Frasinn "leiða þjóðina saman – sameina þjóðina“ Hannes Bjarnason skrifar 2. maí 2012 08:00 Öll viljum við forsetaframbjóðendurnir sameina þjóðina eða þá leiða þjóðina saman. Öll erum við með þetta á stefnuskrá okkar í einu eða öðru formi. Fagurt og háleitt markmið í sjálfu sér og eitthvað sem við sjálfsagt höldum að hljómi vel í eyrum þjóðarinnar. En er þetta eitthvað annað en frasi sem við, forsetaframbjóðendurnir, æfum inn og sláum bæði til hægri og vinstri með? Get bara svarað því fyrir sjálfan mig en tel mig þó á engan hátt vera svo frábrugðinn hinum forsetaefnunum þegar allt kemur til alls. Ég lagði upp í ferð um landið fullur af eldmóði og taldi mig svo sem vita ýmislegt um ýmislegt. Þar á meðal hafði ég hugmyndir í farteskinu um hvað ég vildi leitast við að sameina í fari þjóðarinnar eða þá hvernig ég myndi vilja leiða þjóðina saman. Varla var ég kominn út af Reykjavíkursvæðinu þegar ég hnaut um fyrstu steinvöluna. Tók fólk tali og hlustaði á það sem það hafði að segja. Af því réð ég fljótt að öll þau stóru orð og viska sem ég hafði tileinkað mér voru lítið annað en frasi án innihalds. Hinar gömlu átakalínur eiga sér lengri sögu en svo að við getum kennt efnahagshruninu um. Þær hafa lifað í þjóðinni í áratugi og hafa birst í margri mynd gegnum árin. Stundum eru það pólitískar umræður sem valda sárindum, stundum birtast átakalínurnar í líki landsbyggðar og þéttbýlis, stundum birtast átakalínurnar fjölskyldna á milli. Margfeldið er svo óendanlegt. Vissulega er það rétt að sundurleitir hópar standa hver á sínu og virðast afleiðingar þessa vera sár sem aldrei fá frið til að gróa – og kannski er það einmitt meiningin. Vissulega er það rétt að við verðum að bera virðingu hvert fyrir öðru og ekki minnst okkur sjálfum. Og vissulega er það rétt að við verðum að vinna að jöfnuði og virðingu okkar á milli. En umfram allt verðum við að tala saman og leggja okkur fram við það að læra um og skilja sjónarmið hvert annars. Viðurkenning á mismunandi sjónarmiðum og skilningur á því að við þurfum ekki öll að vera eins, hugsa eins eða haga okkur eins. Það er grunnsteinn sterkrar þjóðarsálar, þjóðarsálar sem getur lifað í sátt og samlyndi við sjálfa sig og aðra. Í hringferð minni um landið hef ég komist að því að ýmislegt veit ég – en mest á ég eftir ólært! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Öll viljum við forsetaframbjóðendurnir sameina þjóðina eða þá leiða þjóðina saman. Öll erum við með þetta á stefnuskrá okkar í einu eða öðru formi. Fagurt og háleitt markmið í sjálfu sér og eitthvað sem við sjálfsagt höldum að hljómi vel í eyrum þjóðarinnar. En er þetta eitthvað annað en frasi sem við, forsetaframbjóðendurnir, æfum inn og sláum bæði til hægri og vinstri með? Get bara svarað því fyrir sjálfan mig en tel mig þó á engan hátt vera svo frábrugðinn hinum forsetaefnunum þegar allt kemur til alls. Ég lagði upp í ferð um landið fullur af eldmóði og taldi mig svo sem vita ýmislegt um ýmislegt. Þar á meðal hafði ég hugmyndir í farteskinu um hvað ég vildi leitast við að sameina í fari þjóðarinnar eða þá hvernig ég myndi vilja leiða þjóðina saman. Varla var ég kominn út af Reykjavíkursvæðinu þegar ég hnaut um fyrstu steinvöluna. Tók fólk tali og hlustaði á það sem það hafði að segja. Af því réð ég fljótt að öll þau stóru orð og viska sem ég hafði tileinkað mér voru lítið annað en frasi án innihalds. Hinar gömlu átakalínur eiga sér lengri sögu en svo að við getum kennt efnahagshruninu um. Þær hafa lifað í þjóðinni í áratugi og hafa birst í margri mynd gegnum árin. Stundum eru það pólitískar umræður sem valda sárindum, stundum birtast átakalínurnar í líki landsbyggðar og þéttbýlis, stundum birtast átakalínurnar fjölskyldna á milli. Margfeldið er svo óendanlegt. Vissulega er það rétt að sundurleitir hópar standa hver á sínu og virðast afleiðingar þessa vera sár sem aldrei fá frið til að gróa – og kannski er það einmitt meiningin. Vissulega er það rétt að við verðum að bera virðingu hvert fyrir öðru og ekki minnst okkur sjálfum. Og vissulega er það rétt að við verðum að vinna að jöfnuði og virðingu okkar á milli. En umfram allt verðum við að tala saman og leggja okkur fram við það að læra um og skilja sjónarmið hvert annars. Viðurkenning á mismunandi sjónarmiðum og skilningur á því að við þurfum ekki öll að vera eins, hugsa eins eða haga okkur eins. Það er grunnsteinn sterkrar þjóðarsálar, þjóðarsálar sem getur lifað í sátt og samlyndi við sjálfa sig og aðra. Í hringferð minni um landið hef ég komist að því að ýmislegt veit ég – en mest á ég eftir ólært!
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar