Nýr Landspítali – Hneyksli aldarinnar? Guðl. Gauti Jónsson skrifar 31. maí 2012 06:00 Það hefur verið bent á að byggingamagn á lóð nýja Landspítalans verði meira en sem nemur fjórum Smáralindum. Það má einnig miða við að byggingamagnið verður meira en það er samanlagt í öllu Fellahverfi og Mjódd. Þá er meðtalið atvinnuhúsnæði, íbúðarhúsnæði, skólar, bílskúrar og allt sem nöfnum tjáir að nefna. (Heimild: Skipulagssjá í maí 2012) Auðlindir borgarinnarÞetta hús er jafnlangt Meðferðakjarna nýja Landspítalans en ekki eins hátt og hann.Í grein sinni „Hvernig nota stjórnvöld skipulag höfuðborgarsvæðisins til að koma markmiðum í framkvæmd?" sem birtist í Fréttablaðinu 26. apríl 2012 segir Arna Mathiesen arkitekt m.a: „Aðkallandi viðfangsefni hönnunar eru vangaveltur um hverju úr er að moða áður en nýrri sýn er kastað fram, ákvarðanir eru teknar og nýtt er búið til." Frá því fyrsta skýrslan um nýja Landspítalann var gerð og til þessa dags hefur nánast ekkert verið fjallað um aðlögun bygginga og starfsemi nýja spítalans að íbúðahverfunum sem umlykja spítalann á þrjá vegu. Það eru alvarleg mistök enda nokkuð augljóst að ekki er auðvelt að koma þessari tröllauknu framkvæmd fyrir í grónu, friðsælu og eftirsóttu íbúðarhverfi. Byggðin umhverfis Landspítalann er ekki aðeins mikilvæg þeim sem þar búa heldur er hún hluti af auðlegð borgarinnar og ber að líta á og vernda sem slíka. Ef til vill má líkja þessu við það þegar Morgunblaðshöllinni, sem er af svipaðri hæð og sumar spítalabyggingarnar, var skellt niður í Grjótaþorpið. Víða um lönd hafa menn rifið slíkar menjar módernismans og nýlega var spítalabygging, sem byggð var á svipuðum tíma í Þrándheimi, jöfnuð við jörðu. Í Reykjavík var Moggahöllin látin standa en Fjalakötturinn rifinn. Þó ekki standi til að rífa íbúðabyggðina kringum Landspítalann þá mun hún rýrna verulega að gæðum. Hvar á spítalinn að vera?Ég tel mig ekki vita hvar best sé að staðsetja nýjan Landspítala ef hann verður byggður í samræmi við núverandi áform. Nokkur atriði varðandi lóðina, reksturinn og umhverfið virðast þó blasa við án mikilla reikninga. Það er t.d. æskilegt; 1) að ekki sé mikill hæðarmunur innan lóðarinnar því það auðveldar skipulag og samgöngur innan og utan spítalans. 2) að lóðin sé þannig að stærð og staðsetningu að hægt sé að byggja spítalann sem mest út frá forsendum og hagkvæmni spítalans sjálfs en ekki hamlandi umhverfisþátta því það sparar til langs tíma litið. 3) að stærð og fyrirkomulag lóðarinnar leyfi skynsamlegar viðbætur og breytingar í framtíðinni. 4) að staðsetningin skapi ekki ný og aukin vandamál í umferðinni en stuðli fremur að minni umferð um mestu umferðaræðar borgarinnar og auknu jafnvægi. 5) að byggingar og starfsemi falli vel að umhverfinu og rýri ekki gæði byggðar í nágrenninu. 6) að staðsetningin valdi ekki aukinni loftmengun á stöðum sem nú þegar búa við loftmengun sem fer yfir viðmiðunarmörk í margar vikur á ári hverju en stuðli fremur að minni mengun. 7) að staðsetningin auki ekki við hljóðvistarvanda þar sem hann er viðvarandi nú þegar og að ekki fjölgi þeim íbúðum sem búa við hljóðstig yfir viðmiðunarmörkum. 8) að góð aðstaða verði fyrir þyrluflug að spítalanum þar sem ónæði verður sem minnst fyrir starfsemina og nærliggjandi hverfi og hámarks öryggis er gætt. Engu af þessum atriðum er fullnægt með staðsetningunni við Hringbraut, Barónsstíg og Eiríksgötu. Hneyksli?Það er ekkert minna en hneyksli ef stjórnvöld gera alvöru úr því að byggja nýjan Landspítala, sem verður ein stærsta framkvæmd Íslandssögunnar miðað við kostnað, án þess að nota bestu tæki sem völ er á til að undirbúa verkið. Þar eru efst á blaði fræðileg staðarvalsgreining ásamt fýsileika- og hagkvæmnikönnunum. Reyndar vinna þessi tæki svo náið saman að ef eitt þeirra vantar geta hin gefið kolranga niðurstöðu. Skipstjóri sem siglir skipi sínu á grunnsævi hefur lítið við dýptarmælingar að gera ef hann veit ekki djúpristu skipsins. (Arna Mathiesen arkitekt vinnur að rannsóknarverkefni: Hörgull og sköpun í hinu byggða umhverfi, SCIBE. Byggt umhverfi á Reykjavíkursvæðinu fyrir og eftir hrun er eitt viðfang rannsóknarinnar.) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Tengdar fréttir Hvernig nota stjórnvöld skipulag höfuðborgarsvæðisins til að koma markmiðum í framkvæmd? Íslendingar sáu ekki ástæðu til að leita ráðgjafar hjá arkitektum eða skipulagsráðgjöfum við vinnslu sinnar skýrslu, enda er þar ekkert minnst á borgina eða skipulag hennar. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að réttarhöld varðandi spillingu í borgarskipulagi og byggingastarfsemi hafa öðru fremur markað uppgjör Íra eftir hrunið. Bein tengsl nýbyggðs umhverfis á höfuðborgarsvæðinu og skorts (lykilhugtak í hagfræði) urðu þó deginum ljósari með íslenskum skýrslum sem gerðar voru heyrinkunnar nú um páskaleytið: 26. apríl 2012 06:00 Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið bent á að byggingamagn á lóð nýja Landspítalans verði meira en sem nemur fjórum Smáralindum. Það má einnig miða við að byggingamagnið verður meira en það er samanlagt í öllu Fellahverfi og Mjódd. Þá er meðtalið atvinnuhúsnæði, íbúðarhúsnæði, skólar, bílskúrar og allt sem nöfnum tjáir að nefna. (Heimild: Skipulagssjá í maí 2012) Auðlindir borgarinnarÞetta hús er jafnlangt Meðferðakjarna nýja Landspítalans en ekki eins hátt og hann.Í grein sinni „Hvernig nota stjórnvöld skipulag höfuðborgarsvæðisins til að koma markmiðum í framkvæmd?" sem birtist í Fréttablaðinu 26. apríl 2012 segir Arna Mathiesen arkitekt m.a: „Aðkallandi viðfangsefni hönnunar eru vangaveltur um hverju úr er að moða áður en nýrri sýn er kastað fram, ákvarðanir eru teknar og nýtt er búið til." Frá því fyrsta skýrslan um nýja Landspítalann var gerð og til þessa dags hefur nánast ekkert verið fjallað um aðlögun bygginga og starfsemi nýja spítalans að íbúðahverfunum sem umlykja spítalann á þrjá vegu. Það eru alvarleg mistök enda nokkuð augljóst að ekki er auðvelt að koma þessari tröllauknu framkvæmd fyrir í grónu, friðsælu og eftirsóttu íbúðarhverfi. Byggðin umhverfis Landspítalann er ekki aðeins mikilvæg þeim sem þar búa heldur er hún hluti af auðlegð borgarinnar og ber að líta á og vernda sem slíka. Ef til vill má líkja þessu við það þegar Morgunblaðshöllinni, sem er af svipaðri hæð og sumar spítalabyggingarnar, var skellt niður í Grjótaþorpið. Víða um lönd hafa menn rifið slíkar menjar módernismans og nýlega var spítalabygging, sem byggð var á svipuðum tíma í Þrándheimi, jöfnuð við jörðu. Í Reykjavík var Moggahöllin látin standa en Fjalakötturinn rifinn. Þó ekki standi til að rífa íbúðabyggðina kringum Landspítalann þá mun hún rýrna verulega að gæðum. Hvar á spítalinn að vera?Ég tel mig ekki vita hvar best sé að staðsetja nýjan Landspítala ef hann verður byggður í samræmi við núverandi áform. Nokkur atriði varðandi lóðina, reksturinn og umhverfið virðast þó blasa við án mikilla reikninga. Það er t.d. æskilegt; 1) að ekki sé mikill hæðarmunur innan lóðarinnar því það auðveldar skipulag og samgöngur innan og utan spítalans. 2) að lóðin sé þannig að stærð og staðsetningu að hægt sé að byggja spítalann sem mest út frá forsendum og hagkvæmni spítalans sjálfs en ekki hamlandi umhverfisþátta því það sparar til langs tíma litið. 3) að stærð og fyrirkomulag lóðarinnar leyfi skynsamlegar viðbætur og breytingar í framtíðinni. 4) að staðsetningin skapi ekki ný og aukin vandamál í umferðinni en stuðli fremur að minni umferð um mestu umferðaræðar borgarinnar og auknu jafnvægi. 5) að byggingar og starfsemi falli vel að umhverfinu og rýri ekki gæði byggðar í nágrenninu. 6) að staðsetningin valdi ekki aukinni loftmengun á stöðum sem nú þegar búa við loftmengun sem fer yfir viðmiðunarmörk í margar vikur á ári hverju en stuðli fremur að minni mengun. 7) að staðsetningin auki ekki við hljóðvistarvanda þar sem hann er viðvarandi nú þegar og að ekki fjölgi þeim íbúðum sem búa við hljóðstig yfir viðmiðunarmörkum. 8) að góð aðstaða verði fyrir þyrluflug að spítalanum þar sem ónæði verður sem minnst fyrir starfsemina og nærliggjandi hverfi og hámarks öryggis er gætt. Engu af þessum atriðum er fullnægt með staðsetningunni við Hringbraut, Barónsstíg og Eiríksgötu. Hneyksli?Það er ekkert minna en hneyksli ef stjórnvöld gera alvöru úr því að byggja nýjan Landspítala, sem verður ein stærsta framkvæmd Íslandssögunnar miðað við kostnað, án þess að nota bestu tæki sem völ er á til að undirbúa verkið. Þar eru efst á blaði fræðileg staðarvalsgreining ásamt fýsileika- og hagkvæmnikönnunum. Reyndar vinna þessi tæki svo náið saman að ef eitt þeirra vantar geta hin gefið kolranga niðurstöðu. Skipstjóri sem siglir skipi sínu á grunnsævi hefur lítið við dýptarmælingar að gera ef hann veit ekki djúpristu skipsins. (Arna Mathiesen arkitekt vinnur að rannsóknarverkefni: Hörgull og sköpun í hinu byggða umhverfi, SCIBE. Byggt umhverfi á Reykjavíkursvæðinu fyrir og eftir hrun er eitt viðfang rannsóknarinnar.)
Hvernig nota stjórnvöld skipulag höfuðborgarsvæðisins til að koma markmiðum í framkvæmd? Íslendingar sáu ekki ástæðu til að leita ráðgjafar hjá arkitektum eða skipulagsráðgjöfum við vinnslu sinnar skýrslu, enda er þar ekkert minnst á borgina eða skipulag hennar. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að réttarhöld varðandi spillingu í borgarskipulagi og byggingastarfsemi hafa öðru fremur markað uppgjör Íra eftir hrunið. Bein tengsl nýbyggðs umhverfis á höfuðborgarsvæðinu og skorts (lykilhugtak í hagfræði) urðu þó deginum ljósari með íslenskum skýrslum sem gerðar voru heyrinkunnar nú um páskaleytið: 26. apríl 2012 06:00
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun