"Ég er bara 5 ára…“ 31. maí 2012 06:00 Ég er bara 5 ára og kenna á því fæ," söng skáldið um árið. Reglulega kemur upp umræða um 5 ára börn í leikskólum. Því miður sprettur sú umræða sorglega oft upp vegna hagræðingaraðgerða sveitarfélaga og þ.a.l. gleymist oft að ræða hvað er 5 ára börnum fyrir bestu. Sveitarfélög standa í einhverjum tilfellum frammi fyrir því að framboð á leikskólarými annar ekki eftirspurn á meðan grunnskólabörnum fækkar og húsnæði stendur ónýtt. Þá kemur upp spurningin hvort byggja á nýjan leikskóla, stækka þá sem fyrir hendi eru eða nýta það húsnæði sem fyrir hendi er. Í ljósi efnahagsástandsins virðist það borðleggjandi að nýta tómt grunnskólahúsnæði fyrir leikskóladeildir. Það má hins vegar spyrja sig hvort hagkvæmasta lausnin sé alltaf sú besta til lengri tíma litið. Hlutirnir ganga ekki endilega best upp þar sem ákvarðanir eru teknar eingöngu út frá einum sjónarhóli, þ.e. hagsmunum pyngjunnar, þar sem markmiðið er að þétta í rifur og stoppa í göt. Þá ræður skammtímahugsun og þekkingarleysi ríkjum en ekki hugmyndafræði menntunar og skólaþróunar. Dæmi um slíkt er að taka 5 ára börn úr leikskólanum og færa inn í tóma kennslustofu í grunnskólanum án þess að hafa fengið svör við eftirfarandi spurningum: 1. Eru það hagsmunir barnanna sem eru hafðir að leiðarljósi? Leikskólagangan er 4-5 ár, grunnskólagangan er 10 ár. Í leikskólanum er lagður grunnur að öryggi og tengslum í umhverfi sem er hannað með það í huga að þétt utanumhald sé um hvert barn. Færri börn eru á forsjá hvers kennara og áhersla lögð á að koma til móts við þarfir hvers og eins á forsendum barnanna. 2. Hver á að kenna börnunum? Grunnskólakennari hefur ekki réttindi til þess að kenna leikskólabörnum og leikskólakennari hefur ekki réttindi til þess að kenna í grunnskóla. Félag leikskólakennara semur ekki fyrir leiðbeinendur í grunnskóla og öfugt. Kjarasamningar eru auk þess afar ólíkir hvað varðar vinnutíma og ýmsar starfsaðstæður. Hvað með undirbúning og skipulagsdaga í viðkomandi deild? Er 5 ára deildin opin í jólafríinu og yfir sumartímann? Er ekki ýmislegt sem þarf að samræma til að 5 ára deild geti verið „eðlilegur" hluti af starfsemi grunnskólans og þarf sú samræming ekki að eiga sér stað fyrst? 3. Hvað og hvernig á að kenna börnunum? Á starfsemin að vera skv. aðalnámskrá, skipulagi og hugmyndafræði leikskóla eða grunnskóla? Þegar börn fara úr leikskólanum yfir í grunnskólann verða mikil umskipti í lífi þeirra. Þau tilheyra stærri hópum í grunnskólanum og kennsluaðferðirnar eru um margt ólíkar. Leik- og grunnskólar byggja að mörgu leyti á ólíkri uppeldis- og kennslufræðilegri hefð. Leikskólastarf byggir á barnhverfri hugmyndafræði þar sem þroski og þarfir barnsins eru í fyrirrúmi. Leikurinn er meginnámsleið barnsins og kennslutæki leikskólakennarans. Grunnskólinn byggir á kennslumiðaðri hugmyndafræði þar sem formlegt nám barnsins er í brennidepli. Fimm ára börnin í leikskólanum eru, ásamt sex ára börnunum í grunnskólanum, á mörkum skólastiga. Þroski þeirra og þekkingaröflun beinist að því að undirbúa þau undir lífið. Á síðasta ári leikskólans finna börnin fyrir sérstöðu sinni. Sú sérstaða birtist í þeirri ábyrgð og þeim réttindum sem felast í því að vera elstur. Börnin upplifa sig sem fyrirmyndir og mikilvæg fyrir skólastarfið og yngri börnin. Þessi tilfinning byggir upp sjálfstyrk og ábyrgðarkennd sem er eitt besta veganesti út í lífið sem til er. Það gefur auga leið að þessarar sérstöðu njóta þau ekki innan veggja grunnskólans. Ákvarðanir um menntun þurfa um fram annað að byggjast á faglegum sjónarmiðum um hvernig börn/fólk lærir best og mest á viðkomandi aldursskeiði. Undirrituð hvetja yfirvöld skólamála til að leita svara við þeim spurningum sem reifaðar eru hér að ofan, áður en ákvarðanir eru teknar sem geta verið fordæmisgefandi. Skammtímahugsun má ekki ráða þegar nám barnanna á í hlut heldur verður skýr stefna, fagmennska og framtíðarsýn að ráða ferðinni.Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður Félags stjórnenda leikskólaBjörk Óttarsdóttir, varaformaður Félags stjórnenda leikskólaHaraldur Gíslason, formaður Félags leikskólakennaraFjóla Þorvaldsdóttir, varaformaður Félags leikskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Ég er bara 5 ára og kenna á því fæ," söng skáldið um árið. Reglulega kemur upp umræða um 5 ára börn í leikskólum. Því miður sprettur sú umræða sorglega oft upp vegna hagræðingaraðgerða sveitarfélaga og þ.a.l. gleymist oft að ræða hvað er 5 ára börnum fyrir bestu. Sveitarfélög standa í einhverjum tilfellum frammi fyrir því að framboð á leikskólarými annar ekki eftirspurn á meðan grunnskólabörnum fækkar og húsnæði stendur ónýtt. Þá kemur upp spurningin hvort byggja á nýjan leikskóla, stækka þá sem fyrir hendi eru eða nýta það húsnæði sem fyrir hendi er. Í ljósi efnahagsástandsins virðist það borðleggjandi að nýta tómt grunnskólahúsnæði fyrir leikskóladeildir. Það má hins vegar spyrja sig hvort hagkvæmasta lausnin sé alltaf sú besta til lengri tíma litið. Hlutirnir ganga ekki endilega best upp þar sem ákvarðanir eru teknar eingöngu út frá einum sjónarhóli, þ.e. hagsmunum pyngjunnar, þar sem markmiðið er að þétta í rifur og stoppa í göt. Þá ræður skammtímahugsun og þekkingarleysi ríkjum en ekki hugmyndafræði menntunar og skólaþróunar. Dæmi um slíkt er að taka 5 ára börn úr leikskólanum og færa inn í tóma kennslustofu í grunnskólanum án þess að hafa fengið svör við eftirfarandi spurningum: 1. Eru það hagsmunir barnanna sem eru hafðir að leiðarljósi? Leikskólagangan er 4-5 ár, grunnskólagangan er 10 ár. Í leikskólanum er lagður grunnur að öryggi og tengslum í umhverfi sem er hannað með það í huga að þétt utanumhald sé um hvert barn. Færri börn eru á forsjá hvers kennara og áhersla lögð á að koma til móts við þarfir hvers og eins á forsendum barnanna. 2. Hver á að kenna börnunum? Grunnskólakennari hefur ekki réttindi til þess að kenna leikskólabörnum og leikskólakennari hefur ekki réttindi til þess að kenna í grunnskóla. Félag leikskólakennara semur ekki fyrir leiðbeinendur í grunnskóla og öfugt. Kjarasamningar eru auk þess afar ólíkir hvað varðar vinnutíma og ýmsar starfsaðstæður. Hvað með undirbúning og skipulagsdaga í viðkomandi deild? Er 5 ára deildin opin í jólafríinu og yfir sumartímann? Er ekki ýmislegt sem þarf að samræma til að 5 ára deild geti verið „eðlilegur" hluti af starfsemi grunnskólans og þarf sú samræming ekki að eiga sér stað fyrst? 3. Hvað og hvernig á að kenna börnunum? Á starfsemin að vera skv. aðalnámskrá, skipulagi og hugmyndafræði leikskóla eða grunnskóla? Þegar börn fara úr leikskólanum yfir í grunnskólann verða mikil umskipti í lífi þeirra. Þau tilheyra stærri hópum í grunnskólanum og kennsluaðferðirnar eru um margt ólíkar. Leik- og grunnskólar byggja að mörgu leyti á ólíkri uppeldis- og kennslufræðilegri hefð. Leikskólastarf byggir á barnhverfri hugmyndafræði þar sem þroski og þarfir barnsins eru í fyrirrúmi. Leikurinn er meginnámsleið barnsins og kennslutæki leikskólakennarans. Grunnskólinn byggir á kennslumiðaðri hugmyndafræði þar sem formlegt nám barnsins er í brennidepli. Fimm ára börnin í leikskólanum eru, ásamt sex ára börnunum í grunnskólanum, á mörkum skólastiga. Þroski þeirra og þekkingaröflun beinist að því að undirbúa þau undir lífið. Á síðasta ári leikskólans finna börnin fyrir sérstöðu sinni. Sú sérstaða birtist í þeirri ábyrgð og þeim réttindum sem felast í því að vera elstur. Börnin upplifa sig sem fyrirmyndir og mikilvæg fyrir skólastarfið og yngri börnin. Þessi tilfinning byggir upp sjálfstyrk og ábyrgðarkennd sem er eitt besta veganesti út í lífið sem til er. Það gefur auga leið að þessarar sérstöðu njóta þau ekki innan veggja grunnskólans. Ákvarðanir um menntun þurfa um fram annað að byggjast á faglegum sjónarmiðum um hvernig börn/fólk lærir best og mest á viðkomandi aldursskeiði. Undirrituð hvetja yfirvöld skólamála til að leita svara við þeim spurningum sem reifaðar eru hér að ofan, áður en ákvarðanir eru teknar sem geta verið fordæmisgefandi. Skammtímahugsun má ekki ráða þegar nám barnanna á í hlut heldur verður skýr stefna, fagmennska og framtíðarsýn að ráða ferðinni.Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður Félags stjórnenda leikskólaBjörk Óttarsdóttir, varaformaður Félags stjórnenda leikskólaHaraldur Gíslason, formaður Félags leikskólakennaraFjóla Þorvaldsdóttir, varaformaður Félags leikskólakennara
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun