Forseti og siðferði Þorsteinn Vilhjálmsson skrifar 19. maí 2012 06:00 Í samfélögum Vesturlanda nú á dögum eru tvær valdamiðstöðvar helstar. Önnur er á vettvangi stjórnmálanna en hin í viðskiptalífinu, meðal atvinnurekenda. Hún minnir nú á sig daglega í fjölmiðlum okkar með auglýsingum útvegsmanna, sem verða þó ekki til umræðu hér. Það skiptir almenna borgara miklu hvernig samskiptum þessara tveggja miðstöðva er háttað á hverjum tíma. Þannig finnst flestum eðlilegt að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar láti sig varða gengi atvinnulífsins og jafnvel einstakra atvinnugreina ef gætt er hófs og jafnræðis og spilling kemst ekki að. Öðru máli gegnir um það þegar stjórnmálamenn fara að skipta sér af einstökum fyrirtækjum. Slíkt er bæði óviðeigandi vegna jafnræðis og felur í sér skammsýni og spillingarhættu. Gott dæmi um óheppileg afskipti stjórnmálamanna af einstökum einkafyrirtækjum felst í herferð forsætisráðherra landsins fyrir áratug gegn einu stærsta fyrirtæki landsins sem hefur notið hylli neytenda en mátti síðar lúta í duftið ásamt mörgum öðrum. Þar var ráðherrann að stíga inn á leikvöll þar sem hann átti ekki heima samkvæmt umboði þjóðarinnar. Annað dæmi gerðist þegar forseti landsins tók að vingast við tiltekna víkinga sem kenndir eru við útrás, mæra sérstaka hæfni þeirra í hástemmdum ræðum, tengja meint afrek þeirra við „rætur íslenskrar menningar" og veita þeim heiðursmerki þjóðarinnar. Um það og annað þessu tengt má lesa nánar í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis frá 2010 (um forsetann sérstaklega í kafla II.4 í 8. bindi). Hvaða úrræði hefur almenningur í landinu þegar ráðamönnum verður fótaskortur með þessum hætti? Við höfum vitaskuld kjörseðilinn en það er því miður ekki nóg, eins og dæmin sanna. Annað úrræði sem okkur stendur til boða er að smíða siðareglur, leiðarljós til að skerpa vitund og viðmið, ígrundaðar reglur sem flestum þykja sjálfsagðar þegar þær eru komnar á blað en geta engu að síður haft mikil og æskileg áhrif, bæði meðan þær eru í mótun og eftir að þær taka gildi. Frambjóðendur sem gefa nú kost á sér í forsetakjöri virðast hafa mismunandi skoðanir á því hvort æskilegt sé að setja forsetaembættinu siðareglur, meðal annars með hliðsjón af reynslu fortíðarinnar. En forseti sem er meðmæltur þessu framfaramáli stuðlar þar með að því að hann og foresetaembættið verði það sameiningartákn sem sundruð og vondauf þjóð þarf á að halda um þessar mundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í samfélögum Vesturlanda nú á dögum eru tvær valdamiðstöðvar helstar. Önnur er á vettvangi stjórnmálanna en hin í viðskiptalífinu, meðal atvinnurekenda. Hún minnir nú á sig daglega í fjölmiðlum okkar með auglýsingum útvegsmanna, sem verða þó ekki til umræðu hér. Það skiptir almenna borgara miklu hvernig samskiptum þessara tveggja miðstöðva er háttað á hverjum tíma. Þannig finnst flestum eðlilegt að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar láti sig varða gengi atvinnulífsins og jafnvel einstakra atvinnugreina ef gætt er hófs og jafnræðis og spilling kemst ekki að. Öðru máli gegnir um það þegar stjórnmálamenn fara að skipta sér af einstökum fyrirtækjum. Slíkt er bæði óviðeigandi vegna jafnræðis og felur í sér skammsýni og spillingarhættu. Gott dæmi um óheppileg afskipti stjórnmálamanna af einstökum einkafyrirtækjum felst í herferð forsætisráðherra landsins fyrir áratug gegn einu stærsta fyrirtæki landsins sem hefur notið hylli neytenda en mátti síðar lúta í duftið ásamt mörgum öðrum. Þar var ráðherrann að stíga inn á leikvöll þar sem hann átti ekki heima samkvæmt umboði þjóðarinnar. Annað dæmi gerðist þegar forseti landsins tók að vingast við tiltekna víkinga sem kenndir eru við útrás, mæra sérstaka hæfni þeirra í hástemmdum ræðum, tengja meint afrek þeirra við „rætur íslenskrar menningar" og veita þeim heiðursmerki þjóðarinnar. Um það og annað þessu tengt má lesa nánar í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis frá 2010 (um forsetann sérstaklega í kafla II.4 í 8. bindi). Hvaða úrræði hefur almenningur í landinu þegar ráðamönnum verður fótaskortur með þessum hætti? Við höfum vitaskuld kjörseðilinn en það er því miður ekki nóg, eins og dæmin sanna. Annað úrræði sem okkur stendur til boða er að smíða siðareglur, leiðarljós til að skerpa vitund og viðmið, ígrundaðar reglur sem flestum þykja sjálfsagðar þegar þær eru komnar á blað en geta engu að síður haft mikil og æskileg áhrif, bæði meðan þær eru í mótun og eftir að þær taka gildi. Frambjóðendur sem gefa nú kost á sér í forsetakjöri virðast hafa mismunandi skoðanir á því hvort æskilegt sé að setja forsetaembættinu siðareglur, meðal annars með hliðsjón af reynslu fortíðarinnar. En forseti sem er meðmæltur þessu framfaramáli stuðlar þar með að því að hann og foresetaembættið verði það sameiningartákn sem sundruð og vondauf þjóð þarf á að halda um þessar mundir.
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar