Vörugjöld eru fortíðardraugur Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon skrifar 19. apríl 2012 06:00 SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu hafði frumkvæði að því á síðasta ári að hafin yrði vinna við greiningu vörugjaldskerfisins, en vinna þessi fór fram í náinni samvinnu við fjármálaráðuneytið. Tilgangur greiningarinnar var að varpa ljósi á umfang vörugjalda og þeim áhrifum sem þau hafa á kauphegðun neytenda. Afrakstur þeirrar vinnu kom svo út í skýrslu sem SVÞ gaf út nýlega sem ber yfirskriftina „Vörugjaldskerfið á Íslandi“. Með aðild Íslands að EFTA árið 1970 lækkuðu almennir tollar í samræmi við ákvæði aðildarsamningsins að EFTA. Til þess að mæta tekjutapi ríkisins vegna þeirra tollalækkana sem leiddu af EFTA aðildinni var lagt sérstakt vörugjald á ýmsar vörur. Á árinu 1975 voru síðan sett bráðabirgðalög um sérstakt tímabundið vörugjald en samkvæmt þeim bar að greiða vörugjald af mun fleiri vöruflokkum en áður. Vörugjöldin voru ekki tímabundnari en það að þau eru enn við lýði! Núgildandi lög um vörugjald tóku gildi í upphafi ársins 1988. Á undanförnum árum hafa ýmsar breytingar átt sér stað á lögunum sem einkum felast í afnámi vörugjaldsins á einstökum tollskrárnúmerum og breytingum á gjaldflokkum. Við þessar breytingar hefur þess ekki verið gætt að samskonar vörur fái sambærilega meðferð. Þótt grunnhugsunin að baki álagningu vörugjaldsins sé að auka skatttekjur ríkissjóðs og í sumum tilvikum að stýra neyslu almennings er það skoðun okkar að upphaflegur tilgangur vörugjaldsins eigi ekki við í dag. Neytendur hafi hagsmuni af því að skattheimtu sé haldið í lágmarki en hagsmunir þeirra felast einnig í því að skattkerfið sé einfalt, hlutlaust, gagnsætt og skilvirkt, enda er sá háttur til þess fallinn að stuðla að heilbrigðri samkeppni og bæta verðskyn neytenda.Yfirlit yfir heildartekjur ríkissjóðs af vörugjöldum 2010 Almennt vörugjald, sem er sá þáttur vörugjaldanna sem íslensk verslun lítur hvað mest hornauga, skilar nú u.þ.b. 4,9 milljörðum króna í tekjur fyrir ríkissjóð á ári sem er einungis rúmlega 10% af heildartekjum ríkissjóðs af vörugjöldum. Íslensk verslun hefur um langa hríð barist fyrir afnámi almenna vörugjaldsins. Gjaldið hefur öll einkenni ósanngjarnrar skattheimtu. Það mismunar vöruflokkum og atvinnugreinum, það er ógagnsætt og dýrt í framkvæmd. Hér má sjá dæmi um slíka mismunun í flokki vara sem eru algengar á öllum heimilum. Í matvörum má telja til að mjólkurvörur eru án vörugjalda, en ýmsar staðgönguvörur eins og sojamjólk og hrísgrjónamjólk bera hins vegar 16 krónu vörugjald á hvern lítra. Þessi dæmi sem valin eru af handahófi sýna glögglega að vörugjaldið er lagt á með mjög handahófskenndum hætti. Einkenni góðrar skattheimtu er gagnsæi í framkvæmd, sanngirni og hlutleysi milli vara og vöruflokka. Það á ekki að vera hlutverk löggjafans að ákveða hvort neytendur kaupa sojamólk eða kúamjólk, svo dæmi sé tekið. Hagsmunir einnar atvinnugreinar eru varðir á kostnað verslunarinnar. Þannig er íslenskur landbúnaður varinn með ofurtollum gegn innfluttri vöru enda vitað að við skreppum ekki til útlanda til að kaupa í matinn. Íslensk verslun býr að sama skapi við tolla og vörugjöld sem gerir vöruverð mun hærra hér en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. En hér getur íslenski neytandinn – sá sem hefur efni á að ferðast – keypt sambærilega vöru erlendis án tolla og vörugjalda og oft einnig án virðisaukaskatts og flutt heim með sér. Tollar og vörugjöld sem eiga að vernda störf í einni atvinnugrein, í þessu tilfelli störf í landbúnaði, virka þveröfugt í annarri með þeim afleiðingum að umtalsverð verslun flyst úr landi. Með því tapast verðmæt störf úr landi og verðmætar skatttekjur verða eftir erlendis. Störf í