Háski skapar rokkstemningu 16. maí 2012 14:00 Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari, ásamt grjótinu Háska. fréttablaðið/Stefán Þungarokkssveitin Skálmöld er nú við upptökur á annari breiðskífu sinni, Börnum Loka. Í hljóðverinu má finna risastóran grjóthnullung, sem hljómsveitarmeðlimir nefna Háska og var fluttur þangað með erfiðleikum fyrir tveimur árum. Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari hljómsveitarinnar, segir hlutverk grjótsins vera að skapa réttu stemninguna í hljóðverinu. „Þetta er líklega 150 kíló að þyngd og þriggja manna tak. Tilgangurinn með þessu var fyrst og fremst að hafa gaman af lífinu en líka að skapa þungarokksstemningu í hljóðverinu. En svona í sannleika sagt notum við grjótið helst til að setja fótinn upp á þegar við spilum," útskýrir Snæbjörn. Grjótið fundu nokkrir meðlimir Skálmaldar úti á víðavangi og viðurkennir Snæbjörn að það hafi verið erfitt verk að flytja það í hljóðverið. „Það var ægilegt vesen að koma þessu í skottið á bílnum. Við fluttum þetta svo með okkur til Flex Árnasonar, eiganda hljóðversins, og grjótið hefur verið þar síðan," segir hann og bætir við að Háska verði líklega ekki skilað aftur í bráð. Spurður út í nafnið segir Snæbjörn það mega rekja til orðtaks sem Skálmaldarmenn nota gjarnan við æfingar „Ef hlutirnir ganga ekki nægilega vel upp segjum við stundum að það vanti allan háska í tónlistina og okkur fannst það tilvalið nafn á grjótið." Hraungrýtið er þó ekki það eina sem hljómsveitarmeðlimirnir hafa til að skapa stemningu í hljóðverinu því þar er einnig ískrapvél. „Það er reyndar lítið rokk í krapvélinni en hún er skemmtileg."- sm Lífið Tónlist Mest lesið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Þungarokkssveitin Skálmöld er nú við upptökur á annari breiðskífu sinni, Börnum Loka. Í hljóðverinu má finna risastóran grjóthnullung, sem hljómsveitarmeðlimir nefna Háska og var fluttur þangað með erfiðleikum fyrir tveimur árum. Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari hljómsveitarinnar, segir hlutverk grjótsins vera að skapa réttu stemninguna í hljóðverinu. „Þetta er líklega 150 kíló að þyngd og þriggja manna tak. Tilgangurinn með þessu var fyrst og fremst að hafa gaman af lífinu en líka að skapa þungarokksstemningu í hljóðverinu. En svona í sannleika sagt notum við grjótið helst til að setja fótinn upp á þegar við spilum," útskýrir Snæbjörn. Grjótið fundu nokkrir meðlimir Skálmaldar úti á víðavangi og viðurkennir Snæbjörn að það hafi verið erfitt verk að flytja það í hljóðverið. „Það var ægilegt vesen að koma þessu í skottið á bílnum. Við fluttum þetta svo með okkur til Flex Árnasonar, eiganda hljóðversins, og grjótið hefur verið þar síðan," segir hann og bætir við að Háska verði líklega ekki skilað aftur í bráð. Spurður út í nafnið segir Snæbjörn það mega rekja til orðtaks sem Skálmaldarmenn nota gjarnan við æfingar „Ef hlutirnir ganga ekki nægilega vel upp segjum við stundum að það vanti allan háska í tónlistina og okkur fannst það tilvalið nafn á grjótið." Hraungrýtið er þó ekki það eina sem hljómsveitarmeðlimirnir hafa til að skapa stemningu í hljóðverinu því þar er einnig ískrapvél. „Það er reyndar lítið rokk í krapvélinni en hún er skemmtileg."- sm
Lífið Tónlist Mest lesið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira