Skemmtilegur kvíðasjúklingur Trausti Júlíusson skrifar 29. febrúar 2012 16:30 Tónlist. Einfaldlega flókið. Hallgrímur Oddsson. Einfaldlega flókið er fyrsta sólóplata Hallgríms Oddssonar, en hann hefur eitthvað fengist við tónlist áður. Hann var um tíma söngvari hljómsveitarinnar Stripshow og er meðlimur í Fjallabræðrum. Einfaldlega flókið er meðal annars gerð með aðstoð hljóðfæraleikara Fjallabræðra og kórstjórinn Halldór Gunnar Pálsson útsetur hana auk þess að spila á gítar. Einfaldlega flókið er þemaplata, sem að sögn höfundarins „hverfist um skuldbindingarfælinn kvíðasjúkling, ástir hans og örlög". Tónlistin er sambland af rokki, kántrí og þjóðlagatónlist. Útsetningarnar eru vel heppnaðar. Grunnurinn er traustur og svo setja aukahljóðfæri eins og fiðla og básúna skemmtilegan svip. Gítarleikurinn er oft flottur, t.d. í upphafslaginu 360 gráður og þjóðlagarokkaranum Hafðu mig hjá (hlusta má á lagið hér fyrir ofan) og orgelið kemur sömuleiðis mjög vel út. Þá er söngrödd Hallgríms líka eitt af sterkustu sérkennunum. Margar lagasmíðanna á Einfaldlega flókið eru ágætar, t.d. fjögur fyrstu lögin, en textarnir eru ekki síður skemmtilegir. Þeir eru vel skrifaðir, sem kemur ekki á óvart því Hallgrímur er verðlaunað leikritaskáld. Textarnir eru fullir af tilvistarkreppuhúmor og sögupersónan gerir óspart grín að sjálfri sér. Dæmi úr laginu Æðri máttur: „Freistingar stenst ég án verulegs voða/Og varla fell – nema það standi til boða/Tilgangur míns lífs er tilvistarkreppa/Er toppnum er náð, að engu er að keppa" … Á heildina litið er þetta flott frumsmíð. Niðurstaða: Fjallabróðir með fína sólóplötu. Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist. Einfaldlega flókið. Hallgrímur Oddsson. Einfaldlega flókið er fyrsta sólóplata Hallgríms Oddssonar, en hann hefur eitthvað fengist við tónlist áður. Hann var um tíma söngvari hljómsveitarinnar Stripshow og er meðlimur í Fjallabræðrum. Einfaldlega flókið er meðal annars gerð með aðstoð hljóðfæraleikara Fjallabræðra og kórstjórinn Halldór Gunnar Pálsson útsetur hana auk þess að spila á gítar. Einfaldlega flókið er þemaplata, sem að sögn höfundarins „hverfist um skuldbindingarfælinn kvíðasjúkling, ástir hans og örlög". Tónlistin er sambland af rokki, kántrí og þjóðlagatónlist. Útsetningarnar eru vel heppnaðar. Grunnurinn er traustur og svo setja aukahljóðfæri eins og fiðla og básúna skemmtilegan svip. Gítarleikurinn er oft flottur, t.d. í upphafslaginu 360 gráður og þjóðlagarokkaranum Hafðu mig hjá (hlusta má á lagið hér fyrir ofan) og orgelið kemur sömuleiðis mjög vel út. Þá er söngrödd Hallgríms líka eitt af sterkustu sérkennunum. Margar lagasmíðanna á Einfaldlega flókið eru ágætar, t.d. fjögur fyrstu lögin, en textarnir eru ekki síður skemmtilegir. Þeir eru vel skrifaðir, sem kemur ekki á óvart því Hallgrímur er verðlaunað leikritaskáld. Textarnir eru fullir af tilvistarkreppuhúmor og sögupersónan gerir óspart grín að sjálfri sér. Dæmi úr laginu Æðri máttur: „Freistingar stenst ég án verulegs voða/Og varla fell – nema það standi til boða/Tilgangur míns lífs er tilvistarkreppa/Er toppnum er náð, að engu er að keppa" … Á heildina litið er þetta flott frumsmíð. Niðurstaða: Fjallabróðir með fína sólóplötu.
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira