
Mannréttindi heima og heiman
En hvernig er staða mannréttindahugtaksins á Íslandi í dag?
Á undanförnum misserum hefur verið unnið að því að greina aðkomu íslenskra stjórnvalda að mannréttindamálum hér innanlands og utan og gera hana markvissari í framkvæmd. Mannréttindi skipa nú sérstakan sess í innanríkisráðuneytinu en snerta engu að síður starfsemi allra ráðuneyta, beint og óbeint. Velferðarráðuneytið fer þar með sérlega mikilvægt hlutverk, enda er aðgengi að heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu samofið mannréttindahugtakinu eins og það hefur þróast. Mennta- og menningarmálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti eru einnig þýðingarmikil í þessu sambandi og eiga þessi ráðuneyti öll ómetanlegt samstarf um mannréttindamál. Á þetta ekki síst við um mótun landsáætlunar í mannréttindamálum sem nú stendur yfir en markmiðið með henni er að mannréttindasjónarmið eigi að vera undirstaða allrar stefnumörkunar í samfélaginu og í verkum stjórnvalda.
Alþjóðlegt samstarf nauðyn
Mannréttindi eru bæði innlent og alþjóðlegt viðfangsefni. Frá stofnun hafa Sameinuðu þjóðirnar sett mannréttindi í öndvegi, enda var ljóst eftir seinni heimstyrjöld að alþjóðleg samstaða yrði að ríkja um virðingu fyrir mannréttindum. Með Mannréttindasáttmála Evrópu, sem samþykktur var um miðja síðustu öld, tóku ríki álfunnar höndum saman í von um að tryggja frið, frelsi og mannréttindi.
Starf Evrópuráðsins er hornsteinn mannréttindamála í Evrópu og hefur Ísland tekið þátt í starfi ráðsins frá árinu 1950. Mannréttindasáttmálar Evrópuráðsins hafi haft veigamikla þýðingu fyrir þróun mannréttinda á Íslandi og er nýlegasta dæmið samningur Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu gegn börnum. Fullgilding hans stendur nú fyrir dyrum hér á landi og í undirbúningi er átak til vitundarvakningar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum.
Eftir hrun hefur dregið úr formlegri aðkomu Íslands að starfi Evrópuráðsins en það er álitamál hve lengi skuli svo búið um hnúta. Mannréttindastarf Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins er mikilvægasta alþjóðlega samstarf sem Ísland tekur þátt í, enda hefur það bein áhrif hér heima sem og utan landsteinanna.
Athugasemdir mannréttindaráðs
Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sátu íslensk stjórnvöld nýverið fyrir svörum í svonefndu Universal Periodic Review (UPR). Þetta er ný tilhögun á vettvangi mannréttindaráðs SÞ sem er ætlað að varpa ljósi á það sem vel er gert í framkvæmd mannréttindamála en einnig að vekja athygli á því sem betur mætti fara. Eins og heitið gefur til kynna er áhersla á að skoðunin fari fram á jafningjagrundvelli ríkja. Ríkin beina tilmælum hvert til annars en umfjöllunarefnið hverju sinni er ástand mannréttindamála í því ríki sem situr fyrir svörum, ekki þeirra ríkja sem leggja fram tillögur.
Fyrirspurnir og tillögur annarra ríkja, sem settar voru fram í fyrirtöku Íslands, hafa verið aðgengilegar á vefsíðu mannréttindaráðsins um nokkurt skeið, auk þess sem gerð var grein fyrir þeim á vef innanríkisráðuneytisins og á opnum fundi í Hörpu þann 9. desember sl. Lokaskýrsla fyrirtektarinnar var tekin til samþykktar á fundi mannréttindaráðsins 15. mars sl.
Íslensk stjórnvöld fengu fjölmargar jákvæðar athugasemdir í UPR-ferlinu og er litið til Íslands sem fyrirmyndar á sumum sviðum. Fulltrúar í mannréttindaráðinu veittu meðal annars athygli aðgerðum íslenskra stjórnvalda til að vinna að jafnrétti kynjanna, aðgerðum gegn mansali og vændi, bættri löggjöf um hælisleitendur, auk þess sem Barnahúsinu var hrósað sérstaklega og stjórnvöld hvött til þess að vinna að útbreiðslu þess á alþjóðavettvangi svo eitthvað sé nefnt.
Eftir skoðun sérfræðinga stjórnsýslunnar samþykktu íslensk stjórnvöld ríflega 67 af þeim 84 athugasemdum sem settar voru fram eða lýstu því yfir að þær væru þegar komnar til framkvæmda. Um 12 athugasemdir verða teknar til skoðunar og kannað hvort ástæða sé til að verða við þeim.
Flestar athugasemdanna lutu að áhyggjum af stöðu útlendinga, kynbundnu ofbeldi og meðferð kynferðisbrota og heimilisofbeldismála, kynferðislegu ofbeldi gegn börnum, jafnrétti kynjanna og fangelsismálum. Einnig voru íslensk stjórnvöld hvött til að koma á laggirnar innlendri mannréttindastofnun í samræmi við alþjóðleg viðmið og undirgangast ýmsar mannréttindaskuldbindingar.
Verk að vinna
Það er okkar mat að Íslendingar hafi verk að vinna í mannréttindamálum, bæði heima og heiman. Í því skyni þarf að efla framlag Íslands á því sviði. Ábendingar erlendis frá tökum við alvarlega, útskýrum okkar málstað ef með þarf og færum hlutina til betri vegar eftir því sem við á. Ísland á í engu að vera eftirbátur annarra þjóða í mannréttindamálum.
Skoðun

Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg
Ósk Sigurðardóttir skrifar

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar