Vinkonan í ESB Valborg Ösp Á. Warén skrifar 15. maí 2012 06:00 Stundum velti ég því fyrir mér af hverju ég búi á Íslandi. Einhvern veginn tekst aldrei að gera búsetuskilyrði hér á landi sambærileg við önnur ríki í kringum okkur. Ég á til dæmis vinkonu sem býr í Evrópusambandsríki, en hún keypti sér íbúð þar fyrir nokkrum árum. Ekkert rosalega stóra en „kósí fyrsta íbúð" eins og hún orðaði það sjálf. Ég á líka íbúð sem var keypt fyrir tæpum sex árum og hún er líka svona „kósí fyrsta íbúð". Aðstæður okkar vinkvennanna eru hins vegar ekki svipaðar þegar kemur að eignarhlut í fasteignum okkar eða hvernig þróunin hefur verið á lánagreiðslum. Þó að það sé styttra síðan vinkonan fjárfesti í sinni íbúð þá hafa mánaðargreiðslur hennar lækkað og eignarhlutur hennar hækkað, ekki mikið, en hún eignast allavega hlut í íbúðinni sinni. Staðan er hins vegar önnur hjá mér. Lánið hefur gert lítið annað en að hækka, en það hefur hækkað um tæpar sjö milljónir á sex árum og eignarhlutur minn er stjarnfræðilega lítill, ef hann er nokkur. Svo ofan á allt þetta, þá borgar vinkonan minna í mat og getur keypt sér meira af fötum heldur en ég! En eina af aðalástæðunum fyrir því að húsnæðislán mitt hefur hækkað það mikið að lánið er núna hærra en verðmæti eignarinnar, er hægt að rekja til blessaðrar verðtryggingarinnar. Ég veit ekki með ykkur, en persónulega er ég alveg til í að kveðja verðtrygginguna fyrir fullt og allt og það mun gerast með upptöku evrunnar. Verðtrygging lána er nánast óþekkt fyrirbæri í Evrópu enda talin óþörf. Öðrum þjóðum hefur tekist það sem Íslendingar hafa þráð frá því að seðlar byrjuðu að skipta máli, en það er að búa til sanngjarnt lánakerfi sem býr ekki við sveiflur og hækkanir lána. Fyrir nokkrum árum kom út skýrsla á vegum Neytendasamtakanna og í henni var farið yfir muninn á húsnæðislánum hér á landi og svo í tíu öðrum Evrópuríkjum. Í þessari skýrslu kom fram að það er mun hagstæðara að taka lán í öðrum ríkjum þar sem vextir hér á landi eru allt að sjö prósentum hærri, sem þýðir að meðalfjölskyldan er að greiða mörg hundruð þúsund krónur í vexti á hverju ári. Það er endalaust hægt að tala um sértækt úrræði fyrir heimilin en ég vil lausnir til frambúðar, ég vil geta keypt mér eign og borgað af mínum lánum við hver mánaðamót án þess að lánin hækki um nokkra tugi þúsundkalla mánaðarlega. Með upptöku evrunnar munum við sjá eignarhlut okkar stækka í takt við það sem greitt er af húsnæðislánum. Við munum geta haldið frábær matarboð í íbúðinni sem við eigum eitthvað í og skálað í ódýrara áfengi í fínu, nýju fötunum okkar. Já, eða svona nokkurn veginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Stundum velti ég því fyrir mér af hverju ég búi á Íslandi. Einhvern veginn tekst aldrei að gera búsetuskilyrði hér á landi sambærileg við önnur ríki í kringum okkur. Ég á til dæmis vinkonu sem býr í Evrópusambandsríki, en hún keypti sér íbúð þar fyrir nokkrum árum. Ekkert rosalega stóra en „kósí fyrsta íbúð" eins og hún orðaði það sjálf. Ég á líka íbúð sem var keypt fyrir tæpum sex árum og hún er líka svona „kósí fyrsta íbúð". Aðstæður okkar vinkvennanna eru hins vegar ekki svipaðar þegar kemur að eignarhlut í fasteignum okkar eða hvernig þróunin hefur verið á lánagreiðslum. Þó að það sé styttra síðan vinkonan fjárfesti í sinni íbúð þá hafa mánaðargreiðslur hennar lækkað og eignarhlutur hennar hækkað, ekki mikið, en hún eignast allavega hlut í íbúðinni sinni. Staðan er hins vegar önnur hjá mér. Lánið hefur gert lítið annað en að hækka, en það hefur hækkað um tæpar sjö milljónir á sex árum og eignarhlutur minn er stjarnfræðilega lítill, ef hann er nokkur. Svo ofan á allt þetta, þá borgar vinkonan minna í mat og getur keypt sér meira af fötum heldur en ég! En eina af aðalástæðunum fyrir því að húsnæðislán mitt hefur hækkað það mikið að lánið er núna hærra en verðmæti eignarinnar, er hægt að rekja til blessaðrar verðtryggingarinnar. Ég veit ekki með ykkur, en persónulega er ég alveg til í að kveðja verðtrygginguna fyrir fullt og allt og það mun gerast með upptöku evrunnar. Verðtrygging lána er nánast óþekkt fyrirbæri í Evrópu enda talin óþörf. Öðrum þjóðum hefur tekist það sem Íslendingar hafa þráð frá því að seðlar byrjuðu að skipta máli, en það er að búa til sanngjarnt lánakerfi sem býr ekki við sveiflur og hækkanir lána. Fyrir nokkrum árum kom út skýrsla á vegum Neytendasamtakanna og í henni var farið yfir muninn á húsnæðislánum hér á landi og svo í tíu öðrum Evrópuríkjum. Í þessari skýrslu kom fram að það er mun hagstæðara að taka lán í öðrum ríkjum þar sem vextir hér á landi eru allt að sjö prósentum hærri, sem þýðir að meðalfjölskyldan er að greiða mörg hundruð þúsund krónur í vexti á hverju ári. Það er endalaust hægt að tala um sértækt úrræði fyrir heimilin en ég vil lausnir til frambúðar, ég vil geta keypt mér eign og borgað af mínum lánum við hver mánaðamót án þess að lánin hækki um nokkra tugi þúsundkalla mánaðarlega. Með upptöku evrunnar munum við sjá eignarhlut okkar stækka í takt við það sem greitt er af húsnæðislánum. Við munum geta haldið frábær matarboð í íbúðinni sem við eigum eitthvað í og skálað í ódýrara áfengi í fínu, nýju fötunum okkar. Já, eða svona nokkurn veginn.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun