Ég gæti ekki verið með í þeim flokki 24. janúar 2012 06:00 Það var svolítið dapurlegt að „verða fyrir" niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar um að vísa frá tillögu Bjarna Benediktssonar um afturköllun ákærunnar á hendur Geir H. Haarde. Satt að segja fannst mér að í augum uppi lægi að vísa tillögunni frá; málið komið úr höndum Alþingis í hendur Landsdóms og hefur þar sinn gang. Ég var með sjálfum mér sannfærður um að tillagan yrði samþykkt og að mínir menn, þingmenn Samfylkingarinnar, myndu tryggja það. Fannst auk þess að það ætti að vera betra fyrir fyrrum forsætisráðherra að klára málið fyrir Landsdómi, í stað þess að hafa það hangandi yfir sér það sem eftir lifir. Ég hef fulla samúð með Geir H. Haarde; það er áreiðanlega erfitt að vera í hans sporum. Ég er líka á því, að sakborningar þessa máls ættu að vera fjórir, ekki einn; ákæra hefði átt alla þá fjóra sem lagt var til að kærðir yrðu. Eða engan. Þessi varð hins vegar niðurstaða Alþingis og við það verðum við að sætta okkur. Gefin hefur verið út ákæra, málið komið af stað, Landsdómur tekinn til starfa. Niðurstaða Alþingis var sem sagt að fella frávísunartillöguna. Látum okkur hafa það, þótt fúlt sé; fram fer þá efnisleg umræða og síðan atkvæðagreiðsla. Það er einmitt sú atkvæðagreiðsla sem ég kvíði nú, í ljósi þess að meirihluti þingmanna hefur ákveðið að taka tillögu Bjarna Benediktssonar til afgreiðslu, þar á meðal þingmenn og fyrrum ráðherrar Samfylkingarinnar, flokksins míns. Svo mjög sem mér sárnaði að þeir skyldu fella frávísunartillögu Magnúsar Orra og fleiri, þá myndi ég líta á það sem ófyrirgefanlega framkomu ef þeir greiða atkvæði með tillögu Bjarna Ben. Í mínum huga er það kristaltært að ef „mínir menn" verða til þess með atkvæði sínu að sú tillaga verði samþykkt, þá skilja leiðir. Á sínum tíma kom ég talsvert nálægt stofnun Samfylkingarinnar; fyrst kosningabandalaginu sem Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkurinn, Kvennalistinn og Þjóðvaki mynduðu, síðan breytingunni yfir í formlegan stjórnmálaflokk. Sú vinna var hverrar mínútu virði og ég hef verið ánægður með niðurstöðuna. Ekki alltaf sammála öllum, skárra væri það nú í svona samsettum flokki, en ágætlega ánægður. Aldrei hvarflaði að mér að kjósa eitthvað annað en Samfó í kosningum, hvort sem er í borgarstjórnar- eða þingkosningum. Er áreiðanlega óforbetranlega flokkshollur og foringjatrúr; legg jafnvel á mig hávaðarifrildi til að bera í bætifláka fyrir flokk og fulltrúa hans, friðsemdarmaðurinn ég. Þessu tímabili ævi minnar lýkur, ef og um leið og það liggur fyrir að atkvæði forystumanna í Samfylkingunni hafa orðið til þess að tillaga Bjarna Benediktssonar verði samþykkt á Alþingi. Ég er ekki mikið fyrir að taka upp í mig stóryrði þegar ég ræði um þingmennina mína, en í þetta sinn verð ég að gera það. Það væru fullkomin svik í mínum huga ef þessi staða kæmi upp. Ég gæti ekki – undir neinum kringumstæðum – verið í sama flokki og þeir. Ég segi mig úr honum samdægurs. Þetta er ekki hótun, enda ég léttvægur í flokksstarfinu. Samfylkingin hvorki lifir né deyr þótt einn vesæll fótgönguliði stígi til hliðar. Þetta er miklu fremur yfirlýsing um pólitíska samvisku mína. Erfið í framsetningu, en nauðsynleg fyrir mig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Skoðanir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Það var svolítið dapurlegt að „verða fyrir" niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar um að vísa frá tillögu Bjarna Benediktssonar um afturköllun ákærunnar á hendur Geir H. Haarde. Satt að segja fannst mér að í augum uppi lægi að vísa tillögunni frá; málið komið úr höndum Alþingis í hendur Landsdóms og hefur þar sinn gang. Ég var með sjálfum mér sannfærður um að tillagan yrði samþykkt og að mínir menn, þingmenn Samfylkingarinnar, myndu tryggja það. Fannst auk þess að það ætti að vera betra fyrir fyrrum forsætisráðherra að klára málið fyrir Landsdómi, í stað þess að hafa það hangandi yfir sér það sem eftir lifir. Ég hef fulla samúð með Geir H. Haarde; það er áreiðanlega erfitt að vera í hans sporum. Ég er líka á því, að sakborningar þessa máls ættu að vera fjórir, ekki einn; ákæra hefði átt alla þá fjóra sem lagt var til að kærðir yrðu. Eða engan. Þessi varð hins vegar niðurstaða Alþingis og við það verðum við að sætta okkur. Gefin hefur verið út ákæra, málið komið af stað, Landsdómur tekinn til starfa. Niðurstaða Alþingis var sem sagt að fella frávísunartillöguna. Látum okkur hafa það, þótt fúlt sé; fram fer þá efnisleg umræða og síðan atkvæðagreiðsla. Það er einmitt sú atkvæðagreiðsla sem ég kvíði nú, í ljósi þess að meirihluti þingmanna hefur ákveðið að taka tillögu Bjarna Benediktssonar til afgreiðslu, þar á meðal þingmenn og fyrrum ráðherrar Samfylkingarinnar, flokksins míns. Svo mjög sem mér sárnaði að þeir skyldu fella frávísunartillögu Magnúsar Orra og fleiri, þá myndi ég líta á það sem ófyrirgefanlega framkomu ef þeir greiða atkvæði með tillögu Bjarna Ben. Í mínum huga er það kristaltært að ef „mínir menn" verða til þess með atkvæði sínu að sú tillaga verði samþykkt, þá skilja leiðir. Á sínum tíma kom ég talsvert nálægt stofnun Samfylkingarinnar; fyrst kosningabandalaginu sem Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkurinn, Kvennalistinn og Þjóðvaki mynduðu, síðan breytingunni yfir í formlegan stjórnmálaflokk. Sú vinna var hverrar mínútu virði og ég hef verið ánægður með niðurstöðuna. Ekki alltaf sammála öllum, skárra væri það nú í svona samsettum flokki, en ágætlega ánægður. Aldrei hvarflaði að mér að kjósa eitthvað annað en Samfó í kosningum, hvort sem er í borgarstjórnar- eða þingkosningum. Er áreiðanlega óforbetranlega flokkshollur og foringjatrúr; legg jafnvel á mig hávaðarifrildi til að bera í bætifláka fyrir flokk og fulltrúa hans, friðsemdarmaðurinn ég. Þessu tímabili ævi minnar lýkur, ef og um leið og það liggur fyrir að atkvæði forystumanna í Samfylkingunni hafa orðið til þess að tillaga Bjarna Benediktssonar verði samþykkt á Alþingi. Ég er ekki mikið fyrir að taka upp í mig stóryrði þegar ég ræði um þingmennina mína, en í þetta sinn verð ég að gera það. Það væru fullkomin svik í mínum huga ef þessi staða kæmi upp. Ég gæti ekki – undir neinum kringumstæðum – verið í sama flokki og þeir. Ég segi mig úr honum samdægurs. Þetta er ekki hótun, enda ég léttvægur í flokksstarfinu. Samfylkingin hvorki lifir né deyr þótt einn vesæll fótgönguliði stígi til hliðar. Þetta er miklu fremur yfirlýsing um pólitíska samvisku mína. Erfið í framsetningu, en nauðsynleg fyrir mig.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar