Um smálán Árni Páll Árnason skrifar 10. maí 2012 06:00 Allt frá því að smálánafyrirtæki hófu innreið sína á íslenskan lánamarkað höfum við leitað leiða til að koma böndum á starfsemi þeirra og skapa henni eðlileg mörk. Í fyrra lagði ég fram frumvarp þess efnis, sem dagaði uppi á Alþingi. Þá hófst í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu undirbúningur að því að regla starfsemi smálánafyrirtækjanna innan ramma nýrra laga um neytendalán, eins og nú er lagt til í nýju frumvarpi. Það er mikilvægt að muna hvers vegna ástæða er til að setja hömlur á umsvif smálánafyrirtækja. Lærdómur okkar af nýafstöðnu hruni og útlánabólu í aðdraganda þess á að vera sá að við krefjum fjármálafyrirtæki um ábyrga viðskiptahætti. Við viljum ekki að fólk sé hvatt til ofskuldsetningar. Við viljum að lán séu einungis veitt þeim sem gerir sér glögga grein fyrir ábyrgðinni sem í lántökunni felst og að vaxtakjör og skilmálar séu öllum ljósir. Við vitum nefnilega af fenginni reynslu að lán getur verið bölvað ólán. Smálánafyrirtækin gera ekkert af þessu. Þau lána ekki til verðmætamyndunar, heldur til að bjarga neysluþörf fyrir horn. Lánað er til stutts tíma með gríðarlegum okurvöxtum. Ekki er kannaður bakgrunnur lántaka og í auglýsingum er lögð áhersla á einfaldleika og tafarlausa afgreiðslu allan sólarhringinn. Beint er þannig höfðað til þeirra sem ekki hafa forsendur til að meta afleiðingar lántökunnar og til þeirra sem eru orðnir uppiskroppa með skotsilfur á öldurhúsi um miðja nótt. Hámarksupphæð sem veitt er að láni í hvert skipti er svo lág að allar líkur eru á að foreldrar og aðstandendur hlaupi undir bagga með skuldurum, ef þeir eru ekki í færum til að standa skil á okurvöxtunum. Þannig getur svikamyllan haldið áfram. Nú reynir á að Alþingi stemmi þessa á að ósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Allt frá því að smálánafyrirtæki hófu innreið sína á íslenskan lánamarkað höfum við leitað leiða til að koma böndum á starfsemi þeirra og skapa henni eðlileg mörk. Í fyrra lagði ég fram frumvarp þess efnis, sem dagaði uppi á Alþingi. Þá hófst í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu undirbúningur að því að regla starfsemi smálánafyrirtækjanna innan ramma nýrra laga um neytendalán, eins og nú er lagt til í nýju frumvarpi. Það er mikilvægt að muna hvers vegna ástæða er til að setja hömlur á umsvif smálánafyrirtækja. Lærdómur okkar af nýafstöðnu hruni og útlánabólu í aðdraganda þess á að vera sá að við krefjum fjármálafyrirtæki um ábyrga viðskiptahætti. Við viljum ekki að fólk sé hvatt til ofskuldsetningar. Við viljum að lán séu einungis veitt þeim sem gerir sér glögga grein fyrir ábyrgðinni sem í lántökunni felst og að vaxtakjör og skilmálar séu öllum ljósir. Við vitum nefnilega af fenginni reynslu að lán getur verið bölvað ólán. Smálánafyrirtækin gera ekkert af þessu. Þau lána ekki til verðmætamyndunar, heldur til að bjarga neysluþörf fyrir horn. Lánað er til stutts tíma með gríðarlegum okurvöxtum. Ekki er kannaður bakgrunnur lántaka og í auglýsingum er lögð áhersla á einfaldleika og tafarlausa afgreiðslu allan sólarhringinn. Beint er þannig höfðað til þeirra sem ekki hafa forsendur til að meta afleiðingar lántökunnar og til þeirra sem eru orðnir uppiskroppa með skotsilfur á öldurhúsi um miðja nótt. Hámarksupphæð sem veitt er að láni í hvert skipti er svo lág að allar líkur eru á að foreldrar og aðstandendur hlaupi undir bagga með skuldurum, ef þeir eru ekki í færum til að standa skil á okurvöxtunum. Þannig getur svikamyllan haldið áfram. Nú reynir á að Alþingi stemmi þessa á að ósi.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun