Áföllin halda áfram að dynja á NFL-deildinni. Um síðustu helgi framdi leikmaður deildarinnar sjálfsmorð eftir að hafa myrt unnustu sína. Í gær dó einn leikmaður Dallas Cowboys í bílslysi.
Sá hét Jerry Brown. Liðsfélagi hans, Josh Brent, hefur verið handtekinn og kærður fyrir manndráp en hann var drukkinn á bílnum.
Brent keyrði allt of hratt sem endaði með því að hann keyrði á kant og bíllinn valt í kjölfarið. Brown fannst meðvitundarlaus á slysstað og var úrskurðaður látinn er komið var á spítala.
Leikmaður Dallas lést í bílslysi | Liðsfélagi handtekinn

Mest lesið






„Þjáning í marga daga“
Handbolti



Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar
Körfubolti

Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti