Skemmtilegur kvíðasjúklingur Trausti Júlíusson skrifar 29. febrúar 2012 16:30 Tónlist. Einfaldlega flókið. Hallgrímur Oddsson. Einfaldlega flókið er fyrsta sólóplata Hallgríms Oddssonar, en hann hefur eitthvað fengist við tónlist áður. Hann var um tíma söngvari hljómsveitarinnar Stripshow og er meðlimur í Fjallabræðrum. Einfaldlega flókið er meðal annars gerð með aðstoð hljóðfæraleikara Fjallabræðra og kórstjórinn Halldór Gunnar Pálsson útsetur hana auk þess að spila á gítar. Einfaldlega flókið er þemaplata, sem að sögn höfundarins „hverfist um skuldbindingarfælinn kvíðasjúkling, ástir hans og örlög". Tónlistin er sambland af rokki, kántrí og þjóðlagatónlist. Útsetningarnar eru vel heppnaðar. Grunnurinn er traustur og svo setja aukahljóðfæri eins og fiðla og básúna skemmtilegan svip. Gítarleikurinn er oft flottur, t.d. í upphafslaginu 360 gráður og þjóðlagarokkaranum Hafðu mig hjá (hlusta má á lagið hér fyrir ofan) og orgelið kemur sömuleiðis mjög vel út. Þá er söngrödd Hallgríms líka eitt af sterkustu sérkennunum. Margar lagasmíðanna á Einfaldlega flókið eru ágætar, t.d. fjögur fyrstu lögin, en textarnir eru ekki síður skemmtilegir. Þeir eru vel skrifaðir, sem kemur ekki á óvart því Hallgrímur er verðlaunað leikritaskáld. Textarnir eru fullir af tilvistarkreppuhúmor og sögupersónan gerir óspart grín að sjálfri sér. Dæmi úr laginu Æðri máttur: „Freistingar stenst ég án verulegs voða/Og varla fell – nema það standi til boða/Tilgangur míns lífs er tilvistarkreppa/Er toppnum er náð, að engu er að keppa" … Á heildina litið er þetta flott frumsmíð. Niðurstaða: Fjallabróðir með fína sólóplötu. Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Tónlist. Einfaldlega flókið. Hallgrímur Oddsson. Einfaldlega flókið er fyrsta sólóplata Hallgríms Oddssonar, en hann hefur eitthvað fengist við tónlist áður. Hann var um tíma söngvari hljómsveitarinnar Stripshow og er meðlimur í Fjallabræðrum. Einfaldlega flókið er meðal annars gerð með aðstoð hljóðfæraleikara Fjallabræðra og kórstjórinn Halldór Gunnar Pálsson útsetur hana auk þess að spila á gítar. Einfaldlega flókið er þemaplata, sem að sögn höfundarins „hverfist um skuldbindingarfælinn kvíðasjúkling, ástir hans og örlög". Tónlistin er sambland af rokki, kántrí og þjóðlagatónlist. Útsetningarnar eru vel heppnaðar. Grunnurinn er traustur og svo setja aukahljóðfæri eins og fiðla og básúna skemmtilegan svip. Gítarleikurinn er oft flottur, t.d. í upphafslaginu 360 gráður og þjóðlagarokkaranum Hafðu mig hjá (hlusta má á lagið hér fyrir ofan) og orgelið kemur sömuleiðis mjög vel út. Þá er söngrödd Hallgríms líka eitt af sterkustu sérkennunum. Margar lagasmíðanna á Einfaldlega flókið eru ágætar, t.d. fjögur fyrstu lögin, en textarnir eru ekki síður skemmtilegir. Þeir eru vel skrifaðir, sem kemur ekki á óvart því Hallgrímur er verðlaunað leikritaskáld. Textarnir eru fullir af tilvistarkreppuhúmor og sögupersónan gerir óspart grín að sjálfri sér. Dæmi úr laginu Æðri máttur: „Freistingar stenst ég án verulegs voða/Og varla fell – nema það standi til boða/Tilgangur míns lífs er tilvistarkreppa/Er toppnum er náð, að engu er að keppa" … Á heildina litið er þetta flott frumsmíð. Niðurstaða: Fjallabróðir með fína sólóplötu.
Mest lesið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira