Í dag hófust sýningar á notalegri sögustund með Góa og Þresti Leó á litla sviðinu í Borgarleikhúsinu. Þetta er ný íslensk jólasaga eftir Guðjón Davíð í flutningi þeirra félaga sem er eflaust kærkomin hvíld frá jólaamstrinu, einföld og falleg saga fyrir unga leikhúsgesti sem aldna. Eftir sýninguna fengu öll börn kókómjólk, piparkökur og litabækur.