Frasinn "leiða þjóðina saman – sameina þjóðina“ Hannes Bjarnason skrifar 2. maí 2012 08:00 Öll viljum við forsetaframbjóðendurnir sameina þjóðina eða þá leiða þjóðina saman. Öll erum við með þetta á stefnuskrá okkar í einu eða öðru formi. Fagurt og háleitt markmið í sjálfu sér og eitthvað sem við sjálfsagt höldum að hljómi vel í eyrum þjóðarinnar. En er þetta eitthvað annað en frasi sem við, forsetaframbjóðendurnir, æfum inn og sláum bæði til hægri og vinstri með? Get bara svarað því fyrir sjálfan mig en tel mig þó á engan hátt vera svo frábrugðinn hinum forsetaefnunum þegar allt kemur til alls. Ég lagði upp í ferð um landið fullur af eldmóði og taldi mig svo sem vita ýmislegt um ýmislegt. Þar á meðal hafði ég hugmyndir í farteskinu um hvað ég vildi leitast við að sameina í fari þjóðarinnar eða þá hvernig ég myndi vilja leiða þjóðina saman. Varla var ég kominn út af Reykjavíkursvæðinu þegar ég hnaut um fyrstu steinvöluna. Tók fólk tali og hlustaði á það sem það hafði að segja. Af því réð ég fljótt að öll þau stóru orð og viska sem ég hafði tileinkað mér voru lítið annað en frasi án innihalds. Hinar gömlu átakalínur eiga sér lengri sögu en svo að við getum kennt efnahagshruninu um. Þær hafa lifað í þjóðinni í áratugi og hafa birst í margri mynd gegnum árin. Stundum eru það pólitískar umræður sem valda sárindum, stundum birtast átakalínurnar í líki landsbyggðar og þéttbýlis, stundum birtast átakalínurnar fjölskyldna á milli. Margfeldið er svo óendanlegt. Vissulega er það rétt að sundurleitir hópar standa hver á sínu og virðast afleiðingar þessa vera sár sem aldrei fá frið til að gróa – og kannski er það einmitt meiningin. Vissulega er það rétt að við verðum að bera virðingu hvert fyrir öðru og ekki minnst okkur sjálfum. Og vissulega er það rétt að við verðum að vinna að jöfnuði og virðingu okkar á milli. En umfram allt verðum við að tala saman og leggja okkur fram við það að læra um og skilja sjónarmið hvert annars. Viðurkenning á mismunandi sjónarmiðum og skilningur á því að við þurfum ekki öll að vera eins, hugsa eins eða haga okkur eins. Það er grunnsteinn sterkrar þjóðarsálar, þjóðarsálar sem getur lifað í sátt og samlyndi við sjálfa sig og aðra. Í hringferð minni um landið hef ég komist að því að ýmislegt veit ég – en mest á ég eftir ólært! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Öll viljum við forsetaframbjóðendurnir sameina þjóðina eða þá leiða þjóðina saman. Öll erum við með þetta á stefnuskrá okkar í einu eða öðru formi. Fagurt og háleitt markmið í sjálfu sér og eitthvað sem við sjálfsagt höldum að hljómi vel í eyrum þjóðarinnar. En er þetta eitthvað annað en frasi sem við, forsetaframbjóðendurnir, æfum inn og sláum bæði til hægri og vinstri með? Get bara svarað því fyrir sjálfan mig en tel mig þó á engan hátt vera svo frábrugðinn hinum forsetaefnunum þegar allt kemur til alls. Ég lagði upp í ferð um landið fullur af eldmóði og taldi mig svo sem vita ýmislegt um ýmislegt. Þar á meðal hafði ég hugmyndir í farteskinu um hvað ég vildi leitast við að sameina í fari þjóðarinnar eða þá hvernig ég myndi vilja leiða þjóðina saman. Varla var ég kominn út af Reykjavíkursvæðinu þegar ég hnaut um fyrstu steinvöluna. Tók fólk tali og hlustaði á það sem það hafði að segja. Af því réð ég fljótt að öll þau stóru orð og viska sem ég hafði tileinkað mér voru lítið annað en frasi án innihalds. Hinar gömlu átakalínur eiga sér lengri sögu en svo að við getum kennt efnahagshruninu um. Þær hafa lifað í þjóðinni í áratugi og hafa birst í margri mynd gegnum árin. Stundum eru það pólitískar umræður sem valda sárindum, stundum birtast átakalínurnar í líki landsbyggðar og þéttbýlis, stundum birtast átakalínurnar fjölskyldna á milli. Margfeldið er svo óendanlegt. Vissulega er það rétt að sundurleitir hópar standa hver á sínu og virðast afleiðingar þessa vera sár sem aldrei fá frið til að gróa – og kannski er það einmitt meiningin. Vissulega er það rétt að við verðum að bera virðingu hvert fyrir öðru og ekki minnst okkur sjálfum. Og vissulega er það rétt að við verðum að vinna að jöfnuði og virðingu okkar á milli. En umfram allt verðum við að tala saman og leggja okkur fram við það að læra um og skilja sjónarmið hvert annars. Viðurkenning á mismunandi sjónarmiðum og skilningur á því að við þurfum ekki öll að vera eins, hugsa eins eða haga okkur eins. Það er grunnsteinn sterkrar þjóðarsálar, þjóðarsálar sem getur lifað í sátt og samlyndi við sjálfa sig og aðra. Í hringferð minni um landið hef ég komist að því að ýmislegt veit ég – en mest á ég eftir ólært!
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun