
Skipulagsdagar leikskóla - sjónarmið leikskólakennara
Fjölgun skipulagsdaga úr fimm í sex hjá leikskólum Reykjavíkurborgar á sér að minnsta kosti fjögur sjónarmið. Sjónarmið atvinnulífsins, rekstaraðila, foreldra og leikskólakennara. Ég ætla að skýra aðeins frá sjónarmiði leikskólakennarans. Það vita vonandi flestir að leikskólinn er fyrsta skólastigið. Þar fer fram kennsla allan daginn og við hana fléttast umönnun og umhyggja sem eru nauðsynlegir þættir til þess að einstaklingurinn nemi það sem er verið að kenna honum. Kennslu þarf að undirbúa og þess vegna hefur leikskólakennarinn 4-5 klst. á viku til undirbúnings. Það er mjög lítið ef við miðum við önnur skólastig. Skólastarfið þarf að skipuleggja og þess vegna eru skipulagsdagar. Það er því miður ekki hægt að skipuleggja starfið á meðan að börnin eru í leikskólanum. Skipulagsdagar eru meðal annars notaðir til að útfæra skólanámsskrár og starfsáætlanir. Nú á dögunum kom út ný aðalnámskrá leikskóla sem mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út. Eðlilega eru ærin verkefni fyrir höndum að innleiða hana og laga að skólanámskrá hvers leikskóla fyrir sig.
Ég ætla ekki að gera lítið úr þeim óþægindum sem foreldrar geta lent í vegna starfsdaga skóla. Starfsdagar skóla geta verið erfið viðbót við veikindi barna og fleiri óumflýjanlega þætti sem leiða til fjarvista frá vinnu. Flestir foreldrar gera sér samt grein fyrir mikilvægi þess að faglega sé staðið að menntun barna þeirra. Þeir gera sér flestir grein fyrir því að skólastarf þarf að skipuleggja þegar að nemendurnir eru ekki í skólanum. Leikskólakennarar vita að ábyrgð þeirra er mikil að nýta þessa fáu starfsdaga sem best með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Kannski geta Samtök atvinnulífsins lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að auðvelda foreldrum að vera heima með börnin sín á starfsdögum án þess að þurfa nota orlofsdagana sína.
En hvað er annað til ráða? Það er ljóst í mínum huga að starfsdögum og tækifærum leikskólakennara til að viðhalda gæðum, fagmennsku og þróa framsækið skólastig þarf að fjölga en ekki fækka. Sú var tíðin að fastir starfsmannafundir, utan dagvinnumarka, voru haldnir mánaðarlega allt skólaárið. Það voru að mínu mati mjög góðir fundir sem nýttust vel til að vinna að ýmsum þáttum sem tengdust leikskólastarfinu. Eins væri hægt að ráða inn fleiri leikskólakennara til þess að hægt væri að vinna í teymisvinnu á starfstíma skóla að faglegri þróun allt skólaárið samhliða kennslu. Hægt væri að skipuleggja slíka þróunarvinnu ef mannaflinn væri nægur. Fyrst þyrfti reyndar að gera átak í að fjölga leikskólakennurum sem útskrifast úr HÍ og HA um 180 á ári til að viðhalda stéttinni og uppfylla lög um að lágmarki 2/3 hluta leikskólakennara af starfsfólki leikskóla. Allt kostar þetta peninga og þeir virðast vera af skornum skammti þegar horft er til leikskólans.
Ég er handviss um að fyrir hrun var að skapast markaður fyrir 24 stunda leikskóla á Íslandi. Honum hefði fylgt frí heimsendingarþjónusta. Við hefðum getað fyllt leikskólann af börnum upptekinna foreldra. Foreldra sem voru í krefjandi vinnu og þurftu að vinna mikið. Foreldra sem hefðu ekki tíma til að grilla. Foreldra sem þyrftu að græða á daginn og græða á kvöldin. Nú er ég bæði ósanngjarn og ósmekklegur. Það hlýtur samt að vera markmið flestra að búa til fjölskylduvænt þjóðfélag. Ég er ekkert viss um að fókusinn í uppbyggingunni eftir hrun sé endilega svo mikill á það. Við verðum að búa til samfélag sem dansar í takt. Atvinnulífið verður að auðvelda foreldrum að geta verið með börnunum sínum á starfsdögum skóla án þess að tefla fjárhag heimilisins í hættu.
Skoðun

Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB?
Sveinn Ólafsson skrifar

Sama steypan
Ingólfur Sverrisson skrifar

Ofbeldi gagnvart eldra fólki
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Að taka ekki mark á sjálfum sér
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri borg
Alexandra Briem skrifar

Að eiga sæti við borðið
Grímur Grímsson skrifar

Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Íþróttir eru lykilinn
Willum Þór Þórsson skrifar

Framtíð safna í ferðaþjónustu
Guðrún D. Whitehead skrifar

Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp?
Einar Baldvin Árnason skrifar

Að skapa framtíð úr fortíð
Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar

Tími til umbóta í byggingareftirliti
Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar

Stærð er ekki mæld í sentimetrum
Sigmar Guðmundsson skrifar

Áður en íslenskan leysist upp
Gamithra Marga skrifar

Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna
Samúel Torfi Pétursson skrifar

Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra?
Tómas Ellert Tómasson skrifar

Hverjum þjónar nýsköpunin?
Halldóra Mogensen skrifar

Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur
Eden Frost Kjartansbur skrifar

Þegar ríkið fer á sjóinn
Svanur Guðmundsson skrifar

Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar
Guðbjörg Pálsdóttir skrifar

Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk
Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar

Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni
Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar

Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga
Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar

Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Í lífshættu eftir ofbeldi
Jokka G Birnudóttir skrifar

Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við?
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra?
Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar