Heggur sá er hlífa skyldi Líf Magneudóttir skrifar 9. febrúar 2012 06:00 Ekki alls fyrir löngu stóð Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur (áður Menntaráð) frammi fyrir því að þurfa að skera töluvert niður. Þurfa er kannski ofsagt – það var pólitísk ákvörðun meirihlutans að skera svona mikið niður í menntamálum en hlífa í staðinn öðrum sviðum. Meirihluti Besta flokks og Samfylkingarinnar var auðvitað fljótur að finna upp á frábærri leið til þess að spara hundruð milljóna króna ef ekki milljarða. Þau ætluðu bara að sameina fullt af skólum og leikskólum og alls konar menntastofnunum. Nýr og skapandi meirihluti. Í aðdraganda málsins og í ferlinu sjálfu gerðum við Vinstri græn mýmargar athugasemdir og vöktum máls á margvíslegum vandamálum við sameiningarnar. Fag- og stéttarfélög gagnrýndu fyrirætlanirnar líka harðlega, og þegar áformin urðu almenningi ljós bárust jafnframt alvarlegar athugasemdir frá foreldrum. Tvennt stóð að mínu mati upp úr. Ekkert mat lá fyrir um faglegan ávinning fyrir nemendur borgarinnar og fjárhagslegi ávinningurinn af sameiningunum var sýnd veiði en ekki gefin. Nú þegar nokkuð er liðið frá því að ákvörðunin var tekin er meintur fjárhagslegur ávinningur umdeilanlegur. Hins vegar blasir við að sameiningarnar skapa hin ýmsu vandkvæði í skólunum. Það hefur sannast á foreldrafundum sem haldnir hafa verið nýlega þar sem foreldrar hafa bent á alvarlega galla á sameiningarhugmyndunum. Auðvitað hafa ákvarðanir líkt og þær að sameina skóla margar hliðar og koma sér misvel fyrir borgarbúa. Eflaust breyta sameiningarnar ekki miklu fyrir stóran hluta þeirra en foreldrar í Grafarvogi hafa sýnt að þær hafa ýmiss konar neikvæð áhrif fyrir börnin þar. Til dæmis hefur óvissa skapast um sérkennsluna og leið barnanna í skólann lengist og þurfa þau að fara yfir fleiri umferðargötur svo eitthvað sé nefnt. Samgöngumál í Hamrahverfinu í Grafarvogi voru lítið skoðuð þegar ákvörðunin var tekin og hefur meirihlutinn ekki beitt sér fyrir því að strætó keyri í hverfið. Þegar upp er staðið virðist því sem áhrif sameininganna á skólastarf hafi í besta falli verið hlutlaus en því miður neikvæð fyrir alltof marga án þess að nokkur fjárhagslegur ávinningur hafi fylgt sameiningunum. Faglegt starf menntastofnana hefur hins vegar verið sett í uppnám og tekur tíma að leysa úr því. Minnir þetta nokkuð á útrásarvíkingana sem sómdu sér svo vel við að skipuleggja viðskiptalífið á landakorti og reiknuðu sér alltaf gríðarlegan hagnað með aðstoð einhverra fínna reikniformúla. Ekki er nú reynslan af þeirri aðferðafræði góð. Það verður því að segjast að betra hefði verið heima setið en af stað farið. Þessari ógæfuför hefði meirihlutinn getað afstýrt ef hann hefði hlustað á borgarbúa, kennara, foreldra, fulltrúa minnihlutans og marga fleiri sem bentu á gallana strax í upphafi. En eins og svo oft áður valdi meirihlutinn að skella skollaeyrum við allri gagnrýni og keyra málið í gegn. Fá leik- og grunnskólabörn í borginni, foreldrar þeirra og fagstéttir nú að súpa seyðið af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki alls fyrir löngu stóð Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur (áður Menntaráð) frammi fyrir því að þurfa að skera töluvert niður. Þurfa er kannski ofsagt – það var pólitísk ákvörðun meirihlutans að skera svona mikið niður í menntamálum en hlífa í staðinn öðrum sviðum. Meirihluti Besta flokks og Samfylkingarinnar var auðvitað fljótur að finna upp á frábærri leið til þess að spara hundruð milljóna króna ef ekki milljarða. Þau ætluðu bara að sameina fullt af skólum og leikskólum og alls konar menntastofnunum. Nýr og skapandi meirihluti. Í aðdraganda málsins og í ferlinu sjálfu gerðum við Vinstri græn mýmargar athugasemdir og vöktum máls á margvíslegum vandamálum við sameiningarnar. Fag- og stéttarfélög gagnrýndu fyrirætlanirnar líka harðlega, og þegar áformin urðu almenningi ljós bárust jafnframt alvarlegar athugasemdir frá foreldrum. Tvennt stóð að mínu mati upp úr. Ekkert mat lá fyrir um faglegan ávinning fyrir nemendur borgarinnar og fjárhagslegi ávinningurinn af sameiningunum var sýnd veiði en ekki gefin. Nú þegar nokkuð er liðið frá því að ákvörðunin var tekin er meintur fjárhagslegur ávinningur umdeilanlegur. Hins vegar blasir við að sameiningarnar skapa hin ýmsu vandkvæði í skólunum. Það hefur sannast á foreldrafundum sem haldnir hafa verið nýlega þar sem foreldrar hafa bent á alvarlega galla á sameiningarhugmyndunum. Auðvitað hafa ákvarðanir líkt og þær að sameina skóla margar hliðar og koma sér misvel fyrir borgarbúa. Eflaust breyta sameiningarnar ekki miklu fyrir stóran hluta þeirra en foreldrar í Grafarvogi hafa sýnt að þær hafa ýmiss konar neikvæð áhrif fyrir börnin þar. Til dæmis hefur óvissa skapast um sérkennsluna og leið barnanna í skólann lengist og þurfa þau að fara yfir fleiri umferðargötur svo eitthvað sé nefnt. Samgöngumál í Hamrahverfinu í Grafarvogi voru lítið skoðuð þegar ákvörðunin var tekin og hefur meirihlutinn ekki beitt sér fyrir því að strætó keyri í hverfið. Þegar upp er staðið virðist því sem áhrif sameininganna á skólastarf hafi í besta falli verið hlutlaus en því miður neikvæð fyrir alltof marga án þess að nokkur fjárhagslegur ávinningur hafi fylgt sameiningunum. Faglegt starf menntastofnana hefur hins vegar verið sett í uppnám og tekur tíma að leysa úr því. Minnir þetta nokkuð á útrásarvíkingana sem sómdu sér svo vel við að skipuleggja viðskiptalífið á landakorti og reiknuðu sér alltaf gríðarlegan hagnað með aðstoð einhverra fínna reikniformúla. Ekki er nú reynslan af þeirri aðferðafræði góð. Það verður því að segjast að betra hefði verið heima setið en af stað farið. Þessari ógæfuför hefði meirihlutinn getað afstýrt ef hann hefði hlustað á borgarbúa, kennara, foreldra, fulltrúa minnihlutans og marga fleiri sem bentu á gallana strax í upphafi. En eins og svo oft áður valdi meirihlutinn að skella skollaeyrum við allri gagnrýni og keyra málið í gegn. Fá leik- og grunnskólabörn í borginni, foreldrar þeirra og fagstéttir nú að súpa seyðið af því.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar