Dreymir sætindi vikurnar fyrir mót 12. apríl 2012 10:00 fréttablaðið/valli Sviðsframkoma og útgeislun skipta höfuðmáli í módelfitness en vinsældir greinarinnar fara vaxandi meðal stúlkna hér á landi. Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir er Íslandsmeistari í módelfitness í sínum flokki en hún byrjaði að æfa fyrir fjórum árum. Heilsa „Á fyrsta mótinu mínu komst ég á verðlaunapall, svo það má segja að ég hafi orðið háð sigurvímunni,“ segir Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir, Íslandsmeistari í módelfitness í flokki kvenna yfir 171 cm á hæð. Íslandsmeistaramótið í módelfitness var haldið í síðustu viku. Vinsældir greinarinnar hafa aukist hér á landi og í fyrsta skipti þurfti að skipta stúlkunum upp í fimm flokka. Daginn eftir sigurinn hélt Aðalheiður út til Danmerkur þar sem hún keppti í alþjóðlegu keppninni Loaded Cup, þar sem hún fór einnig með sigur af hólmi. Til marks um mikinn áhuga Íslendinga á greininni þá kepptu um 80 stúlkur í Íslandsmeistaramótinu, en aðeins níu voru skráðar til leiks í Danmörku. „Ég er enn þá að ná mér niður eftir helgina sem var frábær í alla staði og hvatning fyrir mig að halda áfram,“ segir Aðalheiður. „Það eru mjög margar stelpur komnar í þetta en mér finnst mikilvægt að muna að það þýðir ekki að fara í megrun í þrjá mánuði og taka svo þátt. Þetta krefst aga, skipulags og rétts mataræðis.“ Aðalheiður er snyrtifræðingur að mennt og starfar sem móttökustjóri í Laugum Spa. Hún hefur verið í íþróttum síðan hún man eftir sér. „Ég var í frjálsum, ballett og jassballett þegar ég var yngri en byrjaði í ræktinni á unglingsárunum. Svo kynntist ég módelfitness og hugsaði strax að það gæti verið eitthvað fyrir mig.“ Hver er helsti munurinn á módelfitness og vaxtarrækt? „Módelfitness snýst meira um sviðsframkomu og útgeislun. Það er meira frelsi í módelfitness en í vaxtarrækt.“ Aðalheiður segir módelfitness vera dýrt sport en bikiníið sem stúlkurnar klæðast á sviðinu er dýrast. „Þetta er samt ekkert mikið dýrara en til dæmis golf. Ég er svo heppin að ég er með styrktaraðila og fæ því fæðubótarefni og brúnkukrem. Svo verður maður að láta sérsauma á sig bikiní sem getur kostað allt að 50 til 80 þúsund krónur stykkið, en það getur skipt sköpum í keppninni að bikiníið sé sniðið rétt,“ segir Aðalheiður og viðurkennir að það hafi fyrst verið erfitt að ganga fram á sviðið í bikiníi og á háum hælum. „Það skiptir máli að fara á pósunámskeið og æfa sig að ganga og stilla sér upp í bikiníi. Þá kemur maður í veg fyrir sviðsskrekk á sjálfu mótinu.“ Eins og gefur að skilja skiptir mataræðið vikurnar fyrir mót miklu máli. „Ég byrjaði að undirbúa mig í byrjun desember eða um tólf vikum fyrir fyrsta mót. Þá reyni ég að sneiða hjá óhollu kolvetni, eins og í kökum og brauði en þetta krefst gríðarlegs sjálfsaga. Oftast er þetta allt í hausnum, mann dreymir kökur rétt fyrir mót en langar svo ekkert í sætindi að því loknu.“alfrun@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira
Sviðsframkoma og útgeislun skipta höfuðmáli í módelfitness en vinsældir greinarinnar fara vaxandi meðal stúlkna hér á landi. Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir er Íslandsmeistari í módelfitness í sínum flokki en hún byrjaði að æfa fyrir fjórum árum. Heilsa „Á fyrsta mótinu mínu komst ég á verðlaunapall, svo það má segja að ég hafi orðið háð sigurvímunni,“ segir Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir, Íslandsmeistari í módelfitness í flokki kvenna yfir 171 cm á hæð. Íslandsmeistaramótið í módelfitness var haldið í síðustu viku. Vinsældir greinarinnar hafa aukist hér á landi og í fyrsta skipti þurfti að skipta stúlkunum upp í fimm flokka. Daginn eftir sigurinn hélt Aðalheiður út til Danmerkur þar sem hún keppti í alþjóðlegu keppninni Loaded Cup, þar sem hún fór einnig með sigur af hólmi. Til marks um mikinn áhuga Íslendinga á greininni þá kepptu um 80 stúlkur í Íslandsmeistaramótinu, en aðeins níu voru skráðar til leiks í Danmörku. „Ég er enn þá að ná mér niður eftir helgina sem var frábær í alla staði og hvatning fyrir mig að halda áfram,“ segir Aðalheiður. „Það eru mjög margar stelpur komnar í þetta en mér finnst mikilvægt að muna að það þýðir ekki að fara í megrun í þrjá mánuði og taka svo þátt. Þetta krefst aga, skipulags og rétts mataræðis.“ Aðalheiður er snyrtifræðingur að mennt og starfar sem móttökustjóri í Laugum Spa. Hún hefur verið í íþróttum síðan hún man eftir sér. „Ég var í frjálsum, ballett og jassballett þegar ég var yngri en byrjaði í ræktinni á unglingsárunum. Svo kynntist ég módelfitness og hugsaði strax að það gæti verið eitthvað fyrir mig.“ Hver er helsti munurinn á módelfitness og vaxtarrækt? „Módelfitness snýst meira um sviðsframkomu og útgeislun. Það er meira frelsi í módelfitness en í vaxtarrækt.“ Aðalheiður segir módelfitness vera dýrt sport en bikiníið sem stúlkurnar klæðast á sviðinu er dýrast. „Þetta er samt ekkert mikið dýrara en til dæmis golf. Ég er svo heppin að ég er með styrktaraðila og fæ því fæðubótarefni og brúnkukrem. Svo verður maður að láta sérsauma á sig bikiní sem getur kostað allt að 50 til 80 þúsund krónur stykkið, en það getur skipt sköpum í keppninni að bikiníið sé sniðið rétt,“ segir Aðalheiður og viðurkennir að það hafi fyrst verið erfitt að ganga fram á sviðið í bikiníi og á háum hælum. „Það skiptir máli að fara á pósunámskeið og æfa sig að ganga og stilla sér upp í bikiníi. Þá kemur maður í veg fyrir sviðsskrekk á sjálfu mótinu.“ Eins og gefur að skilja skiptir mataræðið vikurnar fyrir mót miklu máli. „Ég byrjaði að undirbúa mig í byrjun desember eða um tólf vikum fyrir fyrsta mót. Þá reyni ég að sneiða hjá óhollu kolvetni, eins og í kökum og brauði en þetta krefst gríðarlegs sjálfsaga. Oftast er þetta allt í hausnum, mann dreymir kökur rétt fyrir mót en langar svo ekkert í sætindi að því loknu.“alfrun@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira