Fréttaskýring: Fjalla þarf um fjármálaáfall í þjóðaröryggisstefnu 17. janúar 2012 10:00 Þó að Ísland þurfi ekki að hafa áhyggjur af hernaðarógnum er að mörgu að hyggja við gerð þjóðaröryggisstefnu. Fréttablaðið/vilhelm Vinna við mótun fyrstu þjóðaröryggisstefnu sem unnin hefur verið hér á landi er nú hálfnuð miðað við skipunartíma þingmannanefndar. Sérfræðingar segja að í stefnunni verði að fjalla um fjölbreyttar ógnir. Hvað þurfa þingmenn að hafa í huga þegar þeir móta þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland? Nefnd tíu þingmanna sem hafa það verkefni að móta þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland hefur nú notað helming þess tíma sem henni var úthlutað til að ljúka verkinu, en hún á að skila niðurstöðu í júní. Nefndin stendur frammi fyrir ýmsum erfiðleikum, enda Ísland ekki þurft að móta sér sína eigin þjóðaröryggisstefnu fram til þessa, þar sem varnir landsins hafa verið á hendi Bandaríkjanna. Ísland er ekki eina ríkið sem vinnur að slíkri stefnu. Flest önnur ríki eru ýmist að vinna í nýrri stefnu eða að uppfæra eldri þjóðaröryggisstefnu, sagði Alyson Bailes, aðjúnkt við Háskóla Íslands, á ráðstefnu um mótun þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland í gær. Bailes sagði afar mikilvægt að vanda til verka, enda þurfi ríki að sína stöðuglyndi þegar komi að öryggi ríkisins. Öryggisstefna sem breytist þegar ný ríkisstjórn tekur við eða ráðherrar skipta um stóla sé lítils virði. Vegna þessa er mikilvægt að finna stefnunni grunn sem allir stjórnmálaflokkar geti sætt sig við. Þátttakendur á ráðstefnunni, sem haldin var af NEXUS, rannsóknarvettvangi á sviði öryggis- og varnarmála, höfðu ólíkar skoðanir á því hvaða atriði þingmenn þurfi helst að hafa í huga við mótun þjóðaröryggisstefnunnar. Allir voru þó sammála um að ógn af hernaðarátökum væri í besta falli fjarlæg og ólíkleg í þessum heimshluta. Þó að taka þurfi á nýjum hættum á borð við hryðjuverk, skipulagða glæpastarfsemi og tölvuárásir í þjóðaröryggisstefnunni eru aðrar ógnir nærtækari, sagði Bailes. Nýja stefnan þarf að taka tillit til hættu af völdum náttúruhamfara, stórslysa og smitsjúkdóma, sem eru líklegri til að hafa áhrif hér. „Ef ég væri að skrifa þjóðaröryggisstefnu á Íslandi í dag yrði það fyrsta sem ég skoðaði líklega ógnin af öðru fjármálaáfalli," sagði Bailes. Hún sagði nær óhugsandi að fjalla ekki um hættuna af slíku áfalli í nýrri þjóðaröryggisstefnu Íslands. Tölvuárásir eru ógn sem verður að taka alvarlega, sagði Jón Kristinn Ragnarsson, sérfræðingur í netöryggismálum hjá Deloitte. Hann sagði lítið hald í að skýla sér bak við það að enginn vilji ráðast á litla Ísland. Dæmin sýni að netárásir séu gerðar af litlu tilefni, enda geti hver sem er staðið í slíkum árásum fyrir lítið fé með einfaldri netleit. Ólíklegt er að alvarlegustu ógnirnar sem Ísland stendur frammi fyrir verði að veruleika, en þar sem afleiðingarnar gætu orðið alvarlegar þarf að búa sig undir þær, sagði Böðvar Tómasson, sérfræðingur í öryggismálum hjá verkfræðistofunni EFLA. Hann nefndi í því samhengi tölvuárásir og allt sem ógnað gæti matvælaöryggi landsins. Hlýnun jarðar af mannavöldum er eitt af því sem verður að fjalla ýtarlega um í þjóðaröryggisstefnunni, sagði Auður H. Ingólfsdóttir, sviðsstjóri félagsvísindasviðs Háskólans á Bifröst. Hún sagði þessa ógn öðruvísi en flestar sem Ísland standi frammi fyrir, ekki síst vegna þess hversu óáþreifanleg hún sé og hversu erfitt sé að bregðast við henni. Þingmennirnir tíu sem móta nú þjóðaröryggisstefnu þurfa að hafa öll þessi atriði og fleiri í huga við mótun stefnunnar. Á endanum er það Alþingi sem þarf að taka afstöðu til málsins og móta fyrstu þjóðaröryggisstefnu landsins. brjann@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Vinna við mótun fyrstu þjóðaröryggisstefnu sem unnin hefur verið hér á landi er nú hálfnuð miðað við skipunartíma þingmannanefndar. Sérfræðingar segja að í stefnunni verði að fjalla um fjölbreyttar ógnir. Hvað þurfa þingmenn að hafa í huga þegar þeir móta þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland? Nefnd tíu þingmanna sem hafa það verkefni að móta þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland hefur nú notað helming þess tíma sem henni var úthlutað til að ljúka verkinu, en hún á að skila niðurstöðu í júní. Nefndin stendur frammi fyrir ýmsum erfiðleikum, enda Ísland ekki þurft að móta sér sína eigin þjóðaröryggisstefnu fram til þessa, þar sem varnir landsins hafa verið á hendi Bandaríkjanna. Ísland er ekki eina ríkið sem vinnur að slíkri stefnu. Flest önnur ríki eru ýmist að vinna í nýrri stefnu eða að uppfæra eldri þjóðaröryggisstefnu, sagði Alyson Bailes, aðjúnkt við Háskóla Íslands, á ráðstefnu um mótun þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland í gær. Bailes sagði afar mikilvægt að vanda til verka, enda þurfi ríki að sína stöðuglyndi þegar komi að öryggi ríkisins. Öryggisstefna sem breytist þegar ný ríkisstjórn tekur við eða ráðherrar skipta um stóla sé lítils virði. Vegna þessa er mikilvægt að finna stefnunni grunn sem allir stjórnmálaflokkar geti sætt sig við. Þátttakendur á ráðstefnunni, sem haldin var af NEXUS, rannsóknarvettvangi á sviði öryggis- og varnarmála, höfðu ólíkar skoðanir á því hvaða atriði þingmenn þurfi helst að hafa í huga við mótun þjóðaröryggisstefnunnar. Allir voru þó sammála um að ógn af hernaðarátökum væri í besta falli fjarlæg og ólíkleg í þessum heimshluta. Þó að taka þurfi á nýjum hættum á borð við hryðjuverk, skipulagða glæpastarfsemi og tölvuárásir í þjóðaröryggisstefnunni eru aðrar ógnir nærtækari, sagði Bailes. Nýja stefnan þarf að taka tillit til hættu af völdum náttúruhamfara, stórslysa og smitsjúkdóma, sem eru líklegri til að hafa áhrif hér. „Ef ég væri að skrifa þjóðaröryggisstefnu á Íslandi í dag yrði það fyrsta sem ég skoðaði líklega ógnin af öðru fjármálaáfalli," sagði Bailes. Hún sagði nær óhugsandi að fjalla ekki um hættuna af slíku áfalli í nýrri þjóðaröryggisstefnu Íslands. Tölvuárásir eru ógn sem verður að taka alvarlega, sagði Jón Kristinn Ragnarsson, sérfræðingur í netöryggismálum hjá Deloitte. Hann sagði lítið hald í að skýla sér bak við það að enginn vilji ráðast á litla Ísland. Dæmin sýni að netárásir séu gerðar af litlu tilefni, enda geti hver sem er staðið í slíkum árásum fyrir lítið fé með einfaldri netleit. Ólíklegt er að alvarlegustu ógnirnar sem Ísland stendur frammi fyrir verði að veruleika, en þar sem afleiðingarnar gætu orðið alvarlegar þarf að búa sig undir þær, sagði Böðvar Tómasson, sérfræðingur í öryggismálum hjá verkfræðistofunni EFLA. Hann nefndi í því samhengi tölvuárásir og allt sem ógnað gæti matvælaöryggi landsins. Hlýnun jarðar af mannavöldum er eitt af því sem verður að fjalla ýtarlega um í þjóðaröryggisstefnunni, sagði Auður H. Ingólfsdóttir, sviðsstjóri félagsvísindasviðs Háskólans á Bifröst. Hún sagði þessa ógn öðruvísi en flestar sem Ísland standi frammi fyrir, ekki síst vegna þess hversu óáþreifanleg hún sé og hversu erfitt sé að bregðast við henni. Þingmennirnir tíu sem móta nú þjóðaröryggisstefnu þurfa að hafa öll þessi atriði og fleiri í huga við mótun stefnunnar. Á endanum er það Alþingi sem þarf að taka afstöðu til málsins og móta fyrstu þjóðaröryggisstefnu landsins. brjann@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira