Ég gæti ekki verið með í þeim flokki 24. janúar 2012 06:00 Það var svolítið dapurlegt að „verða fyrir" niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar um að vísa frá tillögu Bjarna Benediktssonar um afturköllun ákærunnar á hendur Geir H. Haarde. Satt að segja fannst mér að í augum uppi lægi að vísa tillögunni frá; málið komið úr höndum Alþingis í hendur Landsdóms og hefur þar sinn gang. Ég var með sjálfum mér sannfærður um að tillagan yrði samþykkt og að mínir menn, þingmenn Samfylkingarinnar, myndu tryggja það. Fannst auk þess að það ætti að vera betra fyrir fyrrum forsætisráðherra að klára málið fyrir Landsdómi, í stað þess að hafa það hangandi yfir sér það sem eftir lifir. Ég hef fulla samúð með Geir H. Haarde; það er áreiðanlega erfitt að vera í hans sporum. Ég er líka á því, að sakborningar þessa máls ættu að vera fjórir, ekki einn; ákæra hefði átt alla þá fjóra sem lagt var til að kærðir yrðu. Eða engan. Þessi varð hins vegar niðurstaða Alþingis og við það verðum við að sætta okkur. Gefin hefur verið út ákæra, málið komið af stað, Landsdómur tekinn til starfa. Niðurstaða Alþingis var sem sagt að fella frávísunartillöguna. Látum okkur hafa það, þótt fúlt sé; fram fer þá efnisleg umræða og síðan atkvæðagreiðsla. Það er einmitt sú atkvæðagreiðsla sem ég kvíði nú, í ljósi þess að meirihluti þingmanna hefur ákveðið að taka tillögu Bjarna Benediktssonar til afgreiðslu, þar á meðal þingmenn og fyrrum ráðherrar Samfylkingarinnar, flokksins míns. Svo mjög sem mér sárnaði að þeir skyldu fella frávísunartillögu Magnúsar Orra og fleiri, þá myndi ég líta á það sem ófyrirgefanlega framkomu ef þeir greiða atkvæði með tillögu Bjarna Ben. Í mínum huga er það kristaltært að ef „mínir menn" verða til þess með atkvæði sínu að sú tillaga verði samþykkt, þá skilja leiðir. Á sínum tíma kom ég talsvert nálægt stofnun Samfylkingarinnar; fyrst kosningabandalaginu sem Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkurinn, Kvennalistinn og Þjóðvaki mynduðu, síðan breytingunni yfir í formlegan stjórnmálaflokk. Sú vinna var hverrar mínútu virði og ég hef verið ánægður með niðurstöðuna. Ekki alltaf sammála öllum, skárra væri það nú í svona samsettum flokki, en ágætlega ánægður. Aldrei hvarflaði að mér að kjósa eitthvað annað en Samfó í kosningum, hvort sem er í borgarstjórnar- eða þingkosningum. Er áreiðanlega óforbetranlega flokkshollur og foringjatrúr; legg jafnvel á mig hávaðarifrildi til að bera í bætifláka fyrir flokk og fulltrúa hans, friðsemdarmaðurinn ég. Þessu tímabili ævi minnar lýkur, ef og um leið og það liggur fyrir að atkvæði forystumanna í Samfylkingunni hafa orðið til þess að tillaga Bjarna Benediktssonar verði samþykkt á Alþingi. Ég er ekki mikið fyrir að taka upp í mig stóryrði þegar ég ræði um þingmennina mína, en í þetta sinn verð ég að gera það. Það væru fullkomin svik í mínum huga ef þessi staða kæmi upp. Ég gæti ekki – undir neinum kringumstæðum – verið í sama flokki og þeir. Ég segi mig úr honum samdægurs. Þetta er ekki hótun, enda ég léttvægur í flokksstarfinu. Samfylkingin hvorki lifir né deyr þótt einn vesæll fótgönguliði stígi til hliðar. Þetta er miklu fremur yfirlýsing um pólitíska samvisku mína. Erfið í framsetningu, en nauðsynleg fyrir mig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Skoðanir Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Það var svolítið dapurlegt að „verða fyrir" niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar um að vísa frá tillögu Bjarna Benediktssonar um afturköllun ákærunnar á hendur Geir H. Haarde. Satt að segja fannst mér að í augum uppi lægi að vísa tillögunni frá; málið komið úr höndum Alþingis í hendur Landsdóms og hefur þar sinn gang. Ég var með sjálfum mér sannfærður um að tillagan yrði samþykkt og að mínir menn, þingmenn Samfylkingarinnar, myndu tryggja það. Fannst auk þess að það ætti að vera betra fyrir fyrrum forsætisráðherra að klára málið fyrir Landsdómi, í stað þess að hafa það hangandi yfir sér það sem eftir lifir. Ég hef fulla samúð með Geir H. Haarde; það er áreiðanlega erfitt að vera í hans sporum. Ég er líka á því, að sakborningar þessa máls ættu að vera fjórir, ekki einn; ákæra hefði átt alla þá fjóra sem lagt var til að kærðir yrðu. Eða engan. Þessi varð hins vegar niðurstaða Alþingis og við það verðum við að sætta okkur. Gefin hefur verið út ákæra, málið komið af stað, Landsdómur tekinn til starfa. Niðurstaða Alþingis var sem sagt að fella frávísunartillöguna. Látum okkur hafa það, þótt fúlt sé; fram fer þá efnisleg umræða og síðan atkvæðagreiðsla. Það er einmitt sú atkvæðagreiðsla sem ég kvíði nú, í ljósi þess að meirihluti þingmanna hefur ákveðið að taka tillögu Bjarna Benediktssonar til afgreiðslu, þar á meðal þingmenn og fyrrum ráðherrar Samfylkingarinnar, flokksins míns. Svo mjög sem mér sárnaði að þeir skyldu fella frávísunartillögu Magnúsar Orra og fleiri, þá myndi ég líta á það sem ófyrirgefanlega framkomu ef þeir greiða atkvæði með tillögu Bjarna Ben. Í mínum huga er það kristaltært að ef „mínir menn" verða til þess með atkvæði sínu að sú tillaga verði samþykkt, þá skilja leiðir. Á sínum tíma kom ég talsvert nálægt stofnun Samfylkingarinnar; fyrst kosningabandalaginu sem Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkurinn, Kvennalistinn og Þjóðvaki mynduðu, síðan breytingunni yfir í formlegan stjórnmálaflokk. Sú vinna var hverrar mínútu virði og ég hef verið ánægður með niðurstöðuna. Ekki alltaf sammála öllum, skárra væri það nú í svona samsettum flokki, en ágætlega ánægður. Aldrei hvarflaði að mér að kjósa eitthvað annað en Samfó í kosningum, hvort sem er í borgarstjórnar- eða þingkosningum. Er áreiðanlega óforbetranlega flokkshollur og foringjatrúr; legg jafnvel á mig hávaðarifrildi til að bera í bætifláka fyrir flokk og fulltrúa hans, friðsemdarmaðurinn ég. Þessu tímabili ævi minnar lýkur, ef og um leið og það liggur fyrir að atkvæði forystumanna í Samfylkingunni hafa orðið til þess að tillaga Bjarna Benediktssonar verði samþykkt á Alþingi. Ég er ekki mikið fyrir að taka upp í mig stóryrði þegar ég ræði um þingmennina mína, en í þetta sinn verð ég að gera það. Það væru fullkomin svik í mínum huga ef þessi staða kæmi upp. Ég gæti ekki – undir neinum kringumstæðum – verið í sama flokki og þeir. Ég segi mig úr honum samdægurs. Þetta er ekki hótun, enda ég léttvægur í flokksstarfinu. Samfylkingin hvorki lifir né deyr þótt einn vesæll fótgönguliði stígi til hliðar. Þetta er miklu fremur yfirlýsing um pólitíska samvisku mína. Erfið í framsetningu, en nauðsynleg fyrir mig.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar