Ástríða fyrir skarti og þjóðbúningum 22. apríl 2012 08:00 Guðrún Hildur og Ásmundur tengja saman áhugamál og starf með góðum árangri. mynd/hag Guðrún Hildur er okkar fremsti sérfræðingur þegar kemur að upphlutum, peysufötum, faldbúningum og skautbúningum. Hún er klæðskera- og kjólameistari en fékk ástríðu fyrir gömlum þjóðbúningum. Guðrún Hildur stundar nám í sagnfræði en með því öðlast hún tækifæri til rannsókna á fatnaði Íslendinga fyrr á öldum. Þess má geta að Guðrún Hildur handsaumar alla átjándu og nítjándu aldar búninga til að þeir líkist upprunalegum fatnaði. Saumavélar komu ekki til landsins fyrr en um 1870.Mikil virðing „Þegar ég var lítil telpa saumaði mamma á mig og systur mína upphluti. Móðir mín átti sjálf upphlut og mér fannst mikið til þessa fatnaðar koma. Ég held að ég hafi ekki verið meira en sex ára þegar áhuginn kviknaði. Mér fannst ákveðinn virðuleiki fylgja búningnum," segir Guðrún Hildur. „Þegar ég varð aðeins eldri gáfu foreldrar mínir mér silfur á fullorðinsbúning. Ég hafði frá fyrstu tíð mjög mikinn áhuga á öllu handverki. Þegar ég byrjaði að læra sá ég alltaf fyrir mér að sauma þjóðbúning á mig," segir Guðrún Hildur sem fékk meistararéttindi í klæðskera- og kjólasaumi árið 1997. „Um svipað leyti var ég svo heppin að komast á námskeið hjá Vilborgu Stephensen í þjóðbúningagerð. Þá var ekki aftur snúið. Vilborg var orðin fullorðin á þessum tíma og valdi nokkrar konur sem arftaka sinn í faginu. Ég var ein af þeim útvöldu og hóf að starfa við búningagerð hjá Heimilisiðnaðarfélaginu. Fljótlega fór ég að kenna fagið og starfaði fyrir félagið sleitulaust í fimmtán ár eða þangað til síðastliðið haust." Vinsæl námskeiðGuðrún Hildur handsaumar búninga ef þeir eru endurgerð frá þeim tímum sem saumavélar þekktust ekki.Guðrún Hildur hefur saumað óteljandi þjóðbúninga á þessum árum auk þess sem hún hefur leiðbeint öðrum við búningagerðina. „Bæði karlar og konur á öllum aldri hafa sótt námskeiðin hjá mér en áhuginn er sannarlega til staðar. Á afmælisárinu 1994 vaknaði mikill áhugi meðal fólks á búningagerð og hann stóð alveg fram til aldamóta. Síðan hefur þessi áhugi haldist jafnt og þétt," segir Guðrún Hildur sem hefur haldið vinsæl námskeið. „Ég hef til dæmis verið með fjórtán námskeið á Ísafirði í samstarfi við Þjóðbúningafélag Vestfjarða og þar hafa orðið til yfir eitt hundrað búningar. Einnig hef ég þjálfað upp leiðbeinendur fyrir vestan sem kenna nítjándu og tuttugustu aldar upphluti en ég sé enn um kennslu á peysufötum, herrabúningum og faldbúningum." Elsti faldbúningurinnUpphlutir á börn eru ákaflega sparilegur klæðnaður. Guðrún Hildur hefur saumað marga.Guðrún Hildur byrjaði í sagnfræði árið 2008 til að halda áfram rannsóknum á búningum sem hún hafði stundað í tíu ár. „Ég segi stundum að ég hafi farið í þetta nám til að ná í verkfærin sem nauðsynleg eru til rannsóknarvinnu. Ég hef verið í mjög góðu samstarfi við Þjóðminjasafnið og vann við rannsóknir þar í fyrrasumar. Ég fékk styrk til þess frá Nýsköpunarsjóði stúdenta. Einnig hef ég farið í rannsóknarleiðangra til útlanda. Til dæmis skoðaði ég hinn „stóra faldbúning" sem við köllum svo sem geymdur er í Victoria and Albert-safninu í London. Hann er elsti íslenski faldbúningur sem vitað er um. Þessi ferð leiddi til þess að ég fór að kenna faldbúningagerð sem síðar varð til þess að ég fór að gera skautbúninga. Sú vinna gerði það að verkum að karlmennirnir þurftu viðeigandi búninga svo ég lagðist í mikla rannsóknarvinnu til að gera rétta herrabúninga. Margir karlmenn hafa sýnt þessu áhuga og koma gjarnan á námskeið hjá mér." Hátíðarbúningurinn sem hannaður var 1994 á ekkert skylt við hinn gamla íslenska herrabúning sem karlmenn klæddust fyrr á öldum. „Ég hanna ekkert heldur endurgeri gamla búninga en um það snýst allt mitt starf. Rannsóknir mínar eru liður í því að komast sem næst útliti og handverki á búningunum eins og þeir voru á sínum tíma. Það vekur oft furðu mína hversu konurnar voru flinkar að sauma. Þær höfðu ótrúlega þekkingu á handverkinu." Vigdís og Þóra ArnórsÞað er ótrúlega mikil handavinna sem býr að baki hverjum búningi. Það tekur til dæmis þrjú ár að handsauma faldbúning. Hér má einnig sjá eftirgerð af herrabúningi.Þegar Guðrún Hildur er spurð hvort hún hafi saumað búninga á marga fræga segir hún svo vera. Hún er þó treg til að ljóstra upp nöfnum. Þó er gaman að geta þess að Guðrún Hildur gætti Ástríðar Magnúsdóttur fyrir Vigdísi Finnbogadóttur þegar hún tók við starfi forseta Íslands. Síðar aðstoðaði hún Vigdísi varðandi kjólasaum. Hún var því tíður gestur á Bessastöðum. Það er því skemmtileg tilviljun þegar Guðrún Hildur rifjar upp að hún hafi saumað upphlut á Þóru Arnórsdóttur árið 2001. Vinna samanGuðrún Hildur og Ásmundur opnuðu eigið fyrirtæki, Annríki, þjóðbúningar og skart, að heimili sínu að Suðurgötu 73 í Hafnarfirði og reka þar vinnustofu. Ásmundur er vélvirki en er í gullsmíðanámi. Meistari hans er Dóra Jónsdóttir í Gullkistunni. „Hann stefnir á að fara til Noregs í haust og nema sig í silfursteypu. Þetta er áhugamál okkar og starf. Við erum löngu búin að gera upp hug okkar um að þetta sé það sem við viljum gera," segir Guðrún Hildur sem tekur á móti hópum og heldur fyrirlestra. Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Guðrún Hildur er okkar fremsti sérfræðingur þegar kemur að upphlutum, peysufötum, faldbúningum og skautbúningum. Hún er klæðskera- og kjólameistari en fékk ástríðu fyrir gömlum þjóðbúningum. Guðrún Hildur stundar nám í sagnfræði en með því öðlast hún tækifæri til rannsókna á fatnaði Íslendinga fyrr á öldum. Þess má geta að Guðrún Hildur handsaumar alla átjándu og nítjándu aldar búninga til að þeir líkist upprunalegum fatnaði. Saumavélar komu ekki til landsins fyrr en um 1870.Mikil virðing „Þegar ég var lítil telpa saumaði mamma á mig og systur mína upphluti. Móðir mín átti sjálf upphlut og mér fannst mikið til þessa fatnaðar koma. Ég held að ég hafi ekki verið meira en sex ára þegar áhuginn kviknaði. Mér fannst ákveðinn virðuleiki fylgja búningnum," segir Guðrún Hildur. „Þegar ég varð aðeins eldri gáfu foreldrar mínir mér silfur á fullorðinsbúning. Ég hafði frá fyrstu tíð mjög mikinn áhuga á öllu handverki. Þegar ég byrjaði að læra sá ég alltaf fyrir mér að sauma þjóðbúning á mig," segir Guðrún Hildur sem fékk meistararéttindi í klæðskera- og kjólasaumi árið 1997. „Um svipað leyti var ég svo heppin að komast á námskeið hjá Vilborgu Stephensen í þjóðbúningagerð. Þá var ekki aftur snúið. Vilborg var orðin fullorðin á þessum tíma og valdi nokkrar konur sem arftaka sinn í faginu. Ég var ein af þeim útvöldu og hóf að starfa við búningagerð hjá Heimilisiðnaðarfélaginu. Fljótlega fór ég að kenna fagið og starfaði fyrir félagið sleitulaust í fimmtán ár eða þangað til síðastliðið haust." Vinsæl námskeiðGuðrún Hildur handsaumar búninga ef þeir eru endurgerð frá þeim tímum sem saumavélar þekktust ekki.Guðrún Hildur hefur saumað óteljandi þjóðbúninga á þessum árum auk þess sem hún hefur leiðbeint öðrum við búningagerðina. „Bæði karlar og konur á öllum aldri hafa sótt námskeiðin hjá mér en áhuginn er sannarlega til staðar. Á afmælisárinu 1994 vaknaði mikill áhugi meðal fólks á búningagerð og hann stóð alveg fram til aldamóta. Síðan hefur þessi áhugi haldist jafnt og þétt," segir Guðrún Hildur sem hefur haldið vinsæl námskeið. „Ég hef til dæmis verið með fjórtán námskeið á Ísafirði í samstarfi við Þjóðbúningafélag Vestfjarða og þar hafa orðið til yfir eitt hundrað búningar. Einnig hef ég þjálfað upp leiðbeinendur fyrir vestan sem kenna nítjándu og tuttugustu aldar upphluti en ég sé enn um kennslu á peysufötum, herrabúningum og faldbúningum." Elsti faldbúningurinnUpphlutir á börn eru ákaflega sparilegur klæðnaður. Guðrún Hildur hefur saumað marga.Guðrún Hildur byrjaði í sagnfræði árið 2008 til að halda áfram rannsóknum á búningum sem hún hafði stundað í tíu ár. „Ég segi stundum að ég hafi farið í þetta nám til að ná í verkfærin sem nauðsynleg eru til rannsóknarvinnu. Ég hef verið í mjög góðu samstarfi við Þjóðminjasafnið og vann við rannsóknir þar í fyrrasumar. Ég fékk styrk til þess frá Nýsköpunarsjóði stúdenta. Einnig hef ég farið í rannsóknarleiðangra til útlanda. Til dæmis skoðaði ég hinn „stóra faldbúning" sem við köllum svo sem geymdur er í Victoria and Albert-safninu í London. Hann er elsti íslenski faldbúningur sem vitað er um. Þessi ferð leiddi til þess að ég fór að kenna faldbúningagerð sem síðar varð til þess að ég fór að gera skautbúninga. Sú vinna gerði það að verkum að karlmennirnir þurftu viðeigandi búninga svo ég lagðist í mikla rannsóknarvinnu til að gera rétta herrabúninga. Margir karlmenn hafa sýnt þessu áhuga og koma gjarnan á námskeið hjá mér." Hátíðarbúningurinn sem hannaður var 1994 á ekkert skylt við hinn gamla íslenska herrabúning sem karlmenn klæddust fyrr á öldum. „Ég hanna ekkert heldur endurgeri gamla búninga en um það snýst allt mitt starf. Rannsóknir mínar eru liður í því að komast sem næst útliti og handverki á búningunum eins og þeir voru á sínum tíma. Það vekur oft furðu mína hversu konurnar voru flinkar að sauma. Þær höfðu ótrúlega þekkingu á handverkinu." Vigdís og Þóra ArnórsÞað er ótrúlega mikil handavinna sem býr að baki hverjum búningi. Það tekur til dæmis þrjú ár að handsauma faldbúning. Hér má einnig sjá eftirgerð af herrabúningi.Þegar Guðrún Hildur er spurð hvort hún hafi saumað búninga á marga fræga segir hún svo vera. Hún er þó treg til að ljóstra upp nöfnum. Þó er gaman að geta þess að Guðrún Hildur gætti Ástríðar Magnúsdóttur fyrir Vigdísi Finnbogadóttur þegar hún tók við starfi forseta Íslands. Síðar aðstoðaði hún Vigdísi varðandi kjólasaum. Hún var því tíður gestur á Bessastöðum. Það er því skemmtileg tilviljun þegar Guðrún Hildur rifjar upp að hún hafi saumað upphlut á Þóru Arnórsdóttur árið 2001. Vinna samanGuðrún Hildur og Ásmundur opnuðu eigið fyrirtæki, Annríki, þjóðbúningar og skart, að heimili sínu að Suðurgötu 73 í Hafnarfirði og reka þar vinnustofu. Ásmundur er vélvirki en er í gullsmíðanámi. Meistari hans er Dóra Jónsdóttir í Gullkistunni. „Hann stefnir á að fara til Noregs í haust og nema sig í silfursteypu. Þetta er áhugamál okkar og starf. Við erum löngu búin að gera upp hug okkar um að þetta sé það sem við viljum gera," segir Guðrún Hildur sem tekur á móti hópum og heldur fyrirlestra.
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira