Hermann Ingi trúbador heitir núna Kaleb Joshua 1. apríl 2012 11:00 Trúbadorinn og Kabbalistinn Kaleb Joshua breytti nafninu sínu fyrir skömmu. „Þessi tvö nöfn Kaleb og Joshua hafa verið mér huglæg mjög lengi og það var í febrúar sem ég lét verða af þessu og breytti nafninu í tengslum við mínar lífsskoðanir,“ segir trúbadorinn og Kabbalistinn Kaleb Joshua sem hét áður Hermann Ingi Hermannsson. Hann byrjaði að kynna sér Kabbalah-fræðin fyrir fimm árum og í fyrra opnaði hann fyrstu miðstöð Kabbalah á Íslandi á Laugaveginum en tæplega fimmtíu Kabbalistar eru virkir hér á landi. Tónlistarferillinn hófst aftur á móti fyrir löngu síðan eða þegar hann var unglingur í Vestmannaeyjum. Um 25 ár eru liðin síðan hann steig sín fyrstu skref sem trúbador og eftir það hefur hann spilað víða um land nánast hverja einustu helgi, við góðar undirtektir. Flestir þekkja hann undir nafninu Hermann Ingi trúbador og því kom það flatt upp á marga þegar hann breytti nafninu sínu í þjóðskrá í Kaleb og hóf að koma fram undir því nafni. „Þetta er búinn að vera smá aðlögunartími og fólk þarf að venjast þessu smám saman,“ segir Kaleb og viðurkennir að breytingin hafi vakið athygli. „Ég fæ mikið af spurningum eins og „Hvaðan ertu?“ því fólk heldur að ég sé útlendingur.“ Aðspurður segist hann ekki hafa fundið fyrir fordómum í sinn garð. „Það er kannski einhver hópur af fólki sem er meira tengdur manni sem var vanur hinu nafninu og skilur ekki af hverju ég var að skipta um nafn.“ Hluti af ákvörðuninni er sú að Kaleb vildi með draga sjálfan sig fram í dagsljósið sem tónlistarmann. Hann bar sama nafn og faðir sinn sem var söngvari í Logum og stofnandi Papanna. „Maður hefur ekki fengið að njóta sín algjörlega sem maður sjálfur því fólk er alltaf að bera okkur saman. Við erum líkir að mörgu leyti en ekki tónlistarlega séð. Þetta gefur mér tækifæri til að koma fram með nýtt efni á mínum forsendum.“ Kaleb segir það mesta furðu hve pabbi hans tók nýja nafninu vel. „Ég hafði mestar áhyggur af því að segja honum frá þessu en hann hafði góðan skilning á þessari breytingu.“ Hann segir Kabbalah ekki vera trúarbrögð heldur andlega tæknifræði. „Þetta eru leiðbeiningar um hvernig þú getur dregið fram það besta í lífi þínu. Þú ert að fá vitneskju um hvernig kerfið virkar og það getur veitt þér ákveðið forskot,“ segir Kaleb. freyr@frettabladid.is Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira
„Þessi tvö nöfn Kaleb og Joshua hafa verið mér huglæg mjög lengi og það var í febrúar sem ég lét verða af þessu og breytti nafninu í tengslum við mínar lífsskoðanir,“ segir trúbadorinn og Kabbalistinn Kaleb Joshua sem hét áður Hermann Ingi Hermannsson. Hann byrjaði að kynna sér Kabbalah-fræðin fyrir fimm árum og í fyrra opnaði hann fyrstu miðstöð Kabbalah á Íslandi á Laugaveginum en tæplega fimmtíu Kabbalistar eru virkir hér á landi. Tónlistarferillinn hófst aftur á móti fyrir löngu síðan eða þegar hann var unglingur í Vestmannaeyjum. Um 25 ár eru liðin síðan hann steig sín fyrstu skref sem trúbador og eftir það hefur hann spilað víða um land nánast hverja einustu helgi, við góðar undirtektir. Flestir þekkja hann undir nafninu Hermann Ingi trúbador og því kom það flatt upp á marga þegar hann breytti nafninu sínu í þjóðskrá í Kaleb og hóf að koma fram undir því nafni. „Þetta er búinn að vera smá aðlögunartími og fólk þarf að venjast þessu smám saman,“ segir Kaleb og viðurkennir að breytingin hafi vakið athygli. „Ég fæ mikið af spurningum eins og „Hvaðan ertu?“ því fólk heldur að ég sé útlendingur.“ Aðspurður segist hann ekki hafa fundið fyrir fordómum í sinn garð. „Það er kannski einhver hópur af fólki sem er meira tengdur manni sem var vanur hinu nafninu og skilur ekki af hverju ég var að skipta um nafn.“ Hluti af ákvörðuninni er sú að Kaleb vildi með draga sjálfan sig fram í dagsljósið sem tónlistarmann. Hann bar sama nafn og faðir sinn sem var söngvari í Logum og stofnandi Papanna. „Maður hefur ekki fengið að njóta sín algjörlega sem maður sjálfur því fólk er alltaf að bera okkur saman. Við erum líkir að mörgu leyti en ekki tónlistarlega séð. Þetta gefur mér tækifæri til að koma fram með nýtt efni á mínum forsendum.“ Kaleb segir það mesta furðu hve pabbi hans tók nýja nafninu vel. „Ég hafði mestar áhyggur af því að segja honum frá þessu en hann hafði góðan skilning á þessari breytingu.“ Hann segir Kabbalah ekki vera trúarbrögð heldur andlega tæknifræði. „Þetta eru leiðbeiningar um hvernig þú getur dregið fram það besta í lífi þínu. Þú ert að fá vitneskju um hvernig kerfið virkar og það getur veitt þér ákveðið forskot,“ segir Kaleb. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira