Aníta Hinriksdóttir, hlaupakonan stórefnilega úr ÍR, setti í dag glæsilegt Íslandsmet í þúsund metra hlaupi á Aðventumóti Ármanns í Laugardalshöll.
Aníta hljóp á tímanum 2:43,22 mínútum og sló Aníta út met Lilju Guðmundsdóttur um rétt um níu sekúndur en gamla metið var 2:52,1 mínútur og sett árið 1978.
Elsta metið innanhúss nú er met Ragnheiðar Ólafsdóttur í 1500 metra hlaupi frá árinu 1982. Líklegt er að Aníta geri einnig atlögu að því meti næstu árin.
Viktor Orri Pétursson úr Ármanni setti tvö aldursflokkamet á sama móti þegar hann hljóp 1000 metra hlaup á tímanum 2:45,33 mínútum og í einnar mílu hlaupi þar sem hann hljóp á 4:59,05 mínútum.
Aníta bætti elsta Íslandsmetið innanhúss
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn

Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Íslenski boltinn


Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti

KA búið að landa fyrirliða Lyngby
Íslenski boltinn


Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi
Íslenski boltinn