verslun og þjónustu eru nefnilega jafnverðmæt og í öðrum atvinnugreinum. Stjórnmálamönnum hefur í gegnum tíðina reynst erfitt að skilja þetta og þótt sjálfsagt og eðlilegt að draga taum sumra atvinnugreina á kostnað annarra. Þar sem vörugjöld eru lögð á í nágrannalöndum okkar liggja skýrar forsendur að baki. Þar eru þessi gjöld lögð á vörur á borð við tóbak, áfengi, sykur, eldsneyti og bifreiðar. Tilgangur skattheimtunnar er að hafa áhrif á neysluna vegna meintra skaðlegra áhrifa þessara vara. Þar liggja skýrar forsendur á bak við álagningu vörugjaldsins sem leiðir til þess að skattkerfið er mun gagnsærra en hér á landi. Þar af leiðandi er viðhorf neytenda gagnvart vörugjaldinu mun jákvæðara, enda er vöruflokkum ekki mismunað með sama hætti og hér þekkist. Jafnvel þótt vörugjaldið sé mikilvægur tekjustofn ríkisins mun tekjumissir vegna afnáms vörugjalda af ákveðnum vöruflokkum að öllum líkindum jafnast út til lengri tíma litið, þar sem lækkun vöruverðs leiðir til aukinnar sölu innanlands og þar af leiðandi aukinna tekna til ríkisins. Ástæða þess er sú að neytendur hafa ekki sama hvata til þess að kaupa vöru erlendis ef hún ber sambærileg gjöld hér á landi, en þannig leiðir núverandi kerfi ekki aðeins til misræmis heldur einnig til aukinnar hættu á undanskotum sem aftur leiðir til aukins kostnaðar vegna eftirlits. Að tillögu SVÞ hefur fjármálaráðherra nú ákveðið að skipa starfshóp um heildarendurskoðun vörugjaldskerfisins. Það er mikið fagnaðarefni enda er það í fyrsta skipti í 25 ár sem farið er heildstætt ofan í saumana á þessu stagbætta kerfi. SVÞ mun eftir sem áður berjast fyrir afnámi vörugjaldsins í núverandi mynd, enda er gjaldið einn mesti skaðvaldurinn sem greinin býr við. Mikilvægast er þó að það takist að ná sátt um kerfi sem er gagnsætt, sanngjarnt og ódýrt í framkvæmd. Vörugjaldskerfið í núverandi mynd er draugur úr fortíðinni sem mikilvægt er að uppræta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu hafði frumkvæði að því á síðasta ári að hafin yrði vinna við greiningu vörugjaldskerfisins, en vinna þessi fór fram í náinni samvinnu við fjármálaráðuneytið. Tilgangur greiningarinnar var að varpa ljósi á umfang vörugjalda og þeim áhrifum sem þau hafa á kauphegðun neytenda. Afrakstur þeirrar vinnu kom svo út í skýrslu sem SVÞ gaf út nýlega sem ber yfirskriftina „Vörugjaldskerfið á Íslandi“. Með aðild Íslands að EFTA árið 1970 lækkuðu almennir tollar í samræmi við ákvæði aðildarsamningsins að EFTA. Til þess að mæta tekjutapi ríkisins vegna þeirra tollalækkana sem leiddu af EFTA aðildinni var lagt sérstakt vörugjald á ýmsar vörur. Á árinu 1975 voru síðan sett bráðabirgðalög um sérstakt tímabundið vörugjald en samkvæmt þeim bar að greiða vörugjald af mun fleiri vöruflokkum en áður. Vörugjöldin voru ekki tímabundnari en það að þau eru enn við lýði! Núgildandi lög um vörugjald tóku gildi í upphafi ársins 1988. Á undanförnum árum hafa ýmsar breytingar átt sér stað á lögunum sem einkum felast í afnámi vörugjaldsins á einstökum tollskrárnúmerum og breytingum á gjaldflokkum. Við þessar breytingar hefur þess ekki verið gætt að samskonar vörur fái sambærilega meðferð. Þótt grunnhugsunin að baki álagningu vörugjaldsins sé að auka skatttekjur ríkissjóðs og í sumum tilvikum að stýra neyslu almennings er það skoðun okkar að upphaflegur tilgangur vörugjaldsins eigi ekki við í dag. Neytendur hafi hagsmuni af því að skattheimtu sé haldið í lágmarki en hagsmunir þeirra felast einnig í því að skattkerfið sé einfalt, hlutlaust, gagnsætt og skilvirkt, enda er sá háttur til þess fallinn að stuðla að heilbrigðri samkeppni og bæta verðskyn neytenda.Yfirlit yfir heildartekjur ríkissjóðs af vörugjöldum 2010 Almennt vörugjald, sem er sá þáttur vörugjaldanna sem íslensk verslun lítur hvað mest hornauga, skilar nú u.þ.b. 4,9 milljörðum króna í tekjur fyrir ríkissjóð á ári sem er einungis rúmlega 10% af heildartekjum ríkissjóðs af vörugjöldum. Íslensk verslun hefur um langa hríð barist fyrir afnámi almenna vörugjaldsins. Gjaldið hefur öll einkenni ósanngjarnrar skattheimtu. Það mismunar vöruflokkum og atvinnugreinum, það er ógagnsætt og dýrt í framkvæmd. Hér má sjá dæmi um slíka mismunun í flokki vara sem eru algengar á öllum heimilum. Í matvörum má telja til að mjólkurvörur eru án vörugjalda, en ýmsar staðgönguvörur eins og sojamjólk og hrísgrjónamjólk bera hins vegar 16 krónu vörugjald á hvern lítra. Þessi dæmi sem valin eru af handahófi sýna glögglega að vörugjaldið er lagt á með mjög handahófskenndum hætti. Einkenni góðrar skattheimtu er gagnsæi í framkvæmd, sanngirni og hlutleysi milli vara og vöruflokka. Það á ekki að vera hlutverk löggjafans að ákveða hvort neytendur kaupa sojamólk eða kúamjólk, svo dæmi sé tekið. Hagsmunir einnar atvinnugreinar eru varðir á kostnað verslunarinnar. Þannig er íslenskur landbúnaður varinn með ofurtollum gegn innfluttri vöru enda vitað að við skreppum ekki til útlanda til að kaupa í matinn. Íslensk verslun býr að sama skapi við tolla og vörugjöld sem gerir vöruverð mun hærra hér en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. En hér getur íslenski neytandinn – sá sem hefur efni á að ferðast – keypt sambærilega vöru erlendis án tolla og vörugjalda og oft einnig án virðisaukaskatts og flutt heim með sér. Tollar og vörugjöld sem eiga að vernda störf í einni atvinnugrein, í þessu tilfelli störf í landbúnaði, virka þveröfugt í annarri með þeim afleiðingum að umtalsverð verslun flyst úr landi. Með því tapast verðmæt störf úr landi og verðmætar skatttekjur verða eftir erlendis. Störf í verslun og þjónustu eru nefnilega jafnverðmæt og í öðrum atvinnugreinum. Stjórnmálamönnum hefur í gegnum tíðina reynst erfitt að skilja þetta og þótt sjálfsagt og eðlilegt að draga taum sumra atvinnugreina á kostnað annarra. Þar sem vörugjöld eru lögð á í nágrannalöndum okkar liggja skýrar forsendur að baki. Þar eru þessi gjöld lögð á vörur á borð við tóbak, áfengi, sykur, eldsneyti og bifreiðar. Tilgangur skattheimtunnar er að hafa áhrif á neysluna vegna meintra skaðlegra áhrifa þessara vara. Þar liggja skýrar forsendur á bak við álagningu vörugjaldsins sem leiðir til þess að skattkerfið er mun gagnsærra en hér á landi. Þar af leiðandi er viðhorf neytenda gagnvart vörugjaldinu mun jákvæðara, enda er vöruflokkum ekki mismunað með sama hætti og hér þekkist. Jafnvel þótt vörugjaldið sé mikilvægur tekjustofn ríkisins mun tekjumissir vegna afnáms vörugjalda af ákveðnum vöruflokkum að öllum líkindum jafnast út til lengri tíma litið, þar sem lækkun vöruverðs leiðir til aukinnar sölu innanlands og þar af leiðandi aukinna tekna til ríkisins. Ástæða þess er sú að neytendur hafa ekki sama hvata til þess að kaupa vöru erlendis ef hún ber sambærileg gjöld hér á landi, en þannig leiðir núverandi kerfi ekki aðeins til misræmis heldur einnig til aukinnar hættu á undanskotum sem aftur leiðir til aukins kostnaðar vegna eftirlits. Að tillögu SVÞ hefur fjármálaráðherra nú ákveðið að skipa starfshóp um heildarendurskoðun vörugjaldskerfisins. Það er mikið fagnaðarefni enda er það í fyrsta skipti í 25 ár sem farið er heildstætt ofan í saumana á þessu stagbætta kerfi. SVÞ mun eftir sem áður berjast fyrir afnámi vörugjaldsins í núverandi mynd, enda er gjaldið einn mesti skaðvaldurinn sem greinin býr við. Mikilvægast er þó að það takist að ná sátt um kerfi sem er gagnsætt, sanngjarnt og ódýrt í framkvæmd. Vörugjaldskerfið í núverandi mynd er draugur úr fortíðinni sem mikilvægt er að uppræta.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun