Íslensku fatalínurnar brjálæðislegar og svolítið á mis 5. apríl 2012 14:00 Blaðamenn Fashionista.com og Fashion Wire Daily fara bæði lofsorðum um hönnun Munda. Mundi var á meðal þeirra hönnuða er sýndu á RFF. fréttablaðið/valli Tískuhátíðin RFF fór fram í þriðja sinn helgina sem leið. Umsagnir erlendra blaðamanna hafa nú ratað á Netið og þó sumir geri góðlátlegt grín að landi og þjóð hrifust þeir einnig af vinnu íslensku hönnuðanna. Meðal þeirra erlendu blaðamanna er heimsóttu landið í tilefni RFF voru blaðamenn frá þýska, ítalska og breska Vogue, danska Eurowoman og aðstandendur vefsíðnanna Fashionista.com, Fashionetc.com og Stylecaster.com. Jo Piazza hjá Fashionista segir eftirtektarvert hversu gaman hönnuðirnir og aðstandendur RFF höfðu af vinnu sinni. „Þau hafa frelsi til að einbeita sér að því listræna og forvitnilega og eru fyrir vikið stórskemmtileg,“ ritar hún. Ástæðuna fyrir töfrandi hönnun íslensku hönnuðanna segir Piazza vera náin tengsl þeirra við huldufólk. Hún líkir einnig hönnun Kron by Kron Kron við fatnað persónanna úr Game Of Thrones. Godfrey Deeny hjá Fashion Wire Daily skrifar í grein sinni að skortur á hátískuverslunum á landinu skili sér í flottari fatastíl meðal landsmanna. „Þó fatalínur hönnuðanna séu oft brjálæðislegar og svolítið á mis, þá taka Íslendingar tískuhátíðinni sinni mjög alvarlega,“ skrifar Deeny. Hann segir Munda, Hörpu Einarsdóttur, Kormák & Skjöld og Rebekku Jónsdóttur hafa borið af hvað varðar gæði og ferskleika en er minna hrifinn af hönnun Millu Snorrasonar og Birnu. Vogue.it hefur einnig birt myndir frá tískusýningunum sem og vefsíðan Fashionnow.com. sara@frettabladid.is Game of Thrones RFF Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ríkulegra heimili með einföldum ráðum Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Tískuhátíðin RFF fór fram í þriðja sinn helgina sem leið. Umsagnir erlendra blaðamanna hafa nú ratað á Netið og þó sumir geri góðlátlegt grín að landi og þjóð hrifust þeir einnig af vinnu íslensku hönnuðanna. Meðal þeirra erlendu blaðamanna er heimsóttu landið í tilefni RFF voru blaðamenn frá þýska, ítalska og breska Vogue, danska Eurowoman og aðstandendur vefsíðnanna Fashionista.com, Fashionetc.com og Stylecaster.com. Jo Piazza hjá Fashionista segir eftirtektarvert hversu gaman hönnuðirnir og aðstandendur RFF höfðu af vinnu sinni. „Þau hafa frelsi til að einbeita sér að því listræna og forvitnilega og eru fyrir vikið stórskemmtileg,“ ritar hún. Ástæðuna fyrir töfrandi hönnun íslensku hönnuðanna segir Piazza vera náin tengsl þeirra við huldufólk. Hún líkir einnig hönnun Kron by Kron Kron við fatnað persónanna úr Game Of Thrones. Godfrey Deeny hjá Fashion Wire Daily skrifar í grein sinni að skortur á hátískuverslunum á landinu skili sér í flottari fatastíl meðal landsmanna. „Þó fatalínur hönnuðanna séu oft brjálæðislegar og svolítið á mis, þá taka Íslendingar tískuhátíðinni sinni mjög alvarlega,“ skrifar Deeny. Hann segir Munda, Hörpu Einarsdóttur, Kormák & Skjöld og Rebekku Jónsdóttur hafa borið af hvað varðar gæði og ferskleika en er minna hrifinn af hönnun Millu Snorrasonar og Birnu. Vogue.it hefur einnig birt myndir frá tískusýningunum sem og vefsíðan Fashionnow.com. sara@frettabladid.is
Game of Thrones RFF Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ríkulegra heimili með einföldum ráðum Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira