Framkonur héldu áfram sigurgöngu sinni í N1 deild kvenna í kvöld með 19 marka heimasigri á nýliðum Selfoss, 33-14, í Framhúsinu í Safamýri.
Framliðið er búið að vinna níu fyrstu leiki sína á tímabilinu og er með tveggja stiga forskot á Íslandsmeistara Vals en Valskonur eiga einn leik inni.
Landsliðsskytturnar Stella Sigurðardóttir og Birna Berg Haraldsdóttir skoruðu saman fimmtán mörk í kvöld en Fram var komið með 11 marka forskot í hálfleik, 16-5.
Selfossliðið tapaði þarna fjórða leik sínum í röð en liðið er í þriðja neðsta sæti deildarinnar með 2 stig út úr fyrstu tíu leikjum sínum.
Fram - Selfoss 33-14 (16-5)
Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 9, Birna Berg Haraldsdóttir 6, Ásta Birna Gunnarsdóttir 5, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4, Sunna Jónsdóttir 3, Marthe Sördal 2, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Hafdís Shizuka Iura 1, Hekla Rún Ámundadóttir 1.
Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 5, Kristrún Steinþórsdóttir 5, Carmen Palamariu 2, Kara Rún Árnadóttir 1, Thelma Björk Einarsdóttir 1.
Níu sigrar í röð hjá Framkonum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn



Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti

„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti
Fleiri fréttir
