Ellefu hönnuðir sýna á Reykjavík Fashion Festival 1. febrúar 2012 13:00 Borghildur Gunnarsdóttir hannar undir merkinu Milla Snorrason og sýnir í fyrsta sinn á Reykjavík Fashion Festival í ár. Ellefu hönnuðir hafa verið valdir af 35 umsækjendum til að taka þátt í tískuhátíðinni í ár. Mynd/Valli „Það má kannski segja að saumavélarnar verða á yfirsnúningi næstu vikurnar," segir Borghildur Gunnarsdóttir fatahönnuður en hún tekur í fyrsta sinn þátt í Reykjavík Fashion Festival á þessu ári með merkið sitt Milla Snorrason. Borghildur, eða Hilda eins og hún er kölluð, var meðal 35 hönnuða sem sóttu um að taka þátt í tískuhátíðinni, sem fer fram dagana 29. mars til 1. apríl. Ellefu hönnuðir koma fram á hátíðinni en sýningarnar fara fram í Hörpu og Gamla bíói. „Ég er mjög ánægð með fá að sýna á hátíðinni og tel það vera mikilvægt skref að koma merkinu á framfæri á Íslandi," segir Hilda sem er nýflutt heim frá London þar sem hún vann hjá tískumerkjunum Peter Jensen og Erdem, en hún útskrifaðist frá fatahönnunarbraut Listaháskóla Íslands árið 2009. „Það var mjög gaman að vinna hjá þessum flottu hönnuðum og það ýtti undir þá löngun hjá mér að koma mínu eigin merki af stað. Þess vegna kom ég heim og gef nú allt mitt í Milla Snorrason," segir Hilda en hún hefur komið sér upp stúdíói í bílskúrnum hjá foreldrum sínum þar sem fatalínan er að taka á sig mynd. Hilda ætlar að stíga varlega til jarðar og segir að fatalínan verði ekki stór á þessari fyrstu sýningu. Hún hefur síðustu misseri verið að gera marglita hnésokka frá Milla Snorrason og selt á netinu en það hefur gengið vel. „Núna er ég að gera heila fatalínu sem er spennandi. Ég er heilluð af þriðja, fjórða og fimmta áratugunum í tískunni og pæli mikið í ólíkum litasamsetningum," segir Hilda sem notast einungis við náttúruleg efni á borð við silki, bómull og ull. „Ég reyni líka að hafa smá húmor í fötunum mínum og ekki taka þetta of alvarlega. Mig vantar sárlega eina saumagínu og ef einhver lumar á slíkri má sá hinn sami gjarna hafa samband við mig á millasnorrason@gmail.com." Hilda sýnir í Gamla bíói 31. mars en hægt er fylgjast með henni á heimasíðunni millasnorrason.com. alfrun@frettabladid.is Hönnuðir sem sýna á RFFAf sýningu Hildar Yeoman á RFF í fyrra.Harpa 30. mars: Kalda Hildur Yeoman Kormákur og Skjöldur Kron by Kronkron Mundi ÝRGamla Bíó 31. mars: Birna ELLA Milla Snorrason Spakmannsspjarir REY RFF Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Fleiri fréttir Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Sjá meira
„Það má kannski segja að saumavélarnar verða á yfirsnúningi næstu vikurnar," segir Borghildur Gunnarsdóttir fatahönnuður en hún tekur í fyrsta sinn þátt í Reykjavík Fashion Festival á þessu ári með merkið sitt Milla Snorrason. Borghildur, eða Hilda eins og hún er kölluð, var meðal 35 hönnuða sem sóttu um að taka þátt í tískuhátíðinni, sem fer fram dagana 29. mars til 1. apríl. Ellefu hönnuðir koma fram á hátíðinni en sýningarnar fara fram í Hörpu og Gamla bíói. „Ég er mjög ánægð með fá að sýna á hátíðinni og tel það vera mikilvægt skref að koma merkinu á framfæri á Íslandi," segir Hilda sem er nýflutt heim frá London þar sem hún vann hjá tískumerkjunum Peter Jensen og Erdem, en hún útskrifaðist frá fatahönnunarbraut Listaháskóla Íslands árið 2009. „Það var mjög gaman að vinna hjá þessum flottu hönnuðum og það ýtti undir þá löngun hjá mér að koma mínu eigin merki af stað. Þess vegna kom ég heim og gef nú allt mitt í Milla Snorrason," segir Hilda en hún hefur komið sér upp stúdíói í bílskúrnum hjá foreldrum sínum þar sem fatalínan er að taka á sig mynd. Hilda ætlar að stíga varlega til jarðar og segir að fatalínan verði ekki stór á þessari fyrstu sýningu. Hún hefur síðustu misseri verið að gera marglita hnésokka frá Milla Snorrason og selt á netinu en það hefur gengið vel. „Núna er ég að gera heila fatalínu sem er spennandi. Ég er heilluð af þriðja, fjórða og fimmta áratugunum í tískunni og pæli mikið í ólíkum litasamsetningum," segir Hilda sem notast einungis við náttúruleg efni á borð við silki, bómull og ull. „Ég reyni líka að hafa smá húmor í fötunum mínum og ekki taka þetta of alvarlega. Mig vantar sárlega eina saumagínu og ef einhver lumar á slíkri má sá hinn sami gjarna hafa samband við mig á millasnorrason@gmail.com." Hilda sýnir í Gamla bíói 31. mars en hægt er fylgjast með henni á heimasíðunni millasnorrason.com. alfrun@frettabladid.is Hönnuðir sem sýna á RFFAf sýningu Hildar Yeoman á RFF í fyrra.Harpa 30. mars: Kalda Hildur Yeoman Kormákur og Skjöldur Kron by Kronkron Mundi ÝRGamla Bíó 31. mars: Birna ELLA Milla Snorrason Spakmannsspjarir REY
RFF Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Fleiri fréttir Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Sjá meira