmtánfaldaðist frá 1995 til júní 2008, en féll þá í einu vetfangi um ríflega helming. Allir vita, nema Þorsteinn, að fáir tugir kvótahafa fengu að selja veiðiréttinn til langrar framtíðar á tilbúnu verði og færðu andvirðið í eigin vasa. Allir vita, segir Þorsteinn, að skuldaaukningin hefur leitt til betri nýtingar og arðsemi. Skýrsla RHA segir að engin framleiðniaukning hafi orðið í veiðum frá 1991 til 2008. Fiskiskipaflotinn hefur elst síðan framsalið var lögleitt og meðalaldur togaraflotans er nú 27 ár samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. Þrátt fyrir að verð á íslenskum sjávarafurðum hafi frá 1991 til 2009 hækkað um 20% að raunvirði og þrátt fyrir að óverulega hafi verið fjárfest í skipum og búnaði á sama tíma segir RHA að efnahagsleg staða sjávarútvegsins hafi stórversnað. Ifs Greining segir í nýlegri skýrslu að stór hluti útgerðarfélaga virðist vera yfirskuldsettur og þurfi á fjárhagslegri endurskipulagningu að halda. Þetta er reynslan af 20 ára framsali Þorsteins Pálssonar. Fáir hafa efnast mikið og þjóðin á að borga með því að neita sér um bætt lífskjör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Skoðanir Skoðun Tengdar fréttir Á Heimaey betur heima í ríkissjóði? Ný Heimaey í eigu Ísfélagsins kom fyrir skömmu til heimahafnar í Vestmannaeyjum. Margir hrukku í kút þegar stjórnarformaðurinn sagði í viðtali að sá skuggi hvíldi yfir góðum degi að svo kynni að fara að selja yrði skipið ef áform ríkisstjórnarinnar um að bylta stjórnkerfi fiskveiða næðu fram. Fréttamenn spurðu hvort slík yfirlýsing væri ekki pólitísk hótun. 26. maí 2012 06:00 Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, setur fram staðhæfingar um jákvæð áhrif af framsali kvóta. Opinber gögn sýna hins vegar að fullyrðingar Þorsteins eru rangar. Núverandi löggjöf um stjórn fiskveiða hefur yfirskuldsett sjávarútveginn, fært fáum gífurleg auðævi og komið í veg fyrir hagræðingu og framfarir sem ætíð verða í eðlilegu samkeppnisumhverfi. Óvíða í heiminum hefur einkavæðing almannaverðmæta gengið svo langt sem hér á landi undanfarna tvo áratugi. Allir vita, segir Þorsteinn, að skuldir útgerða eiga fyrst og fremst rætur í fjárfestingum í nýjum skipum og tækjum og viðbótaraflaheimildum. Staðreyndin er önnur. Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) segir í skýrslu frá maí 2010 að fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum hafi frá 2003 ekki hækkað skuldir í sjávarútvegi. RHA telur að 40-50% af nærri 400 milljarða króna skuldaaukningu frá 1997 til 2008 sé vegna fjárfestinga í rekstri ótengdum sjávarútvegi og vegna gjaldeyris- og afleiðuviðskipta. Rúmur helmingur skuldaaukningarinnar er vegna kaupa á aflaheimildum á uppsprengdu verði. Verð á þorskkvóta fimmtánfaldaðist frá 1995 til júní 2008, en féll þá í einu vetfangi um ríflega helming. Allir vita, nema Þorsteinn, að fáir tugir kvótahafa fengu að selja veiðiréttinn til langrar framtíðar á tilbúnu verði og færðu andvirðið í eigin vasa. Allir vita, segir Þorsteinn, að skuldaaukningin hefur leitt til betri nýtingar og arðsemi. Skýrsla RHA segir að engin framleiðniaukning hafi orðið í veiðum frá 1991 til 2008. Fiskiskipaflotinn hefur elst síðan framsalið var lögleitt og meðalaldur togaraflotans er nú 27 ár samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. Þrátt fyrir að verð á íslenskum sjávarafurðum hafi frá 1991 til 2009 hækkað um 20% að raunvirði og þrátt fyrir að óverulega hafi verið fjárfest í skipum og búnaði á sama tíma segir RHA að efnahagsleg staða sjávarútvegsins hafi stórversnað. Ifs Greining segir í nýlegri skýrslu að stór hluti útgerðarfélaga virðist vera yfirskuldsettur og þurfi á fjárhagslegri endurskipulagningu að halda. Þetta er reynslan af 20 ára framsali Þorsteins Pálssonar. Fáir hafa efnast mikið og þjóðin á að borga með því að neita sér um bætt lífskjör.
Á Heimaey betur heima í ríkissjóði? Ný Heimaey í eigu Ísfélagsins kom fyrir skömmu til heimahafnar í Vestmannaeyjum. Margir hrukku í kút þegar stjórnarformaðurinn sagði í viðtali að sá skuggi hvíldi yfir góðum degi að svo kynni að fara að selja yrði skipið ef áform ríkisstjórnarinnar um að bylta stjórnkerfi fiskveiða næðu fram. Fréttamenn spurðu hvort slík yfirlýsing væri ekki pólitísk hótun. 26. maí 2012 06:00
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun