Vinnur með stjörnuteymi 1. apríl 2012 22:00 Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir hyggst gefa út sína aðra sólóplötu í upphafi sumars. Hún var aðeins átján ára gömul þegar hún sendi frá sér sína fyrstu sólóplötu. Þórunn Antonía vinnur plötuna í samstarfi við tónlistarmennina Davíð Berndsen, Hermigervil og Friðfinn Oculus Sigurðsson og segir hún tónlistina dansvæna með vott af áhrifum frá níunda áratugnum. „Davíð býr úti í Portúgal og þess vegna mætti segja að við höfum átt í fjarsambandi síðustu mánuði. Við sendum hvort öðru hugmyndir og vinnum tónlistina þannig í sameiningu. Ég er með sannkallað danstónlistar-stjörnuteymi á bak við mig við gerð plötunnar," útskýrir Þórunn. Hún hefur unnið að gerð plötunnar undanfarið ár og vonast til þess að klára upptökur á henni í maí. Aðspurð segist hún ekki enn hafa ákveðið nafn á væntanlegri plötu en að vinnuheiti hennar sé For Your Love eftir fyrsta laginu sem fór í spilun. Sjá má Þórunni og Berndsen flytja lagið í Loga í beinni í myndbandinu hér fyrir ofan. Þórunn segist spennt fyrir útgáfunni og kvíðir ekki gagnrýni. „Ég er aðallega spennt og lítið stressuð. Lögin sem hafa farið í spilun hafa fengið góðar viðtökur og það róar taugarnar. Svo er maður líka kominn með þykkan skráp eftir öll þessi ár í bransanum og veit að maður getur ekki glatt alla. Um leið og maður fer að reyna það þá er maður kominn út í vitleysu," segir söngkonan. Þórunn kom fram í tengslum við RFF nú um helgina. Auk þess mun hún spila á Aldrei fór ég suður og AK Extreme. - sm RFF Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir hyggst gefa út sína aðra sólóplötu í upphafi sumars. Hún var aðeins átján ára gömul þegar hún sendi frá sér sína fyrstu sólóplötu. Þórunn Antonía vinnur plötuna í samstarfi við tónlistarmennina Davíð Berndsen, Hermigervil og Friðfinn Oculus Sigurðsson og segir hún tónlistina dansvæna með vott af áhrifum frá níunda áratugnum. „Davíð býr úti í Portúgal og þess vegna mætti segja að við höfum átt í fjarsambandi síðustu mánuði. Við sendum hvort öðru hugmyndir og vinnum tónlistina þannig í sameiningu. Ég er með sannkallað danstónlistar-stjörnuteymi á bak við mig við gerð plötunnar," útskýrir Þórunn. Hún hefur unnið að gerð plötunnar undanfarið ár og vonast til þess að klára upptökur á henni í maí. Aðspurð segist hún ekki enn hafa ákveðið nafn á væntanlegri plötu en að vinnuheiti hennar sé For Your Love eftir fyrsta laginu sem fór í spilun. Sjá má Þórunni og Berndsen flytja lagið í Loga í beinni í myndbandinu hér fyrir ofan. Þórunn segist spennt fyrir útgáfunni og kvíðir ekki gagnrýni. „Ég er aðallega spennt og lítið stressuð. Lögin sem hafa farið í spilun hafa fengið góðar viðtökur og það róar taugarnar. Svo er maður líka kominn með þykkan skráp eftir öll þessi ár í bransanum og veit að maður getur ekki glatt alla. Um leið og maður fer að reyna það þá er maður kominn út í vitleysu," segir söngkonan. Þórunn kom fram í tengslum við RFF nú um helgina. Auk þess mun hún spila á Aldrei fór ég suður og AK Extreme. - sm
RFF Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira