Skýrar línur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. maí 2012 09:00 Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi birtist landsmönnum í gamalkunnugum, pólitískum árásarham í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gærmorgun. Hann gagnrýndi þar einkum og sér í lagi Þóru Arnórsdóttur mótframbjóðanda sinn býsna harkalega. Hann talar harðar um mótframbjóðendurna en þeir hafa talað um hann. Ólafur ætlar að heyja alvöru kosningabaráttu; opna kosningamiðstöð, fara í fundaherferð um landið, opna heimasíður og nýta samfélagsmiðla eins og flestir mótframbjóðendur hans gera. Þetta kann að koma einhverjum á óvart, því að yfirleitt þegar sitjandi forseti hefur fengið mótframboð hefur hann ekki farið í neinn slag við andstæðingana, heldur gætt orða sinna og haldið áfram að vera forsetalegur. Nú er tilfellið hins vegar að skoðanakannanir sýna að Ólafur getur orðið undir í kosningunum. Hann telur sig því væntanlega ekki eiga annan kost en að bíta frá sér. Og þá kemur heldur ekki á óvart að hann beini spjótum sínum einkum að Þóru, sem samkvæmt könnunum veitir honum harðasta keppni, en tali heldur fallega um aðra frambjóðendur. Ólafur Ragnar hyggst hefja kosningabaráttu sína í sjávarplássinu Grindavík og ætlar greinilega að nýta sér óvinsældir kvótafrumvarpa ríkisstjórnarinnar á landsbyggðinni. Hann gefur í skyn að hann kunni að synja lögum um breytingar á fiskveiðistjórnuninni staðfestingar og segir það mál henta öðrum betur til að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er rétt hjá Ólafi Ragnari að spurningin um þjóðareign á fiskimiðunum og gjald fyrir afnot af þeirri auðlind getur átt fullt erindi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Eins og málið liggur hins vegar nú fyrir á Alþingi, þar sem blandað er saman annars vegar þessu grundvallaratriði og hins vegar margvíslegum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu, liggur það ekki beint við. Sá sem er hlynntur skýrari lagaákvæðum um þjóðareign og afnotarétt getur verið alveg andvígur breytingum á fiskveiðistjórnuninni sem slíkri. Þess vegna er þjóðaratkvæðagreiðsla sem kæmi í kjölfar synjunar forseta á lögunum ekki til þess fallin að leggja skýrar línur í því máli. Ólafur Ragnar ætlar greinilega að spila á óvinsældir núverandi ríkisstjórnar, meðal annars með því að vísa til ummæla andstæðings síns Þóru um að hún telji ekki að forsetinn eigi að ganga gegn utanríkisstefnu sitjandi ríkisstjórnar. Það er auðvitað hans útlegging á hlutverki forsetans og í fullu samræmi við það hvernig hann telur forsetann eiga að reka sjálfstæða pólitík. Þeir mótframbjóðendur hans sem mælast með mest fylgi, Þóra og Ari Trausti Guðmundsson, tala hins vegar fyrir hefðbundnari túlkun á forsetaembættinu og ætla sér augljóslega fremur hlutverk sameiningartáknsins. Ólafur Ragnar hefur rétt fyrir sér um það að í kosningunum eru línur að þessu leyti skýrar. Margir kjósendur munu vafalaust láta það ráða atkvæði sínu hvora útgáfuna af forsetaembættinu þeir kjósa fremur. Hugsanlega mun hinn árásargjarni málflutningur hjálpa Ólafi Ragnari að rétta hlut sinn á þeim tæplega sjö vikum sem eru til kosninga. En það er líka til í dæminu að hann hafi fært öðrum frambjóðendum tækifæri til að setja sig í forsetalegri stellingar með því að afþakka boðið um að láta draga sig ofan í pólitíska drullupollinn sem forsetinn ætlar nú greinilega að ösla í gegnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Ólafur Stephensen Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi birtist landsmönnum í gamalkunnugum, pólitískum árásarham í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gærmorgun. Hann gagnrýndi þar einkum og sér í lagi Þóru Arnórsdóttur mótframbjóðanda sinn býsna harkalega. Hann talar harðar um mótframbjóðendurna en þeir hafa talað um hann. Ólafur ætlar að heyja alvöru kosningabaráttu; opna kosningamiðstöð, fara í fundaherferð um landið, opna heimasíður og nýta samfélagsmiðla eins og flestir mótframbjóðendur hans gera. Þetta kann að koma einhverjum á óvart, því að yfirleitt þegar sitjandi forseti hefur fengið mótframboð hefur hann ekki farið í neinn slag við andstæðingana, heldur gætt orða sinna og haldið áfram að vera forsetalegur. Nú er tilfellið hins vegar að skoðanakannanir sýna að Ólafur getur orðið undir í kosningunum. Hann telur sig því væntanlega ekki eiga annan kost en að bíta frá sér. Og þá kemur heldur ekki á óvart að hann beini spjótum sínum einkum að Þóru, sem samkvæmt könnunum veitir honum harðasta keppni, en tali heldur fallega um aðra frambjóðendur. Ólafur Ragnar hyggst hefja kosningabaráttu sína í sjávarplássinu Grindavík og ætlar greinilega að nýta sér óvinsældir kvótafrumvarpa ríkisstjórnarinnar á landsbyggðinni. Hann gefur í skyn að hann kunni að synja lögum um breytingar á fiskveiðistjórnuninni staðfestingar og segir það mál henta öðrum betur til að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er rétt hjá Ólafi Ragnari að spurningin um þjóðareign á fiskimiðunum og gjald fyrir afnot af þeirri auðlind getur átt fullt erindi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Eins og málið liggur hins vegar nú fyrir á Alþingi, þar sem blandað er saman annars vegar þessu grundvallaratriði og hins vegar margvíslegum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu, liggur það ekki beint við. Sá sem er hlynntur skýrari lagaákvæðum um þjóðareign og afnotarétt getur verið alveg andvígur breytingum á fiskveiðistjórnuninni sem slíkri. Þess vegna er þjóðaratkvæðagreiðsla sem kæmi í kjölfar synjunar forseta á lögunum ekki til þess fallin að leggja skýrar línur í því máli. Ólafur Ragnar ætlar greinilega að spila á óvinsældir núverandi ríkisstjórnar, meðal annars með því að vísa til ummæla andstæðings síns Þóru um að hún telji ekki að forsetinn eigi að ganga gegn utanríkisstefnu sitjandi ríkisstjórnar. Það er auðvitað hans útlegging á hlutverki forsetans og í fullu samræmi við það hvernig hann telur forsetann eiga að reka sjálfstæða pólitík. Þeir mótframbjóðendur hans sem mælast með mest fylgi, Þóra og Ari Trausti Guðmundsson, tala hins vegar fyrir hefðbundnari túlkun á forsetaembættinu og ætla sér augljóslega fremur hlutverk sameiningartáknsins. Ólafur Ragnar hefur rétt fyrir sér um það að í kosningunum eru línur að þessu leyti skýrar. Margir kjósendur munu vafalaust láta það ráða atkvæði sínu hvora útgáfuna af forsetaembættinu þeir kjósa fremur. Hugsanlega mun hinn árásargjarni málflutningur hjálpa Ólafi Ragnari að rétta hlut sinn á þeim tæplega sjö vikum sem eru til kosninga. En það er líka til í dæminu að hann hafi fært öðrum frambjóðendum tækifæri til að setja sig í forsetalegri stellingar með því að afþakka boðið um að láta draga sig ofan í pólitíska drullupollinn sem forsetinn ætlar nú greinilega að ösla í gegnum.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun