Brad hannar húsgögn - hvattur til að halda sig við leiklistina
Smelltu á mynd til að skoða hönnun Pitt.Myndir/Cover media
Hollywoodstjarnan Brad Pitt, 48 ára, hefur hannað í samstarfi við húsgagnahönnuðinn Frank Pollaro nýja húsgagnalínu sem nefnist Pitt-Pollaro. Félagarnir ákváðu að fara í samstarf eftir að hönnuðurinn aðstoðaði leikarann á heimili hans og Angelinu og eftir að hann skoðaði rissu-bókina hans Brad.
Leikarinn er harðlega gagnrýndur fyrir hönnunina frekar en lofaður á spjallsíðum þar sem fólk segir hann eiga að halda sig alfarið við leiklistina.
Hér eru félagarnir Frank Pollaro og Brad Pitt að hanna saman.