Haukar aldrei tapað - Njarðvík aldrei unnið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2012 08:00 Shanae Baker-Brice úr Njarðvík. Mynd/Stefán Lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitil kvenna hefjast í kvöld í Ljónagryfjunni þegar bikarmeistarar Njarðvíkur taka á móti Íslandsmeistarabönunum í Haukum. Liðin enduðu í öðru og fjórða sæti deildarinnar og slógu Snæfell og Keflavík út úr undanúrslitunum. Liðin hafa átt mismundi gengi að fagna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Haukaliðið hefur þrisvar sinnum áður komist alla leið í úrslitin og í öll þrjú skiptin unnið titilinn. Njarðvíkurliðið komst í úrslitin í fyrsta sinn í fyrra en tapaði þá 3-0 á móti Keflavík. Á sama tíma og Haukakonur hafa unnið 9 af 12 leikjum sínum í lokaúrslitum en Njarðvíkurkonur bíða enn eftir sínum fyrsta sigri. Haukaliðið hefur verið í miklum ham og eru ósigraðar síðan að liðið fékk bandaríska miðherjann Tierny Jenkins. Haukar urðu aftur á móti fyrir miklu áfalli í öðrum leiknum á móti Keflavík þegar tveir byrjunarliðsleikmenn liðsins slitu krossband, stigahæsti íslenski leikmaðurinn Íris Sverrisdóttir og fyrirliðinn Guðrún Ósk Ámundadóttir. Liðið rassskellti Keflavík reyndar án þeirra í þriðja leiknum en fékk þá aðeins 3 stig af bekknum og fá lið mega við því að missa tvo lykilmenn á þessum tímapunkti. Njarðvíkurkonur eru því kannski sigurstranglegri enda reynslunni ríkari frá því í fyrra. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur, er að fara með kvennalið í fjórða sinn í úrslit en lið hans (Keflavík 2004-2006) og Njarðvík síðustu tvö tímabil hafa alltaf farið alla leið í úrslitaeinvígið. Sverrir Þór gerði Keflavík að meisturum 2005 en hefur fengið silfur í tvö síðustu skipti, 2006 með Keflavík og 2011 með Njarðvík. Liðin hafa ekki mæst síðan að Tierny Jenkins kom til Hauka en það er eflaust enn í fersku minni hjá leikmönnum liðanna þegar liðin mættust í undanúrslitum bikarsins um miðjan febrúar. Njarðvík vann þá tveggja stiga sigur, 75-73, í framlengdum leik þar sem lokakarfa Hauka var dæmd ógild af því að tíminn var runninn út. Óvissan í kringum brotthvarf Írisar og Guðrúnar þýðir að það erfitt er að spá í hvernig liðin passa nú upp á móti hverju öðru og hvaða þýðingu fjórir sigrar Njarðvíkur í innbyrðisleikjum liðanna hafi. Það bíða því allir spenntir eftir fyrsta leiknum sem hefst klukkan 19.15 í Njarðvík í kvöld. Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitil kvenna hefjast í kvöld í Ljónagryfjunni þegar bikarmeistarar Njarðvíkur taka á móti Íslandsmeistarabönunum í Haukum. Liðin enduðu í öðru og fjórða sæti deildarinnar og slógu Snæfell og Keflavík út úr undanúrslitunum. Liðin hafa átt mismundi gengi að fagna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Haukaliðið hefur þrisvar sinnum áður komist alla leið í úrslitin og í öll þrjú skiptin unnið titilinn. Njarðvíkurliðið komst í úrslitin í fyrsta sinn í fyrra en tapaði þá 3-0 á móti Keflavík. Á sama tíma og Haukakonur hafa unnið 9 af 12 leikjum sínum í lokaúrslitum en Njarðvíkurkonur bíða enn eftir sínum fyrsta sigri. Haukaliðið hefur verið í miklum ham og eru ósigraðar síðan að liðið fékk bandaríska miðherjann Tierny Jenkins. Haukar urðu aftur á móti fyrir miklu áfalli í öðrum leiknum á móti Keflavík þegar tveir byrjunarliðsleikmenn liðsins slitu krossband, stigahæsti íslenski leikmaðurinn Íris Sverrisdóttir og fyrirliðinn Guðrún Ósk Ámundadóttir. Liðið rassskellti Keflavík reyndar án þeirra í þriðja leiknum en fékk þá aðeins 3 stig af bekknum og fá lið mega við því að missa tvo lykilmenn á þessum tímapunkti. Njarðvíkurkonur eru því kannski sigurstranglegri enda reynslunni ríkari frá því í fyrra. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur, er að fara með kvennalið í fjórða sinn í úrslit en lið hans (Keflavík 2004-2006) og Njarðvík síðustu tvö tímabil hafa alltaf farið alla leið í úrslitaeinvígið. Sverrir Þór gerði Keflavík að meisturum 2005 en hefur fengið silfur í tvö síðustu skipti, 2006 með Keflavík og 2011 með Njarðvík. Liðin hafa ekki mæst síðan að Tierny Jenkins kom til Hauka en það er eflaust enn í fersku minni hjá leikmönnum liðanna þegar liðin mættust í undanúrslitum bikarsins um miðjan febrúar. Njarðvík vann þá tveggja stiga sigur, 75-73, í framlengdum leik þar sem lokakarfa Hauka var dæmd ógild af því að tíminn var runninn út. Óvissan í kringum brotthvarf Írisar og Guðrúnar þýðir að það erfitt er að spá í hvernig liðin passa nú upp á móti hverju öðru og hvaða þýðingu fjórir sigrar Njarðvíkur í innbyrðisleikjum liðanna hafi. Það bíða því allir spenntir eftir fyrsta leiknum sem hefst klukkan 19.15 í Njarðvík í kvöld.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira