Landsvæði borga ekki skatta Bolli Héðinsson skrifar 9. maí 2012 06:00 Spurningin um hvort útgerð beri að borga eiganda fiskimiðanna, þjóðinni, auðlindagjald eða ekki, stendur ekki um hvort einstök landsvæði borgi gjaldið, því skattur er ekki lagður á landssvæði, heldur eru skattar greiddir af einstaklingum. Þannig stendur spurningin um það hvort heppilegra sé að arðinum af fiskveiðunum sé varið til persónulegra þarfa útgerðarmannsins eða hvort nýta eigi arðinn til samgöngumála á borð við jarðgangnagerð og í vegabætur. Það er hinn raunverulegi valkostur sem við stöndum frammi fyrir. Þó svo að vilji sé fyrir því að tryggja áframhaldandi auðlegð einhverra einstaklinga sem eiga lögheimili annars staðar en í Reykjavík þá er það ekki nokkur trygging fyrir því að viðkomandi einstaklingur (sem sleppt yrði við auðlindagjald) noti þá aukalegu fjármuni sem hann hefur úr að spila til uppbyggingar þar á staðnum. Þvert á móti sýndi reynslan í góðærinu annað. Umframfjármunirnir (auðlindarentan) sem með réttu hefðu átt að renna til verkefna í þágu þjóðarinnar voru gjarnan nýttir til gæluverkefna, einhvers konar „útrásar" með afleiðingum sem okkur eru öllum kunnar. Upphafið að endi rökræðunnarUpphafið að endi allrar skynsemdarumræðu hér á landi er þegar annar deiluaðila segir: „ertu þá á móti landsbyggðinni?" Um leið og farið er að tengja skoðanaskipti því hvort menn séu hugsanlega andsnúnir landsbyggð eða ekki (eins fáránlega og það hljómar) þá hefur tekist að jarða rökræðuna og umræðan snýst um allt annað en hagsmuni landsbyggðar og þjóðar. Spurningin um auðlindagjald hefur ekkert með landsvæði að gera heldur aðeins hvort hlífa eigi nokkrum einstaklingum sem skráðir eru til heimilis á tilteknum stað við því að borga afnotagjald af fiskveiðiauðlindinni eða hvort krefja eigi þá um leigugjald af sameign þjóðarinnar svo það megi nota til samfélagslegra verkefna. Umræðan um auðlindagjaldið er núna stödd í þeim farvegi sem hún hefði átt að vera í við upphaf kjörtímabils ríkisstjórnarinnar. Sú leið sem stjórnvöld hafa lagt til er því miður ekki nægjanlega einföld og gegnsæ og stenst ekki kröfur um hámörkun á arðbærni greinarinnar. Umræðan sem spunnist hefur í kjölfar þess að frumvarpið hefur verið lagt fram og viðbrögð hagsmunaaðila sem einskis svífast og láta gremju sína bitna á þeim er síst skyldi, starfsfólki sínu, hefur aftur á móti fært okkur heim sanninn um hversu brýnt er að innkalla aflaheimildirnar svo ekki leiki vafi á eignarhaldi og ráðstöfunarrétti þjóðarinnar á fiskveiðiheimildunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Spurningin um hvort útgerð beri að borga eiganda fiskimiðanna, þjóðinni, auðlindagjald eða ekki, stendur ekki um hvort einstök landsvæði borgi gjaldið, því skattur er ekki lagður á landssvæði, heldur eru skattar greiddir af einstaklingum. Þannig stendur spurningin um það hvort heppilegra sé að arðinum af fiskveiðunum sé varið til persónulegra þarfa útgerðarmannsins eða hvort nýta eigi arðinn til samgöngumála á borð við jarðgangnagerð og í vegabætur. Það er hinn raunverulegi valkostur sem við stöndum frammi fyrir. Þó svo að vilji sé fyrir því að tryggja áframhaldandi auðlegð einhverra einstaklinga sem eiga lögheimili annars staðar en í Reykjavík þá er það ekki nokkur trygging fyrir því að viðkomandi einstaklingur (sem sleppt yrði við auðlindagjald) noti þá aukalegu fjármuni sem hann hefur úr að spila til uppbyggingar þar á staðnum. Þvert á móti sýndi reynslan í góðærinu annað. Umframfjármunirnir (auðlindarentan) sem með réttu hefðu átt að renna til verkefna í þágu þjóðarinnar voru gjarnan nýttir til gæluverkefna, einhvers konar „útrásar" með afleiðingum sem okkur eru öllum kunnar. Upphafið að endi rökræðunnarUpphafið að endi allrar skynsemdarumræðu hér á landi er þegar annar deiluaðila segir: „ertu þá á móti landsbyggðinni?" Um leið og farið er að tengja skoðanaskipti því hvort menn séu hugsanlega andsnúnir landsbyggð eða ekki (eins fáránlega og það hljómar) þá hefur tekist að jarða rökræðuna og umræðan snýst um allt annað en hagsmuni landsbyggðar og þjóðar. Spurningin um auðlindagjald hefur ekkert með landsvæði að gera heldur aðeins hvort hlífa eigi nokkrum einstaklingum sem skráðir eru til heimilis á tilteknum stað við því að borga afnotagjald af fiskveiðiauðlindinni eða hvort krefja eigi þá um leigugjald af sameign þjóðarinnar svo það megi nota til samfélagslegra verkefna. Umræðan um auðlindagjaldið er núna stödd í þeim farvegi sem hún hefði átt að vera í við upphaf kjörtímabils ríkisstjórnarinnar. Sú leið sem stjórnvöld hafa lagt til er því miður ekki nægjanlega einföld og gegnsæ og stenst ekki kröfur um hámörkun á arðbærni greinarinnar. Umræðan sem spunnist hefur í kjölfar þess að frumvarpið hefur verið lagt fram og viðbrögð hagsmunaaðila sem einskis svífast og láta gremju sína bitna á þeim er síst skyldi, starfsfólki sínu, hefur aftur á móti fært okkur heim sanninn um hversu brýnt er að innkalla aflaheimildirnar svo ekki leiki vafi á eignarhaldi og ráðstöfunarrétti þjóðarinnar á fiskveiðiheimildunum.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar