Fer til New York í sumar 23. apríl 2012 11:00 Gyða Katrín Guðnadóttir sigraði Eskimo/Next fyrirsætukeppnina í ár. Hún hafði ekki reynt fyrir sér í fyrirsætubransanum áður. fréttablaðið/stefán Gyða Katrín Guðnadóttir sigraði Eskimo/Next fyrirsætukeppnina sem haldin var í Hörpu á miðvikudaginn var. Ellefu stúlkur kepptu um titilinn og kom sigurinn Gyðu Katrínu töluvert á óvart. „Þetta var rosalega gaman og gekk allt saman mjög vel. Fyrirsætustarfið er tiltölulega nýtt fyrir mér, ég hugsaði með mér að þetta gæti orðið skemmtileg reynsla og ákvað þess vegna að taka þátt,“ segir Gyða Katrín um keppnina. Í verðlaun var samningur hjá hinni virtu Next umboðsskrifstofu, flug til New York í boði Next Models, gisting í einni af módelíbúðum stofunnar og minnst þrjár tökur með reyndum ljósmyndurum. Þrátt fyrir að vera ný í bransanum segir Gyða Katrín fyrirsætustarfið verða auðveldara og skemmtilegra eftir því sem reynslan verður meiri og gæti hún vel hugsað sér að starfa sem slík í framtíðinni. „Þetta á allt eftir að koma betur í ljós en ég gæti vel hugsað mér að vinna sem fyrirsæta ef það stendur til boða. Ég hafði þó ekki íhugað þennan mögulega alvarlega fyrir keppnina enda er þetta allt nokkuð nýtt fyrir mér.“ Alls kepptu ellefu stúlkur um titilinn og þurftu þær meðal annars að sækja gönguæfingu fyrir keppnina. Gyða Katrín segir það hafa nýst henni vel enda sé kúnst að ganga á háum hælum. „Við lærðum að bera okkur rétt og ganga í háum hælum. Þó hælarnir hafi ekki verið himinháir þá var svolítið erfitt að ganga á þeim.“ Gyða Katrín er sautján ára gömul og stundar nám á náttúrufræðibraut við Menntaskólann í Reykjavík. Hún heldur utan til New York í sumar og segist spennt fyrir ferðinni. Þegar hún er að lokum spurð hvort hún eigi sér fyrirmyndir úr tískubransanum svarar Gyða Katrín því neitandi. „Nei, ég á mér enga sérstaka fyrirmynd og ekki heldur neinn uppáhalds hönnuð.“ sara@frettabladid.is Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Gyða Katrín Guðnadóttir sigraði Eskimo/Next fyrirsætukeppnina sem haldin var í Hörpu á miðvikudaginn var. Ellefu stúlkur kepptu um titilinn og kom sigurinn Gyðu Katrínu töluvert á óvart. „Þetta var rosalega gaman og gekk allt saman mjög vel. Fyrirsætustarfið er tiltölulega nýtt fyrir mér, ég hugsaði með mér að þetta gæti orðið skemmtileg reynsla og ákvað þess vegna að taka þátt,“ segir Gyða Katrín um keppnina. Í verðlaun var samningur hjá hinni virtu Next umboðsskrifstofu, flug til New York í boði Next Models, gisting í einni af módelíbúðum stofunnar og minnst þrjár tökur með reyndum ljósmyndurum. Þrátt fyrir að vera ný í bransanum segir Gyða Katrín fyrirsætustarfið verða auðveldara og skemmtilegra eftir því sem reynslan verður meiri og gæti hún vel hugsað sér að starfa sem slík í framtíðinni. „Þetta á allt eftir að koma betur í ljós en ég gæti vel hugsað mér að vinna sem fyrirsæta ef það stendur til boða. Ég hafði þó ekki íhugað þennan mögulega alvarlega fyrir keppnina enda er þetta allt nokkuð nýtt fyrir mér.“ Alls kepptu ellefu stúlkur um titilinn og þurftu þær meðal annars að sækja gönguæfingu fyrir keppnina. Gyða Katrín segir það hafa nýst henni vel enda sé kúnst að ganga á háum hælum. „Við lærðum að bera okkur rétt og ganga í háum hælum. Þó hælarnir hafi ekki verið himinháir þá var svolítið erfitt að ganga á þeim.“ Gyða Katrín er sautján ára gömul og stundar nám á náttúrufræðibraut við Menntaskólann í Reykjavík. Hún heldur utan til New York í sumar og segist spennt fyrir ferðinni. Þegar hún er að lokum spurð hvort hún eigi sér fyrirmyndir úr tískubransanum svarar Gyða Katrín því neitandi. „Nei, ég á mér enga sérstaka fyrirmynd og ekki heldur neinn uppáhalds hönnuð.“ sara@frettabladid.is
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira