Komum mynd á mannréttindi Anna Kristinsdóttir skrifar 16. maí 2012 06:00 Í dag 16. maí er mannréttindadagur Reykjavíkurborgar en þennan dag árið 2006 var mannréttindastefna borgarinnar samþykkt. Á þessum degi heiðra Reykvíkingar alla þá sem vinna í þágu mannréttinda og verðlauna um leið einn einstakling, félag eða stofnun sem hefur staðið vörð um mannréttindi tiltekinna hópa með eftirtektarverðum hætti. Sem betur fer er valið erfitt því margir vinna ötullega að því að bæta stöðu þeirra sem standa halloka í samfélaginu. Við sem störfum hjá borginni og borgarbúar erum þakklát þessu fólki. Með því að gera 16. maí að sérstökum mannréttindadegi minna Reykvíkingar á að Reykjavíkurborg hefur einsett sér að standa í fylkingarbrjósti þeirra sem opinberlega gæta mannréttinda. Til að ná því markmiði hefur m.a. verið opnuð sérstök vefsíða tileinkuð mannréttindum (mannrettindi.reykjavik.is) en henni er ætlað að setja mannréttindastefnu Reykjavíkur fram á einfaldan og skýran hátt og að auðvelda borgarbúum að sækja rétt sinn ef þeir telja á sér brotið. Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar var stofnað til að fylgja eftir mannréttindastefnunni. Mannréttindaskrifstofa var jafnhliða sett á fót en hún gætir þess að borgarbúum sé ekki mismunað vegna uppruna, litarháttar, trúarbragða, aldurs, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, efnahags, ætternis, fötlunar eða heilsufars hjá Reykjavíkurborg. Með mannréttindastefnunni var lögð áhersla á að mynda heildstæða sýn í þágu borgarbúa, því mörg tilheyrum við fleiri en einum þeirra hópa sem stefnan nær til. Í dag hefst ljósmyndasamkeppni, á vegum mannréttindaskrifstofunnar, undir slagorðinu „Komum mynd á mannréttindi". Markmið hennar er að vekja athygli á mannréttindum og mikilvægi þess að borgarbúum sé ekki mismunað. Fyrst verður forkeppni á fésbókarsíðu Reykjavíkurborgar og eru allir hvattir til að velja öflugustu myndirnar. Þær myndir sem mest er „líkað við", komast á sýningu sem opnuð verður í Ráðhúsi Reykjavíkur á gleðidaginn 11. ágúst. Þriggja manna dómnefnd mun síðan velja þær þrjár myndir sem skýrast endurspegla kröfuna um mannréttindi. Allar upplýsingar um keppnina er að finna á nýrri vefsíðu Reykjavíkurborgar um mannréttindi og á fésbókarsíðu Reykjavíkurborgar. Mannréttindi verða einungis raunveruleg í samskiptum okkar og athöfnum. Það setur þá skyldu á herðar allra að við virðum mannréttindi. Mannréttindi færa einstaklingum jafnréttindi og virðingu. Þau eru einnig vernd gegn fordómum og ofbeldi. Þess vegna þurfum við öll að axla ábyrgð og berjast gegn fordómum og mismunun og fyrir mannréttindum. Nelson Mandela orðaði þetta svo fallega þegar hann sagði „að vera frjáls snýst ekki einvörðungu um að kasta af sér hlekkjunum heldur snýst það um að virða og efla frelsi annarra". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag 16. maí er mannréttindadagur Reykjavíkurborgar en þennan dag árið 2006 var mannréttindastefna borgarinnar samþykkt. Á þessum degi heiðra Reykvíkingar alla þá sem vinna í þágu mannréttinda og verðlauna um leið einn einstakling, félag eða stofnun sem hefur staðið vörð um mannréttindi tiltekinna hópa með eftirtektarverðum hætti. Sem betur fer er valið erfitt því margir vinna ötullega að því að bæta stöðu þeirra sem standa halloka í samfélaginu. Við sem störfum hjá borginni og borgarbúar erum þakklát þessu fólki. Með því að gera 16. maí að sérstökum mannréttindadegi minna Reykvíkingar á að Reykjavíkurborg hefur einsett sér að standa í fylkingarbrjósti þeirra sem opinberlega gæta mannréttinda. Til að ná því markmiði hefur m.a. verið opnuð sérstök vefsíða tileinkuð mannréttindum (mannrettindi.reykjavik.is) en henni er ætlað að setja mannréttindastefnu Reykjavíkur fram á einfaldan og skýran hátt og að auðvelda borgarbúum að sækja rétt sinn ef þeir telja á sér brotið. Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar var stofnað til að fylgja eftir mannréttindastefnunni. Mannréttindaskrifstofa var jafnhliða sett á fót en hún gætir þess að borgarbúum sé ekki mismunað vegna uppruna, litarháttar, trúarbragða, aldurs, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, efnahags, ætternis, fötlunar eða heilsufars hjá Reykjavíkurborg. Með mannréttindastefnunni var lögð áhersla á að mynda heildstæða sýn í þágu borgarbúa, því mörg tilheyrum við fleiri en einum þeirra hópa sem stefnan nær til. Í dag hefst ljósmyndasamkeppni, á vegum mannréttindaskrifstofunnar, undir slagorðinu „Komum mynd á mannréttindi". Markmið hennar er að vekja athygli á mannréttindum og mikilvægi þess að borgarbúum sé ekki mismunað. Fyrst verður forkeppni á fésbókarsíðu Reykjavíkurborgar og eru allir hvattir til að velja öflugustu myndirnar. Þær myndir sem mest er „líkað við", komast á sýningu sem opnuð verður í Ráðhúsi Reykjavíkur á gleðidaginn 11. ágúst. Þriggja manna dómnefnd mun síðan velja þær þrjár myndir sem skýrast endurspegla kröfuna um mannréttindi. Allar upplýsingar um keppnina er að finna á nýrri vefsíðu Reykjavíkurborgar um mannréttindi og á fésbókarsíðu Reykjavíkurborgar. Mannréttindi verða einungis raunveruleg í samskiptum okkar og athöfnum. Það setur þá skyldu á herðar allra að við virðum mannréttindi. Mannréttindi færa einstaklingum jafnréttindi og virðingu. Þau eru einnig vernd gegn fordómum og ofbeldi. Þess vegna þurfum við öll að axla ábyrgð og berjast gegn fordómum og mismunun og fyrir mannréttindum. Nelson Mandela orðaði þetta svo fallega þegar hann sagði „að vera frjáls snýst ekki einvörðungu um að kasta af sér hlekkjunum heldur snýst það um að virða og efla frelsi annarra".
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun