Innblástur frá uppreisninni 26. apríl 2012 11:00 santigold Bandaríska tónlistarkonan er að gefa út sína aðra plötu, Master of My Make-Believe. nordicphotos/getty Hin bandaríska Santigold er að gefa út sína aðra sólóplötu. Fjögur ár eru liðin síðan hún steig fyrst fram á sjónarsviðið. Master of Make-Believe nefnist ný plata bandarísku tónlistarkonunnar Santigold. Sú fyrsta, Santogold, kom út fyrir fjórum árum og vakti athygli fyrir góðar melódíur og hressilega blöndu af ýmsum tónlistarstefnum, þar á meðal hipphoppi, nýbylgjurokki og reggíi. Margir þekktir tónlistarmenn urðu hrifnir og vildu ólmir starfa með henni, þar á meðal Jay-Z, David Byrne og hljómsveitin Beastie Boys. Santigold heitir réttu nafni Santi White. Hún fæddist 1976 í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Hún var söngkonan pönksveitarinnar Stiffed sem gaf út tvær plötur. Í framhaldinu var henni boðinn plötusamningur og fyrsta plata hennar kom út á vegum Downtown Records í Bandaríkjunum og Atlantic Records í Bretlandi. Fjögur smáskífulög voru gefin út og mesta lukku vakti L.E.S. Artistes. Tímaritið Rolling Stone valdi það annað besta smáskífulag ársins og setti plötuna í sjötta sæti yfir þær bestu árið 2008. Upptökustjórarnir Switch og Diplo aðstoða Santigold á nýju plötunni, rétt eins og á þeirri fyrri. Karen O úr Yeah Yeah Yeahs syngur með henni í smáskífulaginu Go!, þar sem gítarleikari sveitarinnar, Nick Zinner, kemur einnig við sögu. Dave Sitek úr TV on the Radio aðstoðar hana einnig á plötunni. Sem fyrr annast hún sjálf lagasmíðarnar. Að sögn Santigold fjalla textarnir um að taka við stjórnartaumunum í lífi sínu og fékk hún þar innblástur frá fólkinu sem hefur staðið uppi í hárinu í stjórnvöldum víða um heim og lagt líf sitt í hættu. Santigold verður dugleg við spilamennsku í sumar, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, þar sem hún spilar á hátíðunum Lollapalooza og Bonaroo. freyr@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Hin bandaríska Santigold er að gefa út sína aðra sólóplötu. Fjögur ár eru liðin síðan hún steig fyrst fram á sjónarsviðið. Master of Make-Believe nefnist ný plata bandarísku tónlistarkonunnar Santigold. Sú fyrsta, Santogold, kom út fyrir fjórum árum og vakti athygli fyrir góðar melódíur og hressilega blöndu af ýmsum tónlistarstefnum, þar á meðal hipphoppi, nýbylgjurokki og reggíi. Margir þekktir tónlistarmenn urðu hrifnir og vildu ólmir starfa með henni, þar á meðal Jay-Z, David Byrne og hljómsveitin Beastie Boys. Santigold heitir réttu nafni Santi White. Hún fæddist 1976 í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Hún var söngkonan pönksveitarinnar Stiffed sem gaf út tvær plötur. Í framhaldinu var henni boðinn plötusamningur og fyrsta plata hennar kom út á vegum Downtown Records í Bandaríkjunum og Atlantic Records í Bretlandi. Fjögur smáskífulög voru gefin út og mesta lukku vakti L.E.S. Artistes. Tímaritið Rolling Stone valdi það annað besta smáskífulag ársins og setti plötuna í sjötta sæti yfir þær bestu árið 2008. Upptökustjórarnir Switch og Diplo aðstoða Santigold á nýju plötunni, rétt eins og á þeirri fyrri. Karen O úr Yeah Yeah Yeahs syngur með henni í smáskífulaginu Go!, þar sem gítarleikari sveitarinnar, Nick Zinner, kemur einnig við sögu. Dave Sitek úr TV on the Radio aðstoðar hana einnig á plötunni. Sem fyrr annast hún sjálf lagasmíðarnar. Að sögn Santigold fjalla textarnir um að taka við stjórnartaumunum í lífi sínu og fékk hún þar innblástur frá fólkinu sem hefur staðið uppi í hárinu í stjórnvöldum víða um heim og lagt líf sitt í hættu. Santigold verður dugleg við spilamennsku í sumar, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, þar sem hún spilar á hátíðunum Lollapalooza og Bonaroo. freyr@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira