Nýr ríkiskapítalismi Einar Benediktsson skrifar 1. mars 2012 06:00 Á fáum áratugum hafa ríkisfyrirtæki í Kína, Rússlandi og víðar vaxið svo ört að verða risar á heimsvísu. Spurt er hvort þetta boði nýjan ríkiskapítalisma í anda Lenins og að frjálshyggjan sé á undanhaldi? Mætti væntanlega byrja á þeirri byrjun, að arfleifð 20. aldarinnar var útbreiðsla um heimsbyggðina á túlkun Lenins á kenningum Marx; óhjákvæmileg framvinda sögunnar hefði sannast á byltingunni í Rússlandi. Þessi sögutúlkun verður trúaratriði byltingarsinna í anda Kommúnistaávarpsins. Þá mæla Lenin og síðar Stalin svo fyrir, að allar fórnir og útrýmingar eða „hreinsanir" á milljónum andstæðinga með járnhörðu einræði væru bæði réttlætanlegar og nauðsynlegar. Allar greinar atvinnulífsins voru að sjálfsögðu ríkisreknar en Sovétríkin voru óralangt á eftir kapítalismanum í framleiðni og vörugæðum. Undantekningin var vopnaframleiðsla. Aðeins yrði tímabundin töf á aðlögun að hinu nýja sæluríki, alræði öreiganna. Ekkert bólaði á því og íslenskir kommúnistar biðu að virtist þolinmóðir eftir því að að Eyjólfur hresstist, eins og sagt var. Í janúarlok 2012 var vikuritið The Economist helgað vaxandi ríkiskapítalisma, þjóðfélagsnýjung hins komandi heimshluta í framför (e. The Emerging World"s New Model). Vísað er til aðalfyrirmyndarinnar með eldrauðri forsíðumynd af Lenin. Það var í Singapore að þessi nýi ríkiskapítalismi heldur innreið sína og var algjör ríkisforsjá látin ráða. Singapore nær geypimiklum árangri í að fá til sín erlendar fjárfestingar. Þetta tekur forsetinn Deng Xiaoping Kínverjum til fyrirmyndar og hafin er innreið erlendra fyrirtækja til landsins og 1,3 milljarða Kínverja í heimsvæðinguna. Deng og eftirmaðurinn Jiang Zemin og þeirra kynslóð leiðandi manna höfðu menntast eða hlotið starfsþjálfun í iðnaðarrekstri í Sovétríkjunum. Þriðji þátturinn í þróun nýs ríkiskapítalisma kemur eftir hrun Sovétríkjanna og yfirgang oligarkanna svonefndu, flokksgæðinga sem sölsuðu undir sig hluta alls hagkerfis landsins. Pútín forseti stöðvar þá þróun og kemur iðngreinum undir ríkið eða eftirlit þess. Veldi þessa nýja kapítalisma má m.a. ráða af risavöxnum aðalbækistöðvum fyrirtækjanna í Beijing, Moskvu og Kúala Lúmpúr. Ríkisfyrirtæki eru í heildina næstum allt markaðsvirðið á kauphöllunum í Kína og Rússlandi og ráðstafa miklu af risavöxnum þróunar- og fjárfestingarsjóðum. Í Kína lýtur stjórnun á efnahagslífinu flokksvaldi, umfram það sem þekkist í öðrum ríkjum ríkiskapítalismans. Um það sér sérstök ríkisstofnun og deild í kommúnistaflokknum sem er til margvíslegra áhrifa. Áhersla hefur verið lögð á háa menntun og að forystumenn séu þar jafnokar erlendra keppinauta, enda hefur mikill fjöldi Kínverja sótt háskólanám í Evrópu og Bandaríkjunum. Kínversk stjórnvöld telja sig sýnilega standa í hörkubaráttu við vestræn ríki um hráefni, einkum olíu. Þeir leita m.a. til landa sem Vesturveldum hugnast ekki til samskipta, svo sem Súdan og eru þar 10.000 Kínverjar við störf. Þar sem annars staðar er um að ræða uppbyggingu iðnaðar og vissra grunnstoða efnahagslífsins með kínversku vinnuafli, sem ferðalangur sagði mér að ætti við um nýbyggingar hótela í Karíbahafi. Þá eru auðlindir norðurskautsins heillandi með mikið af öllum ónýttum olíuforða heims auk jarðgass. Alkunna er að norðausturhluti Íslands er ákjósanlegur fyrir hafnir sem þjóni nýrri siglingaleið sem og olíuiðnaði. Þann 23. febrúar kom fregn sem staðfestir að einmitt þarna geti risið smækkuð íslensk útgáfa af Stavanger eða Aberdeen í olíuumsvifum. Upplýst var að jarðlagsrannsóknir við Jan Mayen bendi til þess að olíu sé að finna einmitt á Drekasvæðinu sem Íslendingar eiga að hluta. Grímsstaðir á Fjöllum eru æskilegt bakland aðila ef þeir vilja troða sér að hugsanlegri auðlindanýtingu. Þá kynni að þurfa aðstöðu fyrir fjölmennt vinnulið, flugvöll og staðsetningu rannsókna fyrir norðurskautið. Varla ætti ekki að þurfa að ræða hverjir eru þjóðarhagsmunir varðandi eigu/leiguhald 300 ferkílómetra jarðnæðisins þarna, né ætti heldur að vera neinn árekstur aðila um þetta. Þá eru Noregur og Ísland í lykilstöðu fyrir miklar gámahafnir vegna nýrrar siglingaleiðar á norð-austur slóðinni um heimskautið. Landfræðileg staða Íslands vegna samgangna framtíðar kann að verða mikill þáttur í efnahagslegri framvindu okkar. Kæmi annað til en að hugsanleg ný gámahöfn yrði í íslenskri eigu eins og aðrar hafnir landsins? Svokallaður „öxull ríkiskapítalisma" nær vinsældum sem hugmyndafræði sem sér Bandaríkin dragast inn í skel, Evrópu stríðandi við innri erfiðleika og að ekki sé leiðandi hópur iðnríkja lengur G8-löndin heldur G20. Ríkiskapítalisminn verður aldrei fjöldahreyfing en til árekstra í samskiptum vegna stuðnings hins opinbera sem óstutt einkaframtak mætir. Það verður æ meira pólitískt vandamál að ríkisstuðningur Kínverja kosti Bandaríkin og Evrópu fjölda starfa. Mjög eru skoðanir skiptar um framtíð ríkiskapítalisma en vöxtur hans er ein aðalbreytingin á hagkerfi heimsins undanfarin ár. Er þetta alda framtíðarþróunar eða enn eitt dæmið um ríkisforræði sem mistekst? Hvernig geta ríkin séð eigin fyrirtækjum fyrir nægilegu eftirliti, forðað því að þau verði peningahít í lélegum rekstri eða tryggi tækniframfarir? Úttekt Economist færir rök til hins gagnstæða og telur að eftirlíkingar hvers kyns af vestrænni framleiðslu og lærdómur af rekstraraðferðum verði styrkur ríkiskapítalismans. Helsti dragbítur hans sé vöntun á athafnafrelsi við að vera armur hins opinbera og spilling. En barátta á 21. öld verði ekki á milli kapítalisma og sósíalisma, heldur á milli mismunandi útgáfa af kapítalisma. Kína verður í broddi fylkingar: landið er efnahagslegt ofurveldi – superpower- og á hraðri leið með að skáka Bandaríkjunum sem herveldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Á fáum áratugum hafa ríkisfyrirtæki í Kína, Rússlandi og víðar vaxið svo ört að verða risar á heimsvísu. Spurt er hvort þetta boði nýjan ríkiskapítalisma í anda Lenins og að frjálshyggjan sé á undanhaldi? Mætti væntanlega byrja á þeirri byrjun, að arfleifð 20. aldarinnar var útbreiðsla um heimsbyggðina á túlkun Lenins á kenningum Marx; óhjákvæmileg framvinda sögunnar hefði sannast á byltingunni í Rússlandi. Þessi sögutúlkun verður trúaratriði byltingarsinna í anda Kommúnistaávarpsins. Þá mæla Lenin og síðar Stalin svo fyrir, að allar fórnir og útrýmingar eða „hreinsanir" á milljónum andstæðinga með járnhörðu einræði væru bæði réttlætanlegar og nauðsynlegar. Allar greinar atvinnulífsins voru að sjálfsögðu ríkisreknar en Sovétríkin voru óralangt á eftir kapítalismanum í framleiðni og vörugæðum. Undantekningin var vopnaframleiðsla. Aðeins yrði tímabundin töf á aðlögun að hinu nýja sæluríki, alræði öreiganna. Ekkert bólaði á því og íslenskir kommúnistar biðu að virtist þolinmóðir eftir því að að Eyjólfur hresstist, eins og sagt var. Í janúarlok 2012 var vikuritið The Economist helgað vaxandi ríkiskapítalisma, þjóðfélagsnýjung hins komandi heimshluta í framför (e. The Emerging World"s New Model). Vísað er til aðalfyrirmyndarinnar með eldrauðri forsíðumynd af Lenin. Það var í Singapore að þessi nýi ríkiskapítalismi heldur innreið sína og var algjör ríkisforsjá látin ráða. Singapore nær geypimiklum árangri í að fá til sín erlendar fjárfestingar. Þetta tekur forsetinn Deng Xiaoping Kínverjum til fyrirmyndar og hafin er innreið erlendra fyrirtækja til landsins og 1,3 milljarða Kínverja í heimsvæðinguna. Deng og eftirmaðurinn Jiang Zemin og þeirra kynslóð leiðandi manna höfðu menntast eða hlotið starfsþjálfun í iðnaðarrekstri í Sovétríkjunum. Þriðji þátturinn í þróun nýs ríkiskapítalisma kemur eftir hrun Sovétríkjanna og yfirgang oligarkanna svonefndu, flokksgæðinga sem sölsuðu undir sig hluta alls hagkerfis landsins. Pútín forseti stöðvar þá þróun og kemur iðngreinum undir ríkið eða eftirlit þess. Veldi þessa nýja kapítalisma má m.a. ráða af risavöxnum aðalbækistöðvum fyrirtækjanna í Beijing, Moskvu og Kúala Lúmpúr. Ríkisfyrirtæki eru í heildina næstum allt markaðsvirðið á kauphöllunum í Kína og Rússlandi og ráðstafa miklu af risavöxnum þróunar- og fjárfestingarsjóðum. Í Kína lýtur stjórnun á efnahagslífinu flokksvaldi, umfram það sem þekkist í öðrum ríkjum ríkiskapítalismans. Um það sér sérstök ríkisstofnun og deild í kommúnistaflokknum sem er til margvíslegra áhrifa. Áhersla hefur verið lögð á háa menntun og að forystumenn séu þar jafnokar erlendra keppinauta, enda hefur mikill fjöldi Kínverja sótt háskólanám í Evrópu og Bandaríkjunum. Kínversk stjórnvöld telja sig sýnilega standa í hörkubaráttu við vestræn ríki um hráefni, einkum olíu. Þeir leita m.a. til landa sem Vesturveldum hugnast ekki til samskipta, svo sem Súdan og eru þar 10.000 Kínverjar við störf. Þar sem annars staðar er um að ræða uppbyggingu iðnaðar og vissra grunnstoða efnahagslífsins með kínversku vinnuafli, sem ferðalangur sagði mér að ætti við um nýbyggingar hótela í Karíbahafi. Þá eru auðlindir norðurskautsins heillandi með mikið af öllum ónýttum olíuforða heims auk jarðgass. Alkunna er að norðausturhluti Íslands er ákjósanlegur fyrir hafnir sem þjóni nýrri siglingaleið sem og olíuiðnaði. Þann 23. febrúar kom fregn sem staðfestir að einmitt þarna geti risið smækkuð íslensk útgáfa af Stavanger eða Aberdeen í olíuumsvifum. Upplýst var að jarðlagsrannsóknir við Jan Mayen bendi til þess að olíu sé að finna einmitt á Drekasvæðinu sem Íslendingar eiga að hluta. Grímsstaðir á Fjöllum eru æskilegt bakland aðila ef þeir vilja troða sér að hugsanlegri auðlindanýtingu. Þá kynni að þurfa aðstöðu fyrir fjölmennt vinnulið, flugvöll og staðsetningu rannsókna fyrir norðurskautið. Varla ætti ekki að þurfa að ræða hverjir eru þjóðarhagsmunir varðandi eigu/leiguhald 300 ferkílómetra jarðnæðisins þarna, né ætti heldur að vera neinn árekstur aðila um þetta. Þá eru Noregur og Ísland í lykilstöðu fyrir miklar gámahafnir vegna nýrrar siglingaleiðar á norð-austur slóðinni um heimskautið. Landfræðileg staða Íslands vegna samgangna framtíðar kann að verða mikill þáttur í efnahagslegri framvindu okkar. Kæmi annað til en að hugsanleg ný gámahöfn yrði í íslenskri eigu eins og aðrar hafnir landsins? Svokallaður „öxull ríkiskapítalisma" nær vinsældum sem hugmyndafræði sem sér Bandaríkin dragast inn í skel, Evrópu stríðandi við innri erfiðleika og að ekki sé leiðandi hópur iðnríkja lengur G8-löndin heldur G20. Ríkiskapítalisminn verður aldrei fjöldahreyfing en til árekstra í samskiptum vegna stuðnings hins opinbera sem óstutt einkaframtak mætir. Það verður æ meira pólitískt vandamál að ríkisstuðningur Kínverja kosti Bandaríkin og Evrópu fjölda starfa. Mjög eru skoðanir skiptar um framtíð ríkiskapítalisma en vöxtur hans er ein aðalbreytingin á hagkerfi heimsins undanfarin ár. Er þetta alda framtíðarþróunar eða enn eitt dæmið um ríkisforræði sem mistekst? Hvernig geta ríkin séð eigin fyrirtækjum fyrir nægilegu eftirliti, forðað því að þau verði peningahít í lélegum rekstri eða tryggi tækniframfarir? Úttekt Economist færir rök til hins gagnstæða og telur að eftirlíkingar hvers kyns af vestrænni framleiðslu og lærdómur af rekstraraðferðum verði styrkur ríkiskapítalismans. Helsti dragbítur hans sé vöntun á athafnafrelsi við að vera armur hins opinbera og spilling. En barátta á 21. öld verði ekki á milli kapítalisma og sósíalisma, heldur á milli mismunandi útgáfa af kapítalisma. Kína verður í broddi fylkingar: landið er efnahagslegt ofurveldi – superpower- og á hraðri leið með að skáka Bandaríkjunum sem herveldi.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar