ESB, IPA, BHM OG BSRB Ögmundur Jónasson skrifar 31. janúar 2012 06:00 Þegar Alþingi Íslendinga samþykkti að gengið skyldi til viðræðna við Evrópusambandið um mögulega aðild Íslands að sambandinu stóðu mörg okkar í þeirri trú að það yrði tiltölulega einfalt ferli, enda Ísland þegar þátttakandi í EES-samstarfinu og þar með innri markaði ESB. Fyrirmyndina var að finna frá viðræðum ESB og Noregs í upphafi 10. áratugar síðustu aldar. En annað kom á daginn. Aðildarumsókn Íslands skyldi tekin sömu tökum og umsóknir frá ríkjum A-Evrópu, sem ekki hafa tekið þátt í þessu Evrópusamstarfi. Fyrir vikið hefur ferlið tekið lengri tíma með ítarlegri rýnivinnu og kröfum um aðlögun sem á ekkert skylt við samningaviðræður. Ég hef löngum verið þeirrar skoðunar að þessu sé hægt að breyta og eigi að breyta; að við eigum að gera kröfu um að hraða því að fá efnislega niðurstöðu í þessu ferli og kjósa um hana af eða á. IPA: Njóta nú, borga síðarÍ þessu ferli hafa meðal annars verið boðnir svokallaðir IPA styrkir. Skammstöfunin stendur fyrir Instrument for pre-accession assistance, aðstoð í aðdraganda aðildar. Ekki er hægt að alhæfa um alla þessa styrki, en samkomulag varð um það í ríkisstjórn að hafna styrkjum sem beinlínis eru vegna aðlögunar að ESB-aðild. Enginn gekk að því gruflandi að slíkt gæti orðið umdeilt á tímum þegar þröngt er í búi. Nokkuð held ég að skorti á skilning á eðli þessara styrkja, en með þeim er ríkjum í umsóknarferli veittur aðgangur að fjármunum sem virðast koma af himnum ofan. Að sjálfsögðu borga skattgreiðendur í ríkjum Evrópusambandsins hvern einasta styrk. Það kæmum við einnig til með að gera ef við yrðum aðilar að sambandinu. Nokkuð hef ég saknað þess að verkalýðshreyfingin, atvinnurekendasamtökin og fjölmiðlar yrðu kraftmeiri og gagnrýnni í umfjöllun um Evrópusambandsferlið. Þó hefur þetta ekki komið mér mikið á óvart. Nákvæmlega hið sama hefur gerst nánast alls staðar í ríkjum Evrópusambandsins þegar ágreiningur hefur verið uppi: Hinn stofnanavæddi hluti samfélagsins, stofnanakerfið – verkalýðshreyfing, atvinnurekendasamtök, fjölmiðlar, lykilaðilar í stjórnsýslu og oft hlutar af háskólasamfélaginu - hefur verið á sama báti og ESB-kerfið. Skýr dæmi um þetta eru atkvæðagreiðslan um Maastricht sáttmálann í Danmörku á sínum tíma, kosningarnar í Frakklandi og Hollandi um stjórnarskrársáttmálann og átökin í Noregi um aðild. Hafa þau séð ljósið?Hvernig skyldi standa á þessu? Er það vegna þess að þeir aðilar sem starfa innan stofnanaveldisins sjái ljósið öðrum fremur; það sé þekkingin sem valdi afstöðu þeirra? Eða gæti hitt átt við að þeir séu orðnir hluti af nýju samfélagi með endalausum fundaferðum þar sem setið er yfir sameiginlegum viðfangsefnum í sameiginlegum heimi – fjarri þeim heimi sem þeir eru fulltrúar fyrir. Sjálfur þekki ég þennan heim vel eftir ótölulega fundi sem ég hef sótt sem stjórnmálamaður en ekki síður sem forsvarsmaður í verkalýðssamtökum um áratuga skeið. Oft voru þetta árangursríkir og góðir fundir, stundum síður eins og gerist og gengur. Þykir miðurMörgum sem sækja þurfa fundi milli landa þykir það án efa leiðigjarnt og vildu heldur sleppa við langa fjarveru frá heimili sínu. Þetta er fólkið sem mér þykir miður að hafa sært þegar ég ræddi þá tilhneigingu sem við höfum séð í öðrum Evrópuríkjum að stofnanaveldið eigi til að ánetjast Evrópusambandinu. Með þessu gerði ég einstaklingum það upp að eiga sér þann draum helstan að halda til á hótelum á kostnað skattgreiðenda. Þetta var ómaklegt og ósanngjarnt og bið ég þetta fólk afsökunar. Sjálfur er ég nýlega búinn að halda uppi stífum vörnum og útskýringum á eðli dagpeninga; að þeir séu hugsaðir til að greiða útlagðan kostnað og ekki annað. Síðan er það hin hliðin að það kemur úr hörðustu átt þegar stjórnmálamaður sem er ábyrgur fyrir því að senda fólk til verka á erlendri grundu talar til þess með þeim hætti sem ég gerði. En á móti vil ég biðja fólk að skilja hina eiginlegu þungamiðju í minni gagnrýni. Hún er sú að hvort sem eiga í hlut ríki, samtök eða fyrirtæki sem vilja vinna einstaklinga, hópa eða heil samfélög á sitt band, þá ástunda þau gjarnan markvisst að ánetja lykilaðila með margvíslegum strokum og velgjörðum. Evrópusambandið er sérstaklega bíræfið í þessu efni. Langt er síðan að þar á bæ var hafist handa um að bjóða hópum í „menntunarferðir" til Brussel og það er staðreynd að það getur orðið vandamál hvort sem er á Íslandi eða í Króatíu þegar hópur lykilfólks er hafður í bómull þar sem dekrað er við hann í hvívetna; til verða vinir og lífsvenjur sem verða mönnum kærar og eftirsóknarverðar. Hin kæfandi ástHeildarsamtök opinberra starfsmanna, BSRB og BHM ályktuðu eftir umræðu á Alþingi þar sem ég var spurður um IPA styrki í óundirbúnum fyrirspurnum og lét þá ofangreind ummæli falla, bæði um IPA og einnig í lokin, í framhjáhlaupi, um meinta gleði fundaferðalanga. Fróðlegt væri að heyra álit þessara samtaka á IPA styrkjunum, og þá einnig og ekki síður, hvort samtökin telja að fyrirvarar í aðildarviðræðum varðandi almannaþjónustuna og réttindi launafólks séu viðunandi, hvort við stöndum betur eða ver að vígi til varnar almannaþjónustunni í viðræðum við Alþjóðaviðskiptastofnunina innan eða utan ESB og fleira mætti telja sem fellur sérstaklega undir svið þessara samtaka. Fram hefur komið að bæði BHM og BSRB eru harmi slegin vegna yfirlýsinga minna og sáu ástæðu til tilfinningaríkari viðbragða en ég minnist á undangengnum niðurskurðarárum. En harmurinn sefast vonandi með þessum orðum mínum og skýringum á því hvers vegna ég tel það mikilvægt að ræða þá hættu að stofnanakerfið ánetjist Evrópusambandinu í kæfandi ástaratlotum þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Þegar Alþingi Íslendinga samþykkti að gengið skyldi til viðræðna við Evrópusambandið um mögulega aðild Íslands að sambandinu stóðu mörg okkar í þeirri trú að það yrði tiltölulega einfalt ferli, enda Ísland þegar þátttakandi í EES-samstarfinu og þar með innri markaði ESB. Fyrirmyndina var að finna frá viðræðum ESB og Noregs í upphafi 10. áratugar síðustu aldar. En annað kom á daginn. Aðildarumsókn Íslands skyldi tekin sömu tökum og umsóknir frá ríkjum A-Evrópu, sem ekki hafa tekið þátt í þessu Evrópusamstarfi. Fyrir vikið hefur ferlið tekið lengri tíma með ítarlegri rýnivinnu og kröfum um aðlögun sem á ekkert skylt við samningaviðræður. Ég hef löngum verið þeirrar skoðunar að þessu sé hægt að breyta og eigi að breyta; að við eigum að gera kröfu um að hraða því að fá efnislega niðurstöðu í þessu ferli og kjósa um hana af eða á. IPA: Njóta nú, borga síðarÍ þessu ferli hafa meðal annars verið boðnir svokallaðir IPA styrkir. Skammstöfunin stendur fyrir Instrument for pre-accession assistance, aðstoð í aðdraganda aðildar. Ekki er hægt að alhæfa um alla þessa styrki, en samkomulag varð um það í ríkisstjórn að hafna styrkjum sem beinlínis eru vegna aðlögunar að ESB-aðild. Enginn gekk að því gruflandi að slíkt gæti orðið umdeilt á tímum þegar þröngt er í búi. Nokkuð held ég að skorti á skilning á eðli þessara styrkja, en með þeim er ríkjum í umsóknarferli veittur aðgangur að fjármunum sem virðast koma af himnum ofan. Að sjálfsögðu borga skattgreiðendur í ríkjum Evrópusambandsins hvern einasta styrk. Það kæmum við einnig til með að gera ef við yrðum aðilar að sambandinu. Nokkuð hef ég saknað þess að verkalýðshreyfingin, atvinnurekendasamtökin og fjölmiðlar yrðu kraftmeiri og gagnrýnni í umfjöllun um Evrópusambandsferlið. Þó hefur þetta ekki komið mér mikið á óvart. Nákvæmlega hið sama hefur gerst nánast alls staðar í ríkjum Evrópusambandsins þegar ágreiningur hefur verið uppi: Hinn stofnanavæddi hluti samfélagsins, stofnanakerfið – verkalýðshreyfing, atvinnurekendasamtök, fjölmiðlar, lykilaðilar í stjórnsýslu og oft hlutar af háskólasamfélaginu - hefur verið á sama báti og ESB-kerfið. Skýr dæmi um þetta eru atkvæðagreiðslan um Maastricht sáttmálann í Danmörku á sínum tíma, kosningarnar í Frakklandi og Hollandi um stjórnarskrársáttmálann og átökin í Noregi um aðild. Hafa þau séð ljósið?Hvernig skyldi standa á þessu? Er það vegna þess að þeir aðilar sem starfa innan stofnanaveldisins sjái ljósið öðrum fremur; það sé þekkingin sem valdi afstöðu þeirra? Eða gæti hitt átt við að þeir séu orðnir hluti af nýju samfélagi með endalausum fundaferðum þar sem setið er yfir sameiginlegum viðfangsefnum í sameiginlegum heimi – fjarri þeim heimi sem þeir eru fulltrúar fyrir. Sjálfur þekki ég þennan heim vel eftir ótölulega fundi sem ég hef sótt sem stjórnmálamaður en ekki síður sem forsvarsmaður í verkalýðssamtökum um áratuga skeið. Oft voru þetta árangursríkir og góðir fundir, stundum síður eins og gerist og gengur. Þykir miðurMörgum sem sækja þurfa fundi milli landa þykir það án efa leiðigjarnt og vildu heldur sleppa við langa fjarveru frá heimili sínu. Þetta er fólkið sem mér þykir miður að hafa sært þegar ég ræddi þá tilhneigingu sem við höfum séð í öðrum Evrópuríkjum að stofnanaveldið eigi til að ánetjast Evrópusambandinu. Með þessu gerði ég einstaklingum það upp að eiga sér þann draum helstan að halda til á hótelum á kostnað skattgreiðenda. Þetta var ómaklegt og ósanngjarnt og bið ég þetta fólk afsökunar. Sjálfur er ég nýlega búinn að halda uppi stífum vörnum og útskýringum á eðli dagpeninga; að þeir séu hugsaðir til að greiða útlagðan kostnað og ekki annað. Síðan er það hin hliðin að það kemur úr hörðustu átt þegar stjórnmálamaður sem er ábyrgur fyrir því að senda fólk til verka á erlendri grundu talar til þess með þeim hætti sem ég gerði. En á móti vil ég biðja fólk að skilja hina eiginlegu þungamiðju í minni gagnrýni. Hún er sú að hvort sem eiga í hlut ríki, samtök eða fyrirtæki sem vilja vinna einstaklinga, hópa eða heil samfélög á sitt band, þá ástunda þau gjarnan markvisst að ánetja lykilaðila með margvíslegum strokum og velgjörðum. Evrópusambandið er sérstaklega bíræfið í þessu efni. Langt er síðan að þar á bæ var hafist handa um að bjóða hópum í „menntunarferðir" til Brussel og það er staðreynd að það getur orðið vandamál hvort sem er á Íslandi eða í Króatíu þegar hópur lykilfólks er hafður í bómull þar sem dekrað er við hann í hvívetna; til verða vinir og lífsvenjur sem verða mönnum kærar og eftirsóknarverðar. Hin kæfandi ástHeildarsamtök opinberra starfsmanna, BSRB og BHM ályktuðu eftir umræðu á Alþingi þar sem ég var spurður um IPA styrki í óundirbúnum fyrirspurnum og lét þá ofangreind ummæli falla, bæði um IPA og einnig í lokin, í framhjáhlaupi, um meinta gleði fundaferðalanga. Fróðlegt væri að heyra álit þessara samtaka á IPA styrkjunum, og þá einnig og ekki síður, hvort samtökin telja að fyrirvarar í aðildarviðræðum varðandi almannaþjónustuna og réttindi launafólks séu viðunandi, hvort við stöndum betur eða ver að vígi til varnar almannaþjónustunni í viðræðum við Alþjóðaviðskiptastofnunina innan eða utan ESB og fleira mætti telja sem fellur sérstaklega undir svið þessara samtaka. Fram hefur komið að bæði BHM og BSRB eru harmi slegin vegna yfirlýsinga minna og sáu ástæðu til tilfinningaríkari viðbragða en ég minnist á undangengnum niðurskurðarárum. En harmurinn sefast vonandi með þessum orðum mínum og skýringum á því hvers vegna ég tel það mikilvægt að ræða þá hættu að stofnanakerfið ánetjist Evrópusambandinu í kæfandi ástaratlotum þess.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun