Sigga Heimis í hópi þeirra bestu 3. apríl 2012 15:00 Fjallað er um Sigríði Heimisdóttur í grein á vefsíðunni Stylepark.com. Greinin fjallar um norræna, kvenkyns hönnuði. fréttablaðið/anton brink Vefsíðan Stylepark.com fjallar um vöruhönnuðinn Sigríði Heimisdóttur í grein sinni um norræna, kvenkyns vöruhönnuði. Greinarhöfundurinn Anneke Bokern segir áberandi hversu margar norrænar konur hafa náð langt í greininni. Í greininni kemur fram að kvenkyns vöruhönnuðir búi við betri tækifæri á Norðurlöndunum en víða annars staðar og því hafi margar náð að skapa sér nafn í starfsgrein sem er að miklu leyti karlastétt. Sigríður rifjar meðal annars upp atvik frá námsárum sínum á Ítalíu þegar kennari efaðist um getu hennar vegna kyns. „Fyrir lokaverkefni okkar ákvað ég og fimm bekkjarsystur mínar að hanna saman hjól. Prófessorinn spurði okkur þá vingjarnlega hvort við treystum okkur í slíkt verkefni þar sem við værum allar stelpur," segir Sigríður í greininni og bætir við að þetta hefði ekki átt sér stað í hennar föðurlandi, Íslandi. „Á Norðurlöndunum er stúlkum og strákum kennt að velgengni hefur ekkert með kyn að gera, ekki heldur í hönnunargeiranum." Blaðamaður Stylepark.com fjallar einnig um sænska hönnuðinn Monicu Förster og Danann Cecilie Manz og norsku hönnuðina Silju Søfting og Evu Marit Tøftum. Stylepark er virtur miðill sem fjallar um arkitektúr og hönnun en sinnir einnig öðrum störfum líkt og ráðgjöf og sýningastjórnun og var sett á laggirnar í Frankfurt árið 2000. - sm Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Vefsíðan Stylepark.com fjallar um vöruhönnuðinn Sigríði Heimisdóttur í grein sinni um norræna, kvenkyns vöruhönnuði. Greinarhöfundurinn Anneke Bokern segir áberandi hversu margar norrænar konur hafa náð langt í greininni. Í greininni kemur fram að kvenkyns vöruhönnuðir búi við betri tækifæri á Norðurlöndunum en víða annars staðar og því hafi margar náð að skapa sér nafn í starfsgrein sem er að miklu leyti karlastétt. Sigríður rifjar meðal annars upp atvik frá námsárum sínum á Ítalíu þegar kennari efaðist um getu hennar vegna kyns. „Fyrir lokaverkefni okkar ákvað ég og fimm bekkjarsystur mínar að hanna saman hjól. Prófessorinn spurði okkur þá vingjarnlega hvort við treystum okkur í slíkt verkefni þar sem við værum allar stelpur," segir Sigríður í greininni og bætir við að þetta hefði ekki átt sér stað í hennar föðurlandi, Íslandi. „Á Norðurlöndunum er stúlkum og strákum kennt að velgengni hefur ekkert með kyn að gera, ekki heldur í hönnunargeiranum." Blaðamaður Stylepark.com fjallar einnig um sænska hönnuðinn Monicu Förster og Danann Cecilie Manz og norsku hönnuðina Silju Søfting og Evu Marit Tøftum. Stylepark er virtur miðill sem fjallar um arkitektúr og hönnun en sinnir einnig öðrum störfum líkt og ráðgjöf og sýningastjórnun og var sett á laggirnar í Frankfurt árið 2000. - sm
Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira