Fréttir DV Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 15. mars 2012 06:00 Á undanförnum árum hefur málssóknum vegna ærumeiðinga og brota gegn friðhelgi einkalífs fjölgað umtalsvert á Íslandi. Ástæðan fyrir þessari aukningu er tvíþætt að mati höfundar. Annars vegar er fólk meðvitaðra um rétt sinn. Hins vegar óvönduð vinnubrögð blaðamanna og ritstjóra hjá tilteknum útgefendum. Tveir útgefendur eru í algjörum sérflokki hvað varðar fjölda málssókna. Það eru Birtíngur útgáfufélag og DV. Umfjöllunin hér á eftir er takmörkuð við þann síðarnefnda. Tjáningarfrelsið felur í sér mikilsverð réttindi, en því fylgja líka skyldur. DV hefur á undanförnum árum fullnýtt sér tjáningarfrelsið, en virðist vera algjörlega fyrirmunað að skilja þær skyldur sem því fylgja. Afleiðingin af þessu heilkenni DV eru ítrekaðar málssóknir vegna ærumeiðinga og brota gegn friðhelgi einkalífs. Það er raunar sérstakt rannsóknarefni að DV skuli finnast tíma sínum betur varið í réttarsölum á Lækjartorgi og við Arnarhól en að segja fréttir. Til einföldunar fyrir DV má draga skyldurnar saman í þrjár reglur sem flestum hafa verið innrættar frá blautu barnsbeini. Í fyrsta lagi að sannleikurinn sé sagna bestur. Í öðru lagi að menn eigi að koma fram við náungann eins og þeir vilja að sé komið fram við sig. Í þriðja lagi að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Nýlega var forsíðufrétt í DV sem braut gegn öllum þremur framangreindum reglum, en þar var fjallað um Birki Kristinsson, fyrrverandi knattspyrnumann og starfsmann Glitnis/Íslandsbanka. Á forsíðu DV í umrætt skipti var mynd af Birki ásamt eftirfarandi fyrirsögn: YFIRHEYRÐUR. Birkir Kristinsson flæktur í meinta markaðsmisnotkun. Forsíðunni var augljóslega ætlað að skapa þau hughrif að Birkir sætti rannsókn yfirvalda og væri með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar lögreglu á meintri markaðsmisnotkun. Til þess að komast að því að svo væri ekki var nauðsynlegt að lesa fréttina sjálfa á innsíðum blaðsins, en þar kom fram að Birkir væri vitni í málinu. Hér ber að hafa í huga að forsíða DV fer víða og er stillt upp með áberandi hætti á útsölustöðum blaðsins og kemur þannig fyrir sjónir tugþúsunda. Öðru máli gegnir um fréttina sjálfa á innsíðum blaðsins sem margfalt færri sjá. Með forsíðufréttinni er því dróttað að æru Birkis sem er refsiverð og skaðabótaskyld háttsemi sem DV og ritstjórar blaðsins bera ábyrgð á að lögum. Í þessu sambandi má velta því upp hvort ritstjórum DV þætti eftirfarandi fyrirsögn ásamt myndbirtingu á forsíðu víðlesins dagblaðs viðeigandi og réttlát ef þannig háttaði til að ritstjórarnir væru vitni í sakamáli. Yfirheyrðir. Ritstjórar DV flæktir í meint kynferðisbrotamál. Á haustmánuðum 2011 var forsíðufrétt í DV sem var sama marki brennd, en á forsíðunni var mynd af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, sem þakti 3/4 hluta forsíðunnar. Yfir forsíðuna var skrifað með stríðsletri BJARNI BEN YFIRHEYRÐUR, en yfirfyrirsögn forsíðunnar var Ákærur yfirvofandi í Sjóvár-málinu. Í undirfyrirsögn á forsíðu kom síðan fram að formaður Sjálfstæðisflokksins væri vitni í málinu. Hér er forsíðunni augljóslega ætlað að skapa þau hughrif hjá lesendum að Bjarni Benediktsson sé með réttarstöðu sakbornings vegna lögreglurannsóknar á svokölluðu Sjóvár- eða Vafningsmáli og að hann verði senn ákærður. Ef tilgangur DV var annar þá hefði hin risavaxna mynd að sjálfsögðu verið af þeim aðilum sem eru með réttarstöðu sakbornings í málinu og verða hugsanlega ákærðir. Það er því augljóst að annarleg sjónarmið réðu framsetningu fréttarinnar á forsíðu DV í umrætt skipti eins og virðist reyndar vera með allan fréttaflutning DV af málinu, en blaðið virðist ekki þreytast á því að endurbirta í sífellu sömu fréttina af málinu, alltaf með Bjarna Benediktsson í forgrunni, sem er sérkennilegt þar sem hann er vitni í málinu en ekki sakborningur. Það er mál að linni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Vafningsmálið Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur málssóknum vegna ærumeiðinga og brota gegn friðhelgi einkalífs fjölgað umtalsvert á Íslandi. Ástæðan fyrir þessari aukningu er tvíþætt að mati höfundar. Annars vegar er fólk meðvitaðra um rétt sinn. Hins vegar óvönduð vinnubrögð blaðamanna og ritstjóra hjá tilteknum útgefendum. Tveir útgefendur eru í algjörum sérflokki hvað varðar fjölda málssókna. Það eru Birtíngur útgáfufélag og DV. Umfjöllunin hér á eftir er takmörkuð við þann síðarnefnda. Tjáningarfrelsið felur í sér mikilsverð réttindi, en því fylgja líka skyldur. DV hefur á undanförnum árum fullnýtt sér tjáningarfrelsið, en virðist vera algjörlega fyrirmunað að skilja þær skyldur sem því fylgja. Afleiðingin af þessu heilkenni DV eru ítrekaðar málssóknir vegna ærumeiðinga og brota gegn friðhelgi einkalífs. Það er raunar sérstakt rannsóknarefni að DV skuli finnast tíma sínum betur varið í réttarsölum á Lækjartorgi og við Arnarhól en að segja fréttir. Til einföldunar fyrir DV má draga skyldurnar saman í þrjár reglur sem flestum hafa verið innrættar frá blautu barnsbeini. Í fyrsta lagi að sannleikurinn sé sagna bestur. Í öðru lagi að menn eigi að koma fram við náungann eins og þeir vilja að sé komið fram við sig. Í þriðja lagi að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Nýlega var forsíðufrétt í DV sem braut gegn öllum þremur framangreindum reglum, en þar var fjallað um Birki Kristinsson, fyrrverandi knattspyrnumann og starfsmann Glitnis/Íslandsbanka. Á forsíðu DV í umrætt skipti var mynd af Birki ásamt eftirfarandi fyrirsögn: YFIRHEYRÐUR. Birkir Kristinsson flæktur í meinta markaðsmisnotkun. Forsíðunni var augljóslega ætlað að skapa þau hughrif að Birkir sætti rannsókn yfirvalda og væri með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar lögreglu á meintri markaðsmisnotkun. Til þess að komast að því að svo væri ekki var nauðsynlegt að lesa fréttina sjálfa á innsíðum blaðsins, en þar kom fram að Birkir væri vitni í málinu. Hér ber að hafa í huga að forsíða DV fer víða og er stillt upp með áberandi hætti á útsölustöðum blaðsins og kemur þannig fyrir sjónir tugþúsunda. Öðru máli gegnir um fréttina sjálfa á innsíðum blaðsins sem margfalt færri sjá. Með forsíðufréttinni er því dróttað að æru Birkis sem er refsiverð og skaðabótaskyld háttsemi sem DV og ritstjórar blaðsins bera ábyrgð á að lögum. Í þessu sambandi má velta því upp hvort ritstjórum DV þætti eftirfarandi fyrirsögn ásamt myndbirtingu á forsíðu víðlesins dagblaðs viðeigandi og réttlát ef þannig háttaði til að ritstjórarnir væru vitni í sakamáli. Yfirheyrðir. Ritstjórar DV flæktir í meint kynferðisbrotamál. Á haustmánuðum 2011 var forsíðufrétt í DV sem var sama marki brennd, en á forsíðunni var mynd af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, sem þakti 3/4 hluta forsíðunnar. Yfir forsíðuna var skrifað með stríðsletri BJARNI BEN YFIRHEYRÐUR, en yfirfyrirsögn forsíðunnar var Ákærur yfirvofandi í Sjóvár-málinu. Í undirfyrirsögn á forsíðu kom síðan fram að formaður Sjálfstæðisflokksins væri vitni í málinu. Hér er forsíðunni augljóslega ætlað að skapa þau hughrif hjá lesendum að Bjarni Benediktsson sé með réttarstöðu sakbornings vegna lögreglurannsóknar á svokölluðu Sjóvár- eða Vafningsmáli og að hann verði senn ákærður. Ef tilgangur DV var annar þá hefði hin risavaxna mynd að sjálfsögðu verið af þeim aðilum sem eru með réttarstöðu sakbornings í málinu og verða hugsanlega ákærðir. Það er því augljóst að annarleg sjónarmið réðu framsetningu fréttarinnar á forsíðu DV í umrætt skipti eins og virðist reyndar vera með allan fréttaflutning DV af málinu, en blaðið virðist ekki þreytast á því að endurbirta í sífellu sömu fréttina af málinu, alltaf með Bjarna Benediktsson í forgrunni, sem er sérkennilegt þar sem hann er vitni í málinu en ekki sakborningur. Það er mál að linni.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun