Svarað fyrir Saari Sighvatur Björgvinsson skrifar 13. mars 2012 06:00 Helgi Seljan fréttamaður fór þess á leit við Þór Saari alþingismann í Kastljóssþætti á dögunum að alþingismaðurinn bæðist afsökunar á því að vilja réttlæta níðingsverk með reiði skuldara vegna hrunsins og vanefnda stjórnvalda. Örvinglað fólk sé bara „að boxa til baka". Þór hefur nú orðið við þeirri beiðni. En Helgi Seljan ætti að líta sinni stétt nær. Er þetta ekki einmitt það, sem hún hefur ítrekað daðrað við? Var það ekki RÚV sem gerði hvað mest úr því þegar „svindlari", eins og Helgi sjálfur kallaði „viðfangsefnið", eyðilagði eigur annarra með vélgröfu undir sjónvarpsmyndavélum eftir að hafa haft milljónir af saklausu fólki með svikum? Var það ekki RÚV, en ekki bara Þór Saari, sem notaði þessa atburði sem dæmi um hina réttlátu reiði, sem skuldarar hefðu alið með sér? Og hvað um fjölskylduna á Suðurnesjum, sem keypt hafði raðhús og tvo nýja bíla, allt í skuld, og var komin í vanskil löngu fyrir hrun? Var það ekki RÚV, sem hvað hæst barði bumburnar í túlkun sinni á því hrikalega óréttlæti, sem þessi fjölskylda þyrfti að mæta í eftirmála hrunsins? Ekki man ég betur. Þegar betur var að gáð kom hins vegar allur annar sannleikur í ljós en sannleikur fréttastofanna — í báðum tilgreindum tilvikum. Lítið fór hins vegar fyrir þeirri frásögn í fréttunum. Og náttúrlega var engrar afsökunar beðist — eða hvað? Slík dæmi um óvandaða fréttamennsku eru legíó. Og hvað um látlausan áróður í föstum fréttaskýringaþáttum sjónvarps- og útvarpsstöðva til upphafningar á reiði og til afbötunar á ofsa og hamsleysi jafnt í orðum sem athöfnum í skjóli hrunsins og „vanefnda" stjórnvalda? Margir þeirra, sem lengst gengu í gagnrýnislausri upphafningu á gleypigangi og rembilæti vanhæfu gróðapunganna fyrir hrun kynda nú sem mest þeir mega elda reiði, haturs og heiftrækni. Einn þáttastjórnenda sjónvarpsstöðvanna orðaði það svo á dögunum á fésbókarsíðu sinni að e.t.v. væri „meðvirknin með reiðinni" orðin of mikil. Bragð er að þá barnið finnur. Ætli þeir séu ekki fleiri en Þór Saari sem þyrftu að biðjast afsökunar á „meðvirkninni"? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Helgi Seljan fréttamaður fór þess á leit við Þór Saari alþingismann í Kastljóssþætti á dögunum að alþingismaðurinn bæðist afsökunar á því að vilja réttlæta níðingsverk með reiði skuldara vegna hrunsins og vanefnda stjórnvalda. Örvinglað fólk sé bara „að boxa til baka". Þór hefur nú orðið við þeirri beiðni. En Helgi Seljan ætti að líta sinni stétt nær. Er þetta ekki einmitt það, sem hún hefur ítrekað daðrað við? Var það ekki RÚV sem gerði hvað mest úr því þegar „svindlari", eins og Helgi sjálfur kallaði „viðfangsefnið", eyðilagði eigur annarra með vélgröfu undir sjónvarpsmyndavélum eftir að hafa haft milljónir af saklausu fólki með svikum? Var það ekki RÚV, en ekki bara Þór Saari, sem notaði þessa atburði sem dæmi um hina réttlátu reiði, sem skuldarar hefðu alið með sér? Og hvað um fjölskylduna á Suðurnesjum, sem keypt hafði raðhús og tvo nýja bíla, allt í skuld, og var komin í vanskil löngu fyrir hrun? Var það ekki RÚV, sem hvað hæst barði bumburnar í túlkun sinni á því hrikalega óréttlæti, sem þessi fjölskylda þyrfti að mæta í eftirmála hrunsins? Ekki man ég betur. Þegar betur var að gáð kom hins vegar allur annar sannleikur í ljós en sannleikur fréttastofanna — í báðum tilgreindum tilvikum. Lítið fór hins vegar fyrir þeirri frásögn í fréttunum. Og náttúrlega var engrar afsökunar beðist — eða hvað? Slík dæmi um óvandaða fréttamennsku eru legíó. Og hvað um látlausan áróður í föstum fréttaskýringaþáttum sjónvarps- og útvarpsstöðva til upphafningar á reiði og til afbötunar á ofsa og hamsleysi jafnt í orðum sem athöfnum í skjóli hrunsins og „vanefnda" stjórnvalda? Margir þeirra, sem lengst gengu í gagnrýnislausri upphafningu á gleypigangi og rembilæti vanhæfu gróðapunganna fyrir hrun kynda nú sem mest þeir mega elda reiði, haturs og heiftrækni. Einn þáttastjórnenda sjónvarpsstöðvanna orðaði það svo á dögunum á fésbókarsíðu sinni að e.t.v. væri „meðvirknin með reiðinni" orðin of mikil. Bragð er að þá barnið finnur. Ætli þeir séu ekki fleiri en Þór Saari sem þyrftu að biðjast afsökunar á „meðvirkninni"?
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar