Mamma, ég held að þú sért með krabbamein Sabine Leskopf skrifar 10. mars 2012 11:00 Samfélagstúlkun er túlkun fyrir einstaklinga sem ekki geta tjáð sig nægilega vel á íslensku í viðtölum þar sem mikið er í húfi, eins og í heilbrigðiskerfinu, í félagsþjónustunni, í foreldraviðtali eða við skilnað. Starf þessara túlka er mjög krefjandi, það er ekki nóg að geta talað tvö tungumál sæmilega til að vera túlkur. Samtölin geta verið einföld og skemmtileg, eins og í foreldraviðtölum í leikskólum, en líka af allt öðru tagi, túlkar sjá fólk deyja eftir bílslys og eru beðnir um að hringja í ættingja erlendis, túlkar þurfa að vera hlutlausir þegar þeir túlka fyrir kynferðisafbrotamann jafnt sem fórnarlamb hans. Ábyrgð túlks er mikil, hlutir eins og röng sjúkdómsgreining, trúnaðarbrestur eða vanlíðan barns vega þungt. Einnig eru sum samfélög innflytjenda mjög lítil og allir þekkjast sem getur gert tilveru túlks mjög erfiða og hafa margir góðir túlkar gefist upp eða þurft að fórna sínu eigin félagslífi. Samt er þessu starfi sýnd mjög lítil virðing: launin eru lægri en á kassanum í Bónus og það er upp á viðkomandi túlkaþjónustu komið hvort einhver fræðsla til túlka fer fram. Rammasamningar Ríkiskaupa eða sveitarfélaga gera engar formlegar kröfur til menntunar túlka. Nám við HÍ í samfélagstúlkun liggur niðri vegna fjárskorts. Þó að yfirvöld borgi túlki minna en helming þess sem þau borga viðgerðarmanni sem kemur til að líta á kaffivélina finnst þeim þjónustan dýr og á tímum sem þessum þarf að spara. Þess vegna taka flestir innan kerfisins því fegins hendi ef fólk kemur með sinn eigin túlk. Stundum eru það vinir og vandamenn en mjög oft er það fólk sem ætti ekki undir neinum kringumstæðum að vera yfirleitt viðstatt erfið viðtöl, hvað þá að bera ábyrgð á þeim og það eru börn þeirra sem í hlut eiga. Börn eru yfirleitt fljótari að tileinka sér nýtt tungumál og eftir hrunið hefur þetta viðgengist æ meir. Til eru dæmi um að barn hefur verið tekið úr eigin kennslustundum til að túlka fyrir starfsfólk í eldhúsi skólans, hjá félagsþjónustunni hefur barn verið látið miðla samtali um að fjölskyldan ætti að missa húsnæði sitt og börn allt niður að 10 ára aldri hafa túlkað í læknisviðtölum þar sem meira að segja er til staðar lögbundinn réttur á túlkun. Svo eru tvítyngd börn ekki alltaf góðir túlkar – barn pólskra foreldra sem elst upp hér á landi getur kannski haldið uppi almennum samræðum á pólsku en það hefur aldrei farið til læknis, hvað þá til sýslumanns í Póllandi. En aðallega getur þetta verið skelfilega þung byrði sem ekkert barn ætti að þurfa að bera. Í staðinn eiga börn rétt á vernd sem foreldrar og stjórnvöld eiga að veita. Í nýju lagafrumvarpi um málefni innflytjenda er einungis tekið fram að æskilegt sé að móta heildarstefnu um túlkaþjónustu. Hluti af þessari stefnu ætti að fela í sér að brjóta ekki lengur á mannréttindum barna af erlendum uppruna með þessum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Samfélagstúlkun er túlkun fyrir einstaklinga sem ekki geta tjáð sig nægilega vel á íslensku í viðtölum þar sem mikið er í húfi, eins og í heilbrigðiskerfinu, í félagsþjónustunni, í foreldraviðtali eða við skilnað. Starf þessara túlka er mjög krefjandi, það er ekki nóg að geta talað tvö tungumál sæmilega til að vera túlkur. Samtölin geta verið einföld og skemmtileg, eins og í foreldraviðtölum í leikskólum, en líka af allt öðru tagi, túlkar sjá fólk deyja eftir bílslys og eru beðnir um að hringja í ættingja erlendis, túlkar þurfa að vera hlutlausir þegar þeir túlka fyrir kynferðisafbrotamann jafnt sem fórnarlamb hans. Ábyrgð túlks er mikil, hlutir eins og röng sjúkdómsgreining, trúnaðarbrestur eða vanlíðan barns vega þungt. Einnig eru sum samfélög innflytjenda mjög lítil og allir þekkjast sem getur gert tilveru túlks mjög erfiða og hafa margir góðir túlkar gefist upp eða þurft að fórna sínu eigin félagslífi. Samt er þessu starfi sýnd mjög lítil virðing: launin eru lægri en á kassanum í Bónus og það er upp á viðkomandi túlkaþjónustu komið hvort einhver fræðsla til túlka fer fram. Rammasamningar Ríkiskaupa eða sveitarfélaga gera engar formlegar kröfur til menntunar túlka. Nám við HÍ í samfélagstúlkun liggur niðri vegna fjárskorts. Þó að yfirvöld borgi túlki minna en helming þess sem þau borga viðgerðarmanni sem kemur til að líta á kaffivélina finnst þeim þjónustan dýr og á tímum sem þessum þarf að spara. Þess vegna taka flestir innan kerfisins því fegins hendi ef fólk kemur með sinn eigin túlk. Stundum eru það vinir og vandamenn en mjög oft er það fólk sem ætti ekki undir neinum kringumstæðum að vera yfirleitt viðstatt erfið viðtöl, hvað þá að bera ábyrgð á þeim og það eru börn þeirra sem í hlut eiga. Börn eru yfirleitt fljótari að tileinka sér nýtt tungumál og eftir hrunið hefur þetta viðgengist æ meir. Til eru dæmi um að barn hefur verið tekið úr eigin kennslustundum til að túlka fyrir starfsfólk í eldhúsi skólans, hjá félagsþjónustunni hefur barn verið látið miðla samtali um að fjölskyldan ætti að missa húsnæði sitt og börn allt niður að 10 ára aldri hafa túlkað í læknisviðtölum þar sem meira að segja er til staðar lögbundinn réttur á túlkun. Svo eru tvítyngd börn ekki alltaf góðir túlkar – barn pólskra foreldra sem elst upp hér á landi getur kannski haldið uppi almennum samræðum á pólsku en það hefur aldrei farið til læknis, hvað þá til sýslumanns í Póllandi. En aðallega getur þetta verið skelfilega þung byrði sem ekkert barn ætti að þurfa að bera. Í staðinn eiga börn rétt á vernd sem foreldrar og stjórnvöld eiga að veita. Í nýju lagafrumvarpi um málefni innflytjenda er einungis tekið fram að æskilegt sé að móta heildarstefnu um túlkaþjónustu. Hluti af þessari stefnu ætti að fela í sér að brjóta ekki lengur á mannréttindum barna af erlendum uppruna með þessum hætti.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun