Af hverju þarf alltaf að bera svarta menn saman? 24. október 2012 17:00 Cam Newton fær hér hraustlega meðferð frá varnarmanni Dallas. Warren Moon, sem var fyrsti svarti leikstjórnandinn til að komast í heiðurshöll ameríska fótboltans, er brjálaður yfir þeirri gagnrýni sem Cam Newton, leikstjórnandi Carolina Panthers, hefur mátt þola í vetur. Panthers hefur tapað fimm af fyrstu sex leikjum sínum í vetur og Newton hefur ekki náð að fylgja eftir ótrúlegu tímabili í fyrra þegar hann var nýliði í deildinni. "Nú hafa margir stigið upp og sagt: Ég sagði ykkur að hann gæti ekkert. Hvernig má það vera að hann sé ekki góður lengur? Hann átti eitt besta ár nýliða frá upphafi deildarinnar og nú getur hann ekki neitt. Það sjá það allir að þetta er bull og vitleysa," sagði Moon reiður. Það sem fer líka í taugarnar á honum er að það örlar á kynþáttafordómum í gagnrýninni að hans mati. "Það var verið að bera hann saman við Vince Young. Þetta er alltaf sama kjaftæðið. Það þarf alltaf að bera svartan mann saman við annan svartan mann. Ég er orðinn þreyttur á því," sagði Moon en Newton hafði verið gagnrýndur fyrir að fara í of mikla fýlu þegar illa gengur. "Ef það á að bera hann saman við einhvern út af hegðun sinni af hverju bera menn hann þá ekki saman við Jay Cutler? Það er fullt af leikstjórnendum í NFL-deildinni sem kvarta og kveina. Cam er ekki að hakka einhvern í sig eða hrinda dómara eins og Cutler gerði. Hann er bara pirraður af því það gengur illa," sagði Moon og bætti við. "Ég held að Cutler sé verri en cam því honum virðist stundum standa á sama um hvernig gengur." NFL Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira
Warren Moon, sem var fyrsti svarti leikstjórnandinn til að komast í heiðurshöll ameríska fótboltans, er brjálaður yfir þeirri gagnrýni sem Cam Newton, leikstjórnandi Carolina Panthers, hefur mátt þola í vetur. Panthers hefur tapað fimm af fyrstu sex leikjum sínum í vetur og Newton hefur ekki náð að fylgja eftir ótrúlegu tímabili í fyrra þegar hann var nýliði í deildinni. "Nú hafa margir stigið upp og sagt: Ég sagði ykkur að hann gæti ekkert. Hvernig má það vera að hann sé ekki góður lengur? Hann átti eitt besta ár nýliða frá upphafi deildarinnar og nú getur hann ekki neitt. Það sjá það allir að þetta er bull og vitleysa," sagði Moon reiður. Það sem fer líka í taugarnar á honum er að það örlar á kynþáttafordómum í gagnrýninni að hans mati. "Það var verið að bera hann saman við Vince Young. Þetta er alltaf sama kjaftæðið. Það þarf alltaf að bera svartan mann saman við annan svartan mann. Ég er orðinn þreyttur á því," sagði Moon en Newton hafði verið gagnrýndur fyrir að fara í of mikla fýlu þegar illa gengur. "Ef það á að bera hann saman við einhvern út af hegðun sinni af hverju bera menn hann þá ekki saman við Jay Cutler? Það er fullt af leikstjórnendum í NFL-deildinni sem kvarta og kveina. Cam er ekki að hakka einhvern í sig eða hrinda dómara eins og Cutler gerði. Hann er bara pirraður af því það gengur illa," sagði Moon og bætti við. "Ég held að Cutler sé verri en cam því honum virðist stundum standa á sama um hvernig gengur."
NFL Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira