Það er töff að nota hjálm Aðalheiður Dögg Finnsdóttir skrifar 5. maí 2012 06:00 Nú þegar sumardagurinn fyrsti hefur gengið í garð með hækkandi sól og batnandi veðri fylgir óhjákvæmilega aukin útivist, til að mynda hjólreiðar. Alltaf er brýnt fyrir börnum að nota hjálm, sama hvaða farartæki þau kjósa sér, reiðhjól, hjólabretti, línuskauta eða hlaupahjól. Hinir eldri, ábyrgðarfullu, brýna fyrir þeim yngri. Ekki virðist það þó skipta jafn miklu máli fyrir fullorðna að nota hjálm. Hrósa skal þeim sem gera það og sýna þar með gott fordæmi. Það sem virðist einkenna einstaklinga sem nota ekki hjálm er sú hugsun að ekkert komi fyrir þá, þeir fari varlega og sumum finnst einfaldlega ljótt að vera með hjálm. Það þykir ekki töff. Hins vegar er það sem er í rauninni ekki töff er að gleyma því að slysin gera ekki boð á undan sér og að þau geta haft alvarlegar afleiðingar. Fólk lærir yfirleitt af reynslunni en það sem er óskiljanlegt er af hverju eitthvað slæmt þurfi að gerast til þess að fullorðið fólk noti öryggisbúnað. Þetta þekki ég persónulega allt of vel. Fyrir þremur árum hugsaði ég ekki mikið út í notkun hjálma og tók yfirleitt ekki eftir því hvort annað fólk notaði hjálm. Það breyttist í maí árið 2009. Keyrt var á yngri systur mína þegar hún hjólaði yfir gatnamót. Hún var ekki með hjálm. Algert slys var um að ræða, slys sem gerir ekki boð á undan sér. Eftir slysið tók við sjúkrahúsdvöl, sjúkraþjálfari og óteljandi læknisheimsóknir. Hún missti hreyfigetu í vinstri fæti, sjónin skertist og einbeitingarleysi og þróttleysi gerðu vart við sig. Þetta eru dæmi um þau líkamlegu einkenni sem hún þurfti að vinna sig upp úr svo ekki sé minnst á andlega heilsu sem hún þurfti einnig að vinna í. Afleyðingar slyssins draga enn dilk á eftir sér og mun ýmis konar skert líkamsgeta hrjá hana allt hennar líf. Slysið hafði ekki einungis áhrif á hana heldur einnig fjölskyldu og vini. Hugsunarháttur og viðhorf margra breyttist talsvert. Sama reglan gildir um bílbelti og hjálma, sama hversu stutt þú ert að fara og hversu varlega þú ferð veistu aldrei hvenær slysin verða. Ég er búin að læra af reynslunni og mun alltaf nota hjálm. Biðla ég til ykkar hjólreiðamanna, yngri sem eldri, að nota hjálm. Það eru forréttindi að vera heilbrigður. Það er töff að nota hjálm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar sumardagurinn fyrsti hefur gengið í garð með hækkandi sól og batnandi veðri fylgir óhjákvæmilega aukin útivist, til að mynda hjólreiðar. Alltaf er brýnt fyrir börnum að nota hjálm, sama hvaða farartæki þau kjósa sér, reiðhjól, hjólabretti, línuskauta eða hlaupahjól. Hinir eldri, ábyrgðarfullu, brýna fyrir þeim yngri. Ekki virðist það þó skipta jafn miklu máli fyrir fullorðna að nota hjálm. Hrósa skal þeim sem gera það og sýna þar með gott fordæmi. Það sem virðist einkenna einstaklinga sem nota ekki hjálm er sú hugsun að ekkert komi fyrir þá, þeir fari varlega og sumum finnst einfaldlega ljótt að vera með hjálm. Það þykir ekki töff. Hins vegar er það sem er í rauninni ekki töff er að gleyma því að slysin gera ekki boð á undan sér og að þau geta haft alvarlegar afleiðingar. Fólk lærir yfirleitt af reynslunni en það sem er óskiljanlegt er af hverju eitthvað slæmt þurfi að gerast til þess að fullorðið fólk noti öryggisbúnað. Þetta þekki ég persónulega allt of vel. Fyrir þremur árum hugsaði ég ekki mikið út í notkun hjálma og tók yfirleitt ekki eftir því hvort annað fólk notaði hjálm. Það breyttist í maí árið 2009. Keyrt var á yngri systur mína þegar hún hjólaði yfir gatnamót. Hún var ekki með hjálm. Algert slys var um að ræða, slys sem gerir ekki boð á undan sér. Eftir slysið tók við sjúkrahúsdvöl, sjúkraþjálfari og óteljandi læknisheimsóknir. Hún missti hreyfigetu í vinstri fæti, sjónin skertist og einbeitingarleysi og þróttleysi gerðu vart við sig. Þetta eru dæmi um þau líkamlegu einkenni sem hún þurfti að vinna sig upp úr svo ekki sé minnst á andlega heilsu sem hún þurfti einnig að vinna í. Afleyðingar slyssins draga enn dilk á eftir sér og mun ýmis konar skert líkamsgeta hrjá hana allt hennar líf. Slysið hafði ekki einungis áhrif á hana heldur einnig fjölskyldu og vini. Hugsunarháttur og viðhorf margra breyttist talsvert. Sama reglan gildir um bílbelti og hjálma, sama hversu stutt þú ert að fara og hversu varlega þú ferð veistu aldrei hvenær slysin verða. Ég er búin að læra af reynslunni og mun alltaf nota hjálm. Biðla ég til ykkar hjólreiðamanna, yngri sem eldri, að nota hjálm. Það eru forréttindi að vera heilbrigður. Það er töff að nota hjálm.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar