500 myndbönd send inn í Jólastjörnuna 31. október 2012 16:59 Dómnefnd Jólastjörnunnar á ærið verkefni fyrir höndum næstu daga. Skráningu í Jólastjörnuna lauk hér á Vísi í gær og bárust hvorki meira né minna en 500 myndbönd í keppnina. Þetta eru enn fleiri þátttakendur en í fyrra en þá bárust um 400 myndbönd. Um er að ræða ungt fólk, 16 ára og yngri, sem fær það tækifæri til að koma í sérstakar prufur sem haldnar verða á Nordica þann 9. nóvember næstkomandi. Einungis 10 af þessum hundruðum söngvara verða boðaðir í þessar prufur. Einn mun svo standa uppi sem sigurvegari og kemur fram á stærsta sviði landsins með aragrúa af íslenskum stórstjörnum laugardaginn 15. desember í Höllinni á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins. Hinn 14 ára gamli Aron Hannes Emilsson bar á sigur úr býtum í fyrra og kom fram á Jólagestunum þann 3. desember í Hölinni. Að auki verður í ár gefin út ný hljómplata fyrir þessi jól með þeim 10 keppendum sem komast í úrslit. Það er því til mikils að vinna fyrir þá sem komast áfram. Dómnefndin mun nú leggjast undir feld og fara gaumgæfilega yfir öll myndböndin og freista þess að komast að sameiginlegri niðurstöðu um þá 10 sem komast í prufurnar. Það er ljóst að dómnefndin á ærið verkefni fyrir höndum því í fyrra þurfti mikla yfirlegu og umræður í ljósi þess hve frambærilegir margir þátttakendurnir voru. Engin ástæða er til annars en að ætla að svipað verði uppi á teningnum í ár. Í dómnefndinni eru engir aukvisar en hana skipa sjálfur Björgvin Halldórsson, leikstjórinn Gunnar Helgason, poppdívan Þórunn Antónía og stórsöngkonan Diddú. Vísir og Ísland í dag á Stöð 2 mun fylgjast grannt með framvindunni, dómnefndinni að störfum og prufunum og afhjúpa sigurvegarann þegar að því kemur. Hér fyrir ofan má sjá Jólastjörnuna í Íslandi í dag í fyrra. Jólafréttir Jólastjarnan Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Dómnefnd Jólastjörnunnar á ærið verkefni fyrir höndum næstu daga. Skráningu í Jólastjörnuna lauk hér á Vísi í gær og bárust hvorki meira né minna en 500 myndbönd í keppnina. Þetta eru enn fleiri þátttakendur en í fyrra en þá bárust um 400 myndbönd. Um er að ræða ungt fólk, 16 ára og yngri, sem fær það tækifæri til að koma í sérstakar prufur sem haldnar verða á Nordica þann 9. nóvember næstkomandi. Einungis 10 af þessum hundruðum söngvara verða boðaðir í þessar prufur. Einn mun svo standa uppi sem sigurvegari og kemur fram á stærsta sviði landsins með aragrúa af íslenskum stórstjörnum laugardaginn 15. desember í Höllinni á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins. Hinn 14 ára gamli Aron Hannes Emilsson bar á sigur úr býtum í fyrra og kom fram á Jólagestunum þann 3. desember í Hölinni. Að auki verður í ár gefin út ný hljómplata fyrir þessi jól með þeim 10 keppendum sem komast í úrslit. Það er því til mikils að vinna fyrir þá sem komast áfram. Dómnefndin mun nú leggjast undir feld og fara gaumgæfilega yfir öll myndböndin og freista þess að komast að sameiginlegri niðurstöðu um þá 10 sem komast í prufurnar. Það er ljóst að dómnefndin á ærið verkefni fyrir höndum því í fyrra þurfti mikla yfirlegu og umræður í ljósi þess hve frambærilegir margir þátttakendurnir voru. Engin ástæða er til annars en að ætla að svipað verði uppi á teningnum í ár. Í dómnefndinni eru engir aukvisar en hana skipa sjálfur Björgvin Halldórsson, leikstjórinn Gunnar Helgason, poppdívan Þórunn Antónía og stórsöngkonan Diddú. Vísir og Ísland í dag á Stöð 2 mun fylgjast grannt með framvindunni, dómnefndinni að störfum og prufunum og afhjúpa sigurvegarann þegar að því kemur. Hér fyrir ofan má sjá Jólastjörnuna í Íslandi í dag í fyrra.
Jólafréttir Jólastjarnan Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira