Óskarsverðlaunahafinn Natalie Portman er komin til London til að leika í kvikmyndinni Thor: The Dark World. Natalie er aftur orðin dökkhærð eftir að hafa verið ljóshærð í smá tíma.
Natalie afhjúpaði ljósa hárið í september en hún litaði það fyrir mynd Terence Malick sem hefur enn ekki fengið nafn.
Fallega fjölskyldaÁrið hefur verið viðburðaríkt hjá þessari frábæru leikkonu en hún giftist danshöfundinum Benjamin Millepied í ágúst. Þau eiga soninn Aleph saman sem er sautján mánaða.