Vel skal vanda Oddný G. Harðardóttir skrifar 14. mars 2012 06:00 Nú þegar vinna við rammaáætlun er á lokametrunum er farið að gæta óþreyju hjá mörgum. Ástæða þess að málið hefur tekið lengri tíma en áætlað var er einfaldlega hversu viðamikið það er og að við viljum gæta þess á öllum stigum að vinna faglega að málinu og fylgja réttri stjórnsýslu. Það var í júlí síðastliðnum að verkefnisstjórn 2. áfanga rammaáætlunar skilaði lokaskýrslu sinni. Mikilvægt er að hafa í huga að í skýrslunni er ekki að finna flokkun þeirra virkjunarkosta sem verkefnisstjórnin hafði til skoðunar, en í lögum nr. 48/2011 um rammaáætlun er mælt fyrir um að virkjunarkostir séu flokkaðir í orkunýtingarflokk, biðflokk eða verndarflokk og lagðir þannig fram á Alþingi í formi þingsályktunartillögu. Á grundvelli tillagna verkefnisstjórnar voru virkjunarkostirnir flokkaðir hver í sinn flokk. Við þá vinnu nutum við liðsinnis formanns verkefnisstjórnarinnar og formanna þeirra fjögurra faghópa sem störfuðu í verkefnisstjórninni. Í kjölfarið voru samin drög að þingsályktunartillögu sem síðan var sett í lögbundið opið 12 vikna umsagnarferli. Alls bárust 225 umsagnir og í samræmi við 5. gr. laganna um rammaáætlun á að gæta varúðarsjónarmiða þegar umsagnir eru metnar og tillaga til þingsinsákveðin. Heyrst hafa þær raddir að réttast væri að leggja einfaldlega fyrir Alþingi sem þingsályktunartillögu skýrslu verkefnisstjórnarinnar. Það er hins vegar ekki hægt skv. lögum þar sem að í henni er ekki að finna flokkun á virkjunarkostunum. Þá hafa aðrir bent á að nærtækast væri að leggja fyrir Alþingi drögin sem lögð voru fram í umsagnarferlinu. Ef sú leið væri farin værum við um leið að hafa að engu umsagnarferlið og færum jafnframt á svig við Árósasamninginn sem kveður á um aukna þátttöku almennings í ákvarðanatöku í umhverfismálum. Vinna við rammaáætlun hefur staðið yfir allt frá árinu 1999 og á öllum stigum málsins hefur verið lögð áhersla á að vinna málið eins vel og faglega og framast er kostur. Tilgangur vinnunnar er að vega og meta það hvernig orkuvinnsla næstu ára og áratuga geti þróast með heildarhagsmuni að leiðarljósi, svo sátt náist á milli sjónarmiða nýtingar og verndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Nú þegar vinna við rammaáætlun er á lokametrunum er farið að gæta óþreyju hjá mörgum. Ástæða þess að málið hefur tekið lengri tíma en áætlað var er einfaldlega hversu viðamikið það er og að við viljum gæta þess á öllum stigum að vinna faglega að málinu og fylgja réttri stjórnsýslu. Það var í júlí síðastliðnum að verkefnisstjórn 2. áfanga rammaáætlunar skilaði lokaskýrslu sinni. Mikilvægt er að hafa í huga að í skýrslunni er ekki að finna flokkun þeirra virkjunarkosta sem verkefnisstjórnin hafði til skoðunar, en í lögum nr. 48/2011 um rammaáætlun er mælt fyrir um að virkjunarkostir séu flokkaðir í orkunýtingarflokk, biðflokk eða verndarflokk og lagðir þannig fram á Alþingi í formi þingsályktunartillögu. Á grundvelli tillagna verkefnisstjórnar voru virkjunarkostirnir flokkaðir hver í sinn flokk. Við þá vinnu nutum við liðsinnis formanns verkefnisstjórnarinnar og formanna þeirra fjögurra faghópa sem störfuðu í verkefnisstjórninni. Í kjölfarið voru samin drög að þingsályktunartillögu sem síðan var sett í lögbundið opið 12 vikna umsagnarferli. Alls bárust 225 umsagnir og í samræmi við 5. gr. laganna um rammaáætlun á að gæta varúðarsjónarmiða þegar umsagnir eru metnar og tillaga til þingsinsákveðin. Heyrst hafa þær raddir að réttast væri að leggja einfaldlega fyrir Alþingi sem þingsályktunartillögu skýrslu verkefnisstjórnarinnar. Það er hins vegar ekki hægt skv. lögum þar sem að í henni er ekki að finna flokkun á virkjunarkostunum. Þá hafa aðrir bent á að nærtækast væri að leggja fyrir Alþingi drögin sem lögð voru fram í umsagnarferlinu. Ef sú leið væri farin værum við um leið að hafa að engu umsagnarferlið og færum jafnframt á svig við Árósasamninginn sem kveður á um aukna þátttöku almennings í ákvarðanatöku í umhverfismálum. Vinna við rammaáætlun hefur staðið yfir allt frá árinu 1999 og á öllum stigum málsins hefur verið lögð áhersla á að vinna málið eins vel og faglega og framast er kostur. Tilgangur vinnunnar er að vega og meta það hvernig orkuvinnsla næstu ára og áratuga geti þróast með heildarhagsmuni að leiðarljósi, svo sátt náist á milli sjónarmiða nýtingar og verndar.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar