Barnaskattar Jóhönnu Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 17. apríl 2012 06:00 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fer mikinn í ritdeilu við þann aldna heiðursmann Matthías Bjarnason hér á síðum blaðsins. Matthíasi ofbauð skattlagning á barnabörn sín og benti á að fjármagnstekjuskattar hefðu hækkað mjög í tíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Einnig taldi hann það vera ósanngjarnt að fjármagnstekjuskattur væri tekinn af verðbótum og hvatti til sparnaðar ungmenna með því að skora á „stjórnvöld að fella niður fjármagnstekjuskatt á öll börn að 16 ára aldri. Með því móti yrðir stuðlað að stórauknum sparnaði barna og ungmenna.” Þegar ástandið í efnahagsmálum er eins og það er núna og verðbólga mikil, getur staðan hreinlega orðið þannig að ávöxtun sparifjár verði neikvæð með skattlagningu verðbóta. Matthías gerir ekkert nema mótmæla skattlagningu á börn, vekja athygli á ósanngirninni sem felst í skattlagningu verðbóta og hvetja til aðgerða til að efla sparnað. Hver eru viðbrögðin? Jú, Jóhanna svaraði Matthíasi og vandaði honum ekki kveðjurnar. Hún sakaði hann m.a. um þráhyggju, væntanlega vegna þess að hann benti á staðreyndir máli sínu til stuðnings. Fátt fer meira í taugarnar á forsætisráðherra en þegar fólk leyfir sér að gera það. Í þessu tilviki hefði Jóhanna þó átt að fagna ábendingunni, enda sjálf talið sig andstæðing skattlagningar barna, í það minnsta þegar hún var í stjórnarandstöðu. En skoðum barnaskattastefnu Jóhönnu að öðru leyti en því sem viðkemur fjármagnstekjunum. Hvernig skyldi tekjuskatti barna vera háttað? Fjárhæð frítekjumarks barna yngri en 16 ára var 8.395 krónur á mánuði þegar Jóhanna tók við - og er enn 8.395 krónur! Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 40% og vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 50%. Ég veit ekki hvaða orð stjórnarandstöðuþingmaðurinn Jóhanna Sigurðardóttir hefði notað til að lýsa þessu en þau hefðu verið stór. Kannski hefði hún notað orðin barnaskattpíningarstefna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fer mikinn í ritdeilu við þann aldna heiðursmann Matthías Bjarnason hér á síðum blaðsins. Matthíasi ofbauð skattlagning á barnabörn sín og benti á að fjármagnstekjuskattar hefðu hækkað mjög í tíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Einnig taldi hann það vera ósanngjarnt að fjármagnstekjuskattur væri tekinn af verðbótum og hvatti til sparnaðar ungmenna með því að skora á „stjórnvöld að fella niður fjármagnstekjuskatt á öll börn að 16 ára aldri. Með því móti yrðir stuðlað að stórauknum sparnaði barna og ungmenna.” Þegar ástandið í efnahagsmálum er eins og það er núna og verðbólga mikil, getur staðan hreinlega orðið þannig að ávöxtun sparifjár verði neikvæð með skattlagningu verðbóta. Matthías gerir ekkert nema mótmæla skattlagningu á börn, vekja athygli á ósanngirninni sem felst í skattlagningu verðbóta og hvetja til aðgerða til að efla sparnað. Hver eru viðbrögðin? Jú, Jóhanna svaraði Matthíasi og vandaði honum ekki kveðjurnar. Hún sakaði hann m.a. um þráhyggju, væntanlega vegna þess að hann benti á staðreyndir máli sínu til stuðnings. Fátt fer meira í taugarnar á forsætisráðherra en þegar fólk leyfir sér að gera það. Í þessu tilviki hefði Jóhanna þó átt að fagna ábendingunni, enda sjálf talið sig andstæðing skattlagningar barna, í það minnsta þegar hún var í stjórnarandstöðu. En skoðum barnaskattastefnu Jóhönnu að öðru leyti en því sem viðkemur fjármagnstekjunum. Hvernig skyldi tekjuskatti barna vera háttað? Fjárhæð frítekjumarks barna yngri en 16 ára var 8.395 krónur á mánuði þegar Jóhanna tók við - og er enn 8.395 krónur! Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 40% og vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 50%. Ég veit ekki hvaða orð stjórnarandstöðuþingmaðurinn Jóhanna Sigurðardóttir hefði notað til að lýsa þessu en þau hefðu verið stór. Kannski hefði hún notað orðin barnaskattpíningarstefna?
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar