Lokun Laugavegar, loftlagsbreytingar og lifandi miðbær 20. apríl 2012 09:30 Björn Jón Bragason, talsmaður hóps kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, ritaði grein í Fréttablaðið þann 28. mars síðastliðinn sem bar yfirskriftina Aðför borgaryfirvalda að Laugaveginum. Í greininni voru reifuð ýmis málefni sem beinast að fyrirhugaðri sumarlokun borgaryfirvalda á Laugaveginum fyrir bílaumferð. Meðal annars gagnrýnir Björn hækkun bílastæðagjalda í miðborginni og bendir á umræðu sem fram hefur farið í Bretlandi um að lækka bílastæðagjöld og fella niður gjaldskyldu við aðalverslunargötur landsins. Engin borgarheiti eru þó nefnd í því samhengi og leikur þeim er hér heldur á penna mikil forvitni á að vita hvaða framsýnu yfirvöld í Bretlandi hyggjast stuðla að aukinni umferð þar í landi. Björn leggur til að borgaryfirvöld í Reykjavík fylgi fordæmi ónefndra Breta og liðki fyrir akandi umferð í borginni með það að markmiði að tryggja lífsviðurværi hagsmunaaðila við Laugaveg. Nú er það hvorki tilgangur þessarar greinar að stofna til ritdeilna við Björn um réttmæti þess sem hann hefur fram að færa né að gera lítið úr fjárhagsáhyggjum kaupmanna sem byggja lífsviðurværi sitt á verslun við Laugaveg. Hins vegar er það svo að umræðan um tímabundna lokun hluta Laugavegar líður að mörgu leyti fyrir þá staðreynd að rannsóknir á áhrifum lokunarinnar skortir. Íbúasamtök fagna lokuninni á meðan hluti verslunareiganda mótmælir henni harðlega. Borgaryfirvöld nefna að heildarvelta og fjöldi gesta í miðbænum hafi aukist á árinu 2011 frá árinu 2010 en verslunarmenn halda hinu gagnstæða fram. Allt eru þetta góð og gild rök sem eiga þó það sameiginlegt að engar haldbærar sönnur liggja að baki þeim sem hægt er að rekja eingöngu til lokunarinnar. Hins vegar liggja haldbærar sannanir að baki mörgum þeim stefnum sem borgaryfirvöld vítt og breitt um heiminn tileinka sér í síauknum mæli. Mikil fólksfjölgun í stórborgum heimsins hefur haft í för með sér gríðarlegar afleiðingar, ekki síst hvað varðar umhverfismál. Umferðaröngþveiti einkennir flestar borgir heims, stórar sem smáar, og það er staðreynd að mengun af völdum bílaumferðar er stór þáttur í þeim loftlagsbreytingum sem herja á heimsbyggðina. Nútímamaðurinn reiðir sig um of á bílinn sem fararskjóta og afleiðingarnar eru óafturkræfar í umhverfislegum skilningi. Nú kunna einhverjir að spyrja hver tengslin milli loftlagsmála og lokunar Laugavegsins fyrir bílaumferð kunni að vera. Rannsóknir hafa sýnt fram á óumdeilanleg tengsl milli bílastæðaframboðs, bílastæðagjalda og bílaumferðar. Því fleiri og ódýrari bílastæði sem bjóðast þeim mun meiri verður umferðin með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og umhverfið í heild. Kostnaður við stóraukna umferð síðustu áratuga er ekki síst falinn í því verðmæta landsvæði sem bílastæði leggja undir sig, sem og öðrum þáttum sem erfitt er að meta að fullnustu til fjár. Sú gjaldskylduhækkun sem nú er fyrirhuguð í miðborginni slagar ekki upp í brot af þeim kostnaði sem bílastæðaframboð veldur í raun og veru, hvort sem kaupmönnum, íbúum og gestum miðbæjarins líkar betur eða verr. Stærsti hluti kostnaðarins fellur óhjákvæmlega á skattgreiðendur alla, hvort sem þeir eiga bíl eður ei. Réttast væri að bílastæðagjöld tækju enn frekar mið af verðmæti þess landsvæðis sem þau eru á og að öll bílastæði í opinberri eigu væru gjaldskyld, hvar á landi sem þau eru. Staðreyndin er einfaldlega sú að þrátt fyrir að einkabíllinn sé góðra gjalda verður fyrir margar sakir þá er það ekki svo að það sé stjórnarskrárbundinn réttur bíleigenda að komast allra sinna leiða á ökutækjum sínum. Þeim mun síður er það hlutverk borgaryfirvalda að niðurgreiða þann stórfellda kostnað sem bílastæði skapa fyrir samfélagið enn frekar en nú er gert. Borgaryfirvöldum ber skylda til að stuðla að sjálfbærri þróun borgarinnar og stór liður í því verkefni er að draga úr mengandi bílaumferð, ekki síst með því að draga úr framboði á bílastæðum eða í það minnsta koma á gjaldskyldu í samræmi við þann beina og óbeina kostnað sem af þeim hlýst. Tímabundin lokun Laugavegar fyrir bílaumferð er ekki einungis liður í því verkefni heldur einnig táknræn ákvörðun í ljósi þeirrar óumflýjanlegu staðreyndar að einkabíllinn, eins og við þekkjum hann, er hnignandi samgönguform. Að endingu er rétt að taka fram að það er einlæg trú og von þess sem að hér ritar að þrátt fyrir meintar aðfarir borgaryfirvalda að Laugaveginum muni tíminn leiða í ljós að verslun á Laugavegi muni fyrst blómstra án bílaumferðar. Blómlegt mannlíf leiðir til lifandi miðbæjar, öllum til bóta, bæði kaupmönnum og öðrum borgarbúum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Fyrsti 1001 dagurinn: Ungbörn geta ekki beðið! Anna María Jónsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Björn Jón Bragason, talsmaður hóps kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, ritaði grein í Fréttablaðið þann 28. mars síðastliðinn sem bar yfirskriftina Aðför borgaryfirvalda að Laugaveginum. Í greininni voru reifuð ýmis málefni sem beinast að fyrirhugaðri sumarlokun borgaryfirvalda á Laugaveginum fyrir bílaumferð. Meðal annars gagnrýnir Björn hækkun bílastæðagjalda í miðborginni og bendir á umræðu sem fram hefur farið í Bretlandi um að lækka bílastæðagjöld og fella niður gjaldskyldu við aðalverslunargötur landsins. Engin borgarheiti eru þó nefnd í því samhengi og leikur þeim er hér heldur á penna mikil forvitni á að vita hvaða framsýnu yfirvöld í Bretlandi hyggjast stuðla að aukinni umferð þar í landi. Björn leggur til að borgaryfirvöld í Reykjavík fylgi fordæmi ónefndra Breta og liðki fyrir akandi umferð í borginni með það að markmiði að tryggja lífsviðurværi hagsmunaaðila við Laugaveg. Nú er það hvorki tilgangur þessarar greinar að stofna til ritdeilna við Björn um réttmæti þess sem hann hefur fram að færa né að gera lítið úr fjárhagsáhyggjum kaupmanna sem byggja lífsviðurværi sitt á verslun við Laugaveg. Hins vegar er það svo að umræðan um tímabundna lokun hluta Laugavegar líður að mörgu leyti fyrir þá staðreynd að rannsóknir á áhrifum lokunarinnar skortir. Íbúasamtök fagna lokuninni á meðan hluti verslunareiganda mótmælir henni harðlega. Borgaryfirvöld nefna að heildarvelta og fjöldi gesta í miðbænum hafi aukist á árinu 2011 frá árinu 2010 en verslunarmenn halda hinu gagnstæða fram. Allt eru þetta góð og gild rök sem eiga þó það sameiginlegt að engar haldbærar sönnur liggja að baki þeim sem hægt er að rekja eingöngu til lokunarinnar. Hins vegar liggja haldbærar sannanir að baki mörgum þeim stefnum sem borgaryfirvöld vítt og breitt um heiminn tileinka sér í síauknum mæli. Mikil fólksfjölgun í stórborgum heimsins hefur haft í för með sér gríðarlegar afleiðingar, ekki síst hvað varðar umhverfismál. Umferðaröngþveiti einkennir flestar borgir heims, stórar sem smáar, og það er staðreynd að mengun af völdum bílaumferðar er stór þáttur í þeim loftlagsbreytingum sem herja á heimsbyggðina. Nútímamaðurinn reiðir sig um of á bílinn sem fararskjóta og afleiðingarnar eru óafturkræfar í umhverfislegum skilningi. Nú kunna einhverjir að spyrja hver tengslin milli loftlagsmála og lokunar Laugavegsins fyrir bílaumferð kunni að vera. Rannsóknir hafa sýnt fram á óumdeilanleg tengsl milli bílastæðaframboðs, bílastæðagjalda og bílaumferðar. Því fleiri og ódýrari bílastæði sem bjóðast þeim mun meiri verður umferðin með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og umhverfið í heild. Kostnaður við stóraukna umferð síðustu áratuga er ekki síst falinn í því verðmæta landsvæði sem bílastæði leggja undir sig, sem og öðrum þáttum sem erfitt er að meta að fullnustu til fjár. Sú gjaldskylduhækkun sem nú er fyrirhuguð í miðborginni slagar ekki upp í brot af þeim kostnaði sem bílastæðaframboð veldur í raun og veru, hvort sem kaupmönnum, íbúum og gestum miðbæjarins líkar betur eða verr. Stærsti hluti kostnaðarins fellur óhjákvæmlega á skattgreiðendur alla, hvort sem þeir eiga bíl eður ei. Réttast væri að bílastæðagjöld tækju enn frekar mið af verðmæti þess landsvæðis sem þau eru á og að öll bílastæði í opinberri eigu væru gjaldskyld, hvar á landi sem þau eru. Staðreyndin er einfaldlega sú að þrátt fyrir að einkabíllinn sé góðra gjalda verður fyrir margar sakir þá er það ekki svo að það sé stjórnarskrárbundinn réttur bíleigenda að komast allra sinna leiða á ökutækjum sínum. Þeim mun síður er það hlutverk borgaryfirvalda að niðurgreiða þann stórfellda kostnað sem bílastæði skapa fyrir samfélagið enn frekar en nú er gert. Borgaryfirvöldum ber skylda til að stuðla að sjálfbærri þróun borgarinnar og stór liður í því verkefni er að draga úr mengandi bílaumferð, ekki síst með því að draga úr framboði á bílastæðum eða í það minnsta koma á gjaldskyldu í samræmi við þann beina og óbeina kostnað sem af þeim hlýst. Tímabundin lokun Laugavegar fyrir bílaumferð er ekki einungis liður í því verkefni heldur einnig táknræn ákvörðun í ljósi þeirrar óumflýjanlegu staðreyndar að einkabíllinn, eins og við þekkjum hann, er hnignandi samgönguform. Að endingu er rétt að taka fram að það er einlæg trú og von þess sem að hér ritar að þrátt fyrir meintar aðfarir borgaryfirvalda að Laugaveginum muni tíminn leiða í ljós að verslun á Laugavegi muni fyrst blómstra án bílaumferðar. Blómlegt mannlíf leiðir til lifandi miðbæjar, öllum til bóta, bæði kaupmönnum og öðrum borgarbúum.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun