Vitlaus eða vitiborin þjóð? 25. febrúar 2012 06:00 Skiptar skoðanir virðast vera um hvort bera á texta stjórnlagaráðs undir þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningum á sumri komandi. Einn af höfundum textans segir að þeir sem andmæla því líti svo á að þjóðin sé of heimsk til að fjalla um svo flókin mál. Í reynd víkur þessu alveg öfugt við. Með réttu ber að líta svo á að það sé vanvirðing við þjóðina að leggja mál í dóm hennar ef þau eru ekki nægjanlega vel undirbúin. Ef ágreiningsefni er ekki lagt með nægjanlega skýrum hætti fyrir dómstóla er það ekki tekið til dóms. Enginn heldur því fram að sá háttur sé hafður á vegna heimsku dómaranna. Ástæðulaust er að sýna dómstóli þjóðarinnar minni virðingu að þessu leyti en almennum dómstólum. Þrætubókarstílbrögð um hitt hvort þjóðin er vitlaus eða vitiborin koma hugmyndum um nýja stjórnarskrá ekkert við. Ákvörðun um þjóðaratkvæði byggist á mati á því hvort álitaefnið er fullreifað eða vanreifað. Í fyrra krafðist forsætisráðherra þess að Alþingi tæki til afgreiðslu frumvarp að nýjum fiskveiðistjórnarlögum áður en sérfræðingar sem ríkisstjórnin sjálf hafði kallað til gætu sagt álit sitt á efnahagslegum áhrifum þess. Þjóðaratkvæði var hótað ef þetta gengi ekki eftir. Öll andmæli voru dæmd sem sérhagsmunaþjónkun við útgerðarmenn. Það var aðeins vegna þess að jafn gráum leik og málþófi var beitt að álit sérfræðinganna fékk að líta dagsins ljós. Eftir það datt engum í hug að samþykkja frumvarpið. Það reyndist andstætt þjóðarhagsmunum. Nú er stjórnarskrármálið í sama farvegi.Vitibornir eða vitlausir þingmenn? Þrjú ár eru frá því að ríkisstjórnin lýsti yfir því að endurskoðun stjórnarskrárinnar væri nauðsynleg. Alþingi hefur haft hugmyndir stjórnlagaráðs til skoðunar í meira en hálft ár. Samt er staða málsins sú að ríkisstjórnin hefur ekki enn sagt eitt aukatekið orð um það hvernig hún telur að breyta eigi stjórnarskránni. Þeir sem forystu hafa fyrir málinu á Alþingi hafa sett lok á efnislegar umræður um hugmyndir stjórnlagaráðs. Þeir hafa látið hjá líða að láta greina hugmyndir þess. Ekki hefur verið óskað eftir lögfræðilegu mati, ekki stjórnmálafræðilegu mati og ekki hagfræðilegu mati. Þá hefur enginn þingflokkur tekið afstöðu eða flutt eigin tillögur. Forseti Íslands er sá eini sem rætt hefur hugmyndir stjórnlagaráðs efnislega á Alþingi. Það gerði hann við þingsetningu á liðnu hausti. Þar taldi hann að hugmyndir stjórnlagaráðs færðu honum og eftirmönnum hans stóraukin völd. Flestir stjórnlagaráðsmenn hafa andmælt þessari túlkun. Margir lögfræðingar líta svo á að forsetinn hafi nokkuð til síns máls. Hvað þýða þá hugmyndirnar? Meirihluti Alþingis vill ekki svara því. Hann hefur falið skrifstofustjóra Alþingis að segja þjóðinni til um hvað í hugmyndunum felst. Skrifstofustjórinn er mætur maður en hefur ekki umboð til að túlka hugmyndir sem Alþingi hafa borist og það ekki tekið afstöðu til. Þegar skrifstofustjórinn á að skýra hvort þeir sem vilja texta eins og forsetinn skilur hann eigi að segja já eða nei er hætt við að jafnvel þeim spaka manni vefjist tunga um tönn. Hann verður þá að snúa sér til Alþingis og biðja um afstöðu þess. Þetta er þó einfaldasta álitaefnið af hundrað en segir þá sögu eina að málið er vanreifað. Það er vanvirðing við þjóðina að leggja það þannig í dóm hennar.Hví fær þjóðin ekki úrslitavald? Þjóðaratkvæði í sumar snýst ekki um að færa stjórnarskrárvaldið til fólksins. Ætlunin er aðeins að fá óskuldbindandi álit á hugmyndum sem verulegur vafi leikur á hvað þýða í raun og veru. Eftir það getur tvennt gerst: Annað er að þingmenn taki niðurstöðuna og túlki hana þá með sínum hætti og endurskrifi textann. Hitt er að þeir ómaki sig ekki á því heldur samþykki textann óbreyttan og láti dómstólum eftir að ákveða hver raunveruleg stjórnskipun er í landinu. Þetta heitir að spila með fólk en á lítið skylt við hugmyndir um að færa valdið til fólksins. Eigi að færa þjóðinni vald í raun og veru þarf Alþingi sjálft að gera upp við sig hvernig stjórnarskrá það vill fá. Það þarf að koma sér saman um texta sem ekki er ágreiningur um hvað merkir. Síðan þarf Alþingi eða meirihluti þess að hafa kjark til að leggja þann ávöxt eigin dómgreindar í dóm þjóðarinnar. Sjálf gildistaka stjórnarskrárinnar verður þannig háð samþykki fólksins í landinu. Þá reynir á þá pólitísku leiðsögn sem þingmenn buðu sig fram til að gegna og taka laun fyrir. Er ástæðan fyrir klúðrinu sú að þingmenn þora ekki að leggja dómgreind sína undir úrslitavald kjósenda? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Skiptar skoðanir virðast vera um hvort bera á texta stjórnlagaráðs undir þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningum á sumri komandi. Einn af höfundum textans segir að þeir sem andmæla því líti svo á að þjóðin sé of heimsk til að fjalla um svo flókin mál. Í reynd víkur þessu alveg öfugt við. Með réttu ber að líta svo á að það sé vanvirðing við þjóðina að leggja mál í dóm hennar ef þau eru ekki nægjanlega vel undirbúin. Ef ágreiningsefni er ekki lagt með nægjanlega skýrum hætti fyrir dómstóla er það ekki tekið til dóms. Enginn heldur því fram að sá háttur sé hafður á vegna heimsku dómaranna. Ástæðulaust er að sýna dómstóli þjóðarinnar minni virðingu að þessu leyti en almennum dómstólum. Þrætubókarstílbrögð um hitt hvort þjóðin er vitlaus eða vitiborin koma hugmyndum um nýja stjórnarskrá ekkert við. Ákvörðun um þjóðaratkvæði byggist á mati á því hvort álitaefnið er fullreifað eða vanreifað. Í fyrra krafðist forsætisráðherra þess að Alþingi tæki til afgreiðslu frumvarp að nýjum fiskveiðistjórnarlögum áður en sérfræðingar sem ríkisstjórnin sjálf hafði kallað til gætu sagt álit sitt á efnahagslegum áhrifum þess. Þjóðaratkvæði var hótað ef þetta gengi ekki eftir. Öll andmæli voru dæmd sem sérhagsmunaþjónkun við útgerðarmenn. Það var aðeins vegna þess að jafn gráum leik og málþófi var beitt að álit sérfræðinganna fékk að líta dagsins ljós. Eftir það datt engum í hug að samþykkja frumvarpið. Það reyndist andstætt þjóðarhagsmunum. Nú er stjórnarskrármálið í sama farvegi.Vitibornir eða vitlausir þingmenn? Þrjú ár eru frá því að ríkisstjórnin lýsti yfir því að endurskoðun stjórnarskrárinnar væri nauðsynleg. Alþingi hefur haft hugmyndir stjórnlagaráðs til skoðunar í meira en hálft ár. Samt er staða málsins sú að ríkisstjórnin hefur ekki enn sagt eitt aukatekið orð um það hvernig hún telur að breyta eigi stjórnarskránni. Þeir sem forystu hafa fyrir málinu á Alþingi hafa sett lok á efnislegar umræður um hugmyndir stjórnlagaráðs. Þeir hafa látið hjá líða að láta greina hugmyndir þess. Ekki hefur verið óskað eftir lögfræðilegu mati, ekki stjórnmálafræðilegu mati og ekki hagfræðilegu mati. Þá hefur enginn þingflokkur tekið afstöðu eða flutt eigin tillögur. Forseti Íslands er sá eini sem rætt hefur hugmyndir stjórnlagaráðs efnislega á Alþingi. Það gerði hann við þingsetningu á liðnu hausti. Þar taldi hann að hugmyndir stjórnlagaráðs færðu honum og eftirmönnum hans stóraukin völd. Flestir stjórnlagaráðsmenn hafa andmælt þessari túlkun. Margir lögfræðingar líta svo á að forsetinn hafi nokkuð til síns máls. Hvað þýða þá hugmyndirnar? Meirihluti Alþingis vill ekki svara því. Hann hefur falið skrifstofustjóra Alþingis að segja þjóðinni til um hvað í hugmyndunum felst. Skrifstofustjórinn er mætur maður en hefur ekki umboð til að túlka hugmyndir sem Alþingi hafa borist og það ekki tekið afstöðu til. Þegar skrifstofustjórinn á að skýra hvort þeir sem vilja texta eins og forsetinn skilur hann eigi að segja já eða nei er hætt við að jafnvel þeim spaka manni vefjist tunga um tönn. Hann verður þá að snúa sér til Alþingis og biðja um afstöðu þess. Þetta er þó einfaldasta álitaefnið af hundrað en segir þá sögu eina að málið er vanreifað. Það er vanvirðing við þjóðina að leggja það þannig í dóm hennar.Hví fær þjóðin ekki úrslitavald? Þjóðaratkvæði í sumar snýst ekki um að færa stjórnarskrárvaldið til fólksins. Ætlunin er aðeins að fá óskuldbindandi álit á hugmyndum sem verulegur vafi leikur á hvað þýða í raun og veru. Eftir það getur tvennt gerst: Annað er að þingmenn taki niðurstöðuna og túlki hana þá með sínum hætti og endurskrifi textann. Hitt er að þeir ómaki sig ekki á því heldur samþykki textann óbreyttan og láti dómstólum eftir að ákveða hver raunveruleg stjórnskipun er í landinu. Þetta heitir að spila með fólk en á lítið skylt við hugmyndir um að færa valdið til fólksins. Eigi að færa þjóðinni vald í raun og veru þarf Alþingi sjálft að gera upp við sig hvernig stjórnarskrá það vill fá. Það þarf að koma sér saman um texta sem ekki er ágreiningur um hvað merkir. Síðan þarf Alþingi eða meirihluti þess að hafa kjark til að leggja þann ávöxt eigin dómgreindar í dóm þjóðarinnar. Sjálf gildistaka stjórnarskrárinnar verður þannig háð samþykki fólksins í landinu. Þá reynir á þá pólitísku leiðsögn sem þingmenn buðu sig fram til að gegna og taka laun fyrir. Er ástæðan fyrir klúðrinu sú að þingmenn þora ekki að leggja dómgreind sína undir úrslitavald kjósenda?
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar