Hverra virkjun? Líf Magneudóttir skrifar 30. mars 2012 06:00 Orkuveita Reykjavíkur sleppti heldur betur fram af sér beislinu í hinu svokallaða góðæri á Íslandi. Fyrir hrun var fjárfest fyrir milljarða króna. Það hefur svo komið á daginn að forsendur þessara fjárfestinga reyndust ekki halda. Skuldir Orkuveitunnar hafa hækkað allverulega vegna gengisbreytinga en tekjurnar hafa ekki aukist til samræmis, þrátt fyrir miklar hækkanir á gjaldskrám til almennra notenda. Það er augljóslega eitthvað skakkt við þetta allt saman. Orkuveitan er og á að vera fyrirtæki í almannaeigu sem veitir íbúum á suðvesturhorninu lífsnauðsynlega þjónustu. Það ætti að vera nógu einfalt. Væntanlega þótti það bara ekki nógu fínt. Boginn var spenntur hátt og skotið geigaði. Núna þegar Reykvíkingar standa frammi fyrir því að þurfa að punga út háum fjárhæðum mánaðarlega fyrir grunnþjónustu eða horfa upp á gjaldþrot Orkuveitunnar ætlar meirihlutinn í Reykjavík samt að halda áfram að virkja til stóriðju. Það hljómar hálfpartinn eins og gallsúr gamanvísa þegar lagt er til að fyrirtæki sem nýverið rambaði á barmi gjaldþrots, að sögn borgarstjóra, fjárfesti fyrir milljarðatugi í sömu verkefnum og leiddu fyrirtækið fram að brúninni. Reyndar er fullyrt að þetta sé áhættulaust fyrir Orkuveituna þar sem nýta eigi kosti svokallaðrar verkefnafjármögnunar. Miðað við lýsingarnar á þessu fyrirbæri tryggir það að hagnaður af virkjuninni rennur allur til Orkuveitunnar en tapið hvílir allt á einhverjum öðrum. Sem sagt algjör snilld. Það verður reyndar fróðlegt að sjá hver verður ginntur til þess að gera slíkan snilldarsamning við Orkuveituna sem tryggi henni þessa afar hagfelldu útkomu. Ætli einhvern rámi kannski í snilldarsamningana sem tryggðu okkur góðærið og gleðina sem rann svo út í sandinn á örfáum klukkutímum haustið 2008? Og hverjir voru það þá sem tóku á sig tapið? Ákveðið var að ráðast í Hverahlíðarvirkjun til þess að selja raforku til stóriðju á hátindi gróðærisins. Þessari aukabúgrein Orkuveitunnar erum við vinstri græn ekki hrifin af. Sá stóriðjusamningur sem nú er verið að efna er gerður með ýmsum fyrirvörum sem nauðsynlegt er að láta á reyna áður en stóriðjustefnunni verður blint haldið áfram. Þá er ljóst að alvarleg vandkvæði fylgja niðurdælingu affallsvatns og óvissa ríkir um brennisteinsmengun á svæðinu. Ekki hefur fundist lausn á þessum þáttum og með enn einni gufuaflsvirkjuninni gæti vandinn orðið illviðráðanlegur. Í stuttu máli gæti því niðurstaðan orðið sú að nýja virkjunin dæli upp heitu vatni til þess eins að dæla því niður aftur (sem eykur skjálftatíðni á svæðinu), spúir mengandi gufum yfir íbúa á suðvesturhorninu og framleiðir raforku sem ekki er þörf fyrir núna. Þetta hljómar auðvitað ekki mjög skynsamlega. Hins vegar þurfum við ekki að hafa áhyggjur því samkvæmt forsvarsmönnum Orkuveitunnar verður gerður einhver æðislegur verkefnafjármögnunarsamningur sem leiðir til þess að Orkuveitan getur ekki tapað, bara grætt. Því miður kom þessi frábæri samningur fullseint til sögunnar. Og það sem verra er, það er að Orkuveitan hefur ekki gert slíkan samning við íbúa Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Skoðanir Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur sleppti heldur betur fram af sér beislinu í hinu svokallaða góðæri á Íslandi. Fyrir hrun var fjárfest fyrir milljarða króna. Það hefur svo komið á daginn að forsendur þessara fjárfestinga reyndust ekki halda. Skuldir Orkuveitunnar hafa hækkað allverulega vegna gengisbreytinga en tekjurnar hafa ekki aukist til samræmis, þrátt fyrir miklar hækkanir á gjaldskrám til almennra notenda. Það er augljóslega eitthvað skakkt við þetta allt saman. Orkuveitan er og á að vera fyrirtæki í almannaeigu sem veitir íbúum á suðvesturhorninu lífsnauðsynlega þjónustu. Það ætti að vera nógu einfalt. Væntanlega þótti það bara ekki nógu fínt. Boginn var spenntur hátt og skotið geigaði. Núna þegar Reykvíkingar standa frammi fyrir því að þurfa að punga út háum fjárhæðum mánaðarlega fyrir grunnþjónustu eða horfa upp á gjaldþrot Orkuveitunnar ætlar meirihlutinn í Reykjavík samt að halda áfram að virkja til stóriðju. Það hljómar hálfpartinn eins og gallsúr gamanvísa þegar lagt er til að fyrirtæki sem nýverið rambaði á barmi gjaldþrots, að sögn borgarstjóra, fjárfesti fyrir milljarðatugi í sömu verkefnum og leiddu fyrirtækið fram að brúninni. Reyndar er fullyrt að þetta sé áhættulaust fyrir Orkuveituna þar sem nýta eigi kosti svokallaðrar verkefnafjármögnunar. Miðað við lýsingarnar á þessu fyrirbæri tryggir það að hagnaður af virkjuninni rennur allur til Orkuveitunnar en tapið hvílir allt á einhverjum öðrum. Sem sagt algjör snilld. Það verður reyndar fróðlegt að sjá hver verður ginntur til þess að gera slíkan snilldarsamning við Orkuveituna sem tryggi henni þessa afar hagfelldu útkomu. Ætli einhvern rámi kannski í snilldarsamningana sem tryggðu okkur góðærið og gleðina sem rann svo út í sandinn á örfáum klukkutímum haustið 2008? Og hverjir voru það þá sem tóku á sig tapið? Ákveðið var að ráðast í Hverahlíðarvirkjun til þess að selja raforku til stóriðju á hátindi gróðærisins. Þessari aukabúgrein Orkuveitunnar erum við vinstri græn ekki hrifin af. Sá stóriðjusamningur sem nú er verið að efna er gerður með ýmsum fyrirvörum sem nauðsynlegt er að láta á reyna áður en stóriðjustefnunni verður blint haldið áfram. Þá er ljóst að alvarleg vandkvæði fylgja niðurdælingu affallsvatns og óvissa ríkir um brennisteinsmengun á svæðinu. Ekki hefur fundist lausn á þessum þáttum og með enn einni gufuaflsvirkjuninni gæti vandinn orðið illviðráðanlegur. Í stuttu máli gæti því niðurstaðan orðið sú að nýja virkjunin dæli upp heitu vatni til þess eins að dæla því niður aftur (sem eykur skjálftatíðni á svæðinu), spúir mengandi gufum yfir íbúa á suðvesturhorninu og framleiðir raforku sem ekki er þörf fyrir núna. Þetta hljómar auðvitað ekki mjög skynsamlega. Hins vegar þurfum við ekki að hafa áhyggjur því samkvæmt forsvarsmönnum Orkuveitunnar verður gerður einhver æðislegur verkefnafjármögnunarsamningur sem leiðir til þess að Orkuveitan getur ekki tapað, bara grætt. Því miður kom þessi frábæri samningur fullseint til sögunnar. Og það sem verra er, það er að Orkuveitan hefur ekki gert slíkan samning við íbúa Reykjavíkur.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar