Háski skapar rokkstemningu 16. maí 2012 14:00 Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari, ásamt grjótinu Háska. fréttablaðið/Stefán Þungarokkssveitin Skálmöld er nú við upptökur á annari breiðskífu sinni, Börnum Loka. Í hljóðverinu má finna risastóran grjóthnullung, sem hljómsveitarmeðlimir nefna Háska og var fluttur þangað með erfiðleikum fyrir tveimur árum. Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari hljómsveitarinnar, segir hlutverk grjótsins vera að skapa réttu stemninguna í hljóðverinu. „Þetta er líklega 150 kíló að þyngd og þriggja manna tak. Tilgangurinn með þessu var fyrst og fremst að hafa gaman af lífinu en líka að skapa þungarokksstemningu í hljóðverinu. En svona í sannleika sagt notum við grjótið helst til að setja fótinn upp á þegar við spilum," útskýrir Snæbjörn. Grjótið fundu nokkrir meðlimir Skálmaldar úti á víðavangi og viðurkennir Snæbjörn að það hafi verið erfitt verk að flytja það í hljóðverið. „Það var ægilegt vesen að koma þessu í skottið á bílnum. Við fluttum þetta svo með okkur til Flex Árnasonar, eiganda hljóðversins, og grjótið hefur verið þar síðan," segir hann og bætir við að Háska verði líklega ekki skilað aftur í bráð. Spurður út í nafnið segir Snæbjörn það mega rekja til orðtaks sem Skálmaldarmenn nota gjarnan við æfingar „Ef hlutirnir ganga ekki nægilega vel upp segjum við stundum að það vanti allan háska í tónlistina og okkur fannst það tilvalið nafn á grjótið." Hraungrýtið er þó ekki það eina sem hljómsveitarmeðlimirnir hafa til að skapa stemningu í hljóðverinu því þar er einnig ískrapvél. „Það er reyndar lítið rokk í krapvélinni en hún er skemmtileg."- sm Lífið Tónlist Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Þungarokkssveitin Skálmöld er nú við upptökur á annari breiðskífu sinni, Börnum Loka. Í hljóðverinu má finna risastóran grjóthnullung, sem hljómsveitarmeðlimir nefna Háska og var fluttur þangað með erfiðleikum fyrir tveimur árum. Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari hljómsveitarinnar, segir hlutverk grjótsins vera að skapa réttu stemninguna í hljóðverinu. „Þetta er líklega 150 kíló að þyngd og þriggja manna tak. Tilgangurinn með þessu var fyrst og fremst að hafa gaman af lífinu en líka að skapa þungarokksstemningu í hljóðverinu. En svona í sannleika sagt notum við grjótið helst til að setja fótinn upp á þegar við spilum," útskýrir Snæbjörn. Grjótið fundu nokkrir meðlimir Skálmaldar úti á víðavangi og viðurkennir Snæbjörn að það hafi verið erfitt verk að flytja það í hljóðverið. „Það var ægilegt vesen að koma þessu í skottið á bílnum. Við fluttum þetta svo með okkur til Flex Árnasonar, eiganda hljóðversins, og grjótið hefur verið þar síðan," segir hann og bætir við að Háska verði líklega ekki skilað aftur í bráð. Spurður út í nafnið segir Snæbjörn það mega rekja til orðtaks sem Skálmaldarmenn nota gjarnan við æfingar „Ef hlutirnir ganga ekki nægilega vel upp segjum við stundum að það vanti allan háska í tónlistina og okkur fannst það tilvalið nafn á grjótið." Hraungrýtið er þó ekki það eina sem hljómsveitarmeðlimirnir hafa til að skapa stemningu í hljóðverinu því þar er einnig ískrapvél. „Það er reyndar lítið rokk í krapvélinni en hún er skemmtileg."- sm
Lífið Tónlist Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira